Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 19
eða dauðum dýrum, og þaðan af síður að skipta okkur nokkuð af lifandi dýrum. En snjór hafði auk- izt talsvert, svo að það voru litlar líkur til þess, að það atriði mundi tefja ferð okkar. Okkur entist dagurinn illa, en þó komum við heim um kvöldið, þó að seint væri, og hafði nú Hrafnkela frosið svo, að við komum hestun- um slysalaust yfir hana í myrkr- inu um kvöldið. Þá er búin sagan af þessari veiðiför, sem er sú albezta er ég hef farið um dagana, en líklega sú erfiðasta. Næst þegar ég hitti Margrétu á Geirólfsstöðum barst í tal á milli . okkar um blóðblettinn, er ég þótt- ist sjá á lærinu áður en veiði byrj- aði, og svo það, að bletturinn kom á lærið á mér í sama stað, þegar ég skar fyrsta dýrið, og taldi Mar- grét að ég hefði séð „benrögn", samanber Eyrbyggjasögu. Það var alltaf sama sagan, þegar til skifta kom á kjöti úr svona ferð- um, að þá varð það æfinlega Elías er varð afskiftur, því að hann var svo óeigingjarn, og tók oftast á sig allan halla, sem varð á svona ferð- um. Enda var Elías alveg einstakur maður í öllum viðskiptum. Það skal ég bera honum, hvar sem er og hvenær sem er. Frá Elíasi og Jökuldælum. Mig langar að geta Elíasar dá- lítið. — Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans hét María Benedikts- dóttir, Gunnarssonar og bjó Bene- dikt á Vaðbrekku, en Gunnar faðir hans var bróðir Gunnars, sem var faðir séra Sigurðar yngra, sem var prestur að Valþjófsstað og Ási, og síðar í Stykkishólmi, en dó í Reykjavík. Séra Sigurður Gunnarsson eldri kom frá Desjamýri í Borgarfirði og tók við brauðinu á Hallorms- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 681 stað. Með honum komu þrjár dæt- ur hans, stálpaðar, og hétu þær Margrét, Elísabet og Guðlaug. — Kona séra Sigurðar hét Bergljót og var Guttormsdóttir frá Valla- nesi, og var hún alsystir Guðlaug- ar, sem var kona Gísla Hjálmars- sonar læknis. Hann var fjórðungs- læknir og bjó á Höfða á Völlum. Guðlaug dóttir séra Sigurðar eldra dó um tvítugs aldur. Margrét og Elísabet giftust báðar í einu; Mar- grét giftist séra Jóni presti að Stafa felli í Lóni, en Elísabet giftist Páli Vigfússyni, stúdent frá Ási í Fell- um, en þau bjuggu á Hallormsstað. Þau eignuðust tvö börn er hétu Guttormur, skógræktarstjóri, nú á Hallormsstað, og Sigrún Pálsdóttir Blöndal skólastýra Hallormsstaða- skólans. — Hún giftist Benedikt Biöndal, fyrrum búnaðarráðunaut Austurlands. Ég sem þetta segi var þá ung- lingur á Hafursá í Skógasókn og er þessu vel kunnugur, og jafnvel kunnugri en sá sem ritar æviminn- ingu frú Sigrúnar Blöndal. Og var hún því komin frá Sigurði Gunn- arssyni eldra, er dó á Hallorms- stað. Seinni kona Elíasar á Aðalbóli hét Auðbjörg Sigurðardóttir, og var ættuð sunnan úr Skaftafells- sýslu. Auðbjörg var mesta ágætis , kona og sæmileg búkona, eftir þeirra tíma mælikvarða, og vildi lifa athafnalífi, en var meinilla við alla kyrrstöðu, leti og deyfð. Auðbjörg og Elías eignuðust nokkur börn, en ég man ekki hvað þau hétu. — Eitthvað af börnum þeirra búa nú á Hallgilsstöðum í Jökulsárhlíð. Þó Aðalból væri við- brigða góð jörð, þá var hún mjög erfið, sérstaklega fjárgeymsla öll og aðdrættir til heimilisins, enda þreytti það Elías, þegar til lengdar lét, og aldur fór að færast yfir hann. Enda var það mjög skiljan- legt. Þess vegna keypti hann jörð- ina Hallgilsstaði í Jökulsárhlíð og bjó þar mesta myndarbúi með seinni konu sinni til æviloka. Eftir að hann flutti í Hallgils- staði, hætti hann öllum hreindýra- veiðum af skiljanlegum ástæðum. Móðir Maríu fyrri konu Elíasar hét Kristrún og bjó hún á Vað- brekku eftir mann sinn látinn. — Kristrún var Sigfúsdóttir frá Lang- húsum í Fljótsdal. Var Kristrún annar búandinn, sem bjó búi sínu áfram eftir öskufallið mikla, þegar allir flýðu af „efra dal“, sem svo er kallað, og fór hún á milli býla á dalnum, og nýtti hún aðeins að sáralitlu leyti eitthvað af túnum, sem voru orðin svo, að þau áttu að heita öskulaus með blettum, en þó aðeins næstu jarðirnar, Brú og Eiríksstaði. Þá fóru allar jarðir í eyði, sem eru ofan við Gilsá. Það get ég borið um, að oft getur blásið þungt á móti á Jökuldal, því ég hef átt heima þar í 12 ár. Enda má nærri geta, hvort erfiðleikar Kristrúnar hafa ekki verið stund- um nokkuð miklir. Að minnsta kosti má segja, að þessi einstæða kona hefur þolað meira á því sviði en bændur eiga að venjast nú, hvað erfiðleika snertir. Annar búandinn, sem þraukaði af öskufallið og afleiðingar þess, var Bjarni rammi. Hann bió á Víð- ishólum, og er það kot í Jökuldals- heiðinni, norður af Hákonarstöð- um. Hagmæltur var Bjarni vel og reyndur að allri karlmennsku. Um föður hans veit ég ekkert. Kona hans hét Arnbjörg og var hún líka hagmælt og mjög vel hugsandi kona í allan máta. Ösku-sumarið notuðu Víðishóla- hjónin túnin á Grund og Hákonar- stöðum, en þó mun gagn þeirra af þessum túnum ekki hafa verið meira en það, að vart sé orð á gerandi. Þessar tvær fjölskyldur bjuggu svo þarna yfir veturinn, og farn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.