Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 16
678 - ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nikulds Albertsson: Þriðja giein Hreindýraveiðisögur Jóns Gíslasonar í Vopnafirði Löng ganga. Það var æðimargt, sem var sam- fara þessum hreindýraveiðum, eins og veiðarnar fóru fram, á meðan ég stundaði þær, og má með sanni segja, að stundum gæti komið fyrir að það yrði viðkvæmt tilfinninga- mál, þegar vel var tekið eftir því, hvernig dýrin höguðu sér í sumum tilfellum. En ég sleppi að fara ýtar- lega út í þá sálma, enda munu aðrir færari að greina frá því en ég. Leið nú þetta haust, þar til að sagði hann, „þá stóð hofið þar sem kirkjan stendur nú, dg íbúarnir voru mjög hjátrúarfullir. Meðal annars höíðu þeir þá trú, að eng- inn maður mætti stíga á land á eynni þarna, sem heitir Taringa. Ég sagði þeim að ég skyldi fara þangað og setjast þar að til þess að sýna þeim að þetta væri vitleysa. Og svo gerði ég það. Ég ræktaði þar kókospálma og ruddi gang- stíga. Og ekkert kom fyrir mig. Þá sáu þcir að trú mín var betri en þeirra og trúðu mér. Og svo tók- um við hoíið, bárum það niður í ijöru og brenndum þaö, en byggð- um kirkjuna í staðinn“ Hið eina, sem eitir er af íorn- eskjunni þarna, cr stór kóralsteinn sem stendur upp á enda utan við kirkjuna. Hann á að vera minnis- merki Utumatua, höíðingjans, sem fyrstur fann þessar eyar og rikti þár fyrstur. hálfur mánuður var af vetri, þa var kominn snjór á öræfin, en mátti þó heita flekkajörð; en færi var ekki ákjósanlegt, því að skel hafði komið á snjóinn og vildi hún svíkja okkur, sérstaklega þó, ef við þurftum að hlaupa. Samt lögðum við af stað yfir í Fljótsdal og var ætlun okkar að finna Þórarinn Ketilsson og spyrja hann frétta um hreindýr og fleira, og svo jafnvel að reyna að fá hann með okkur í veiðitúr, ef það væri mögulegt. En þá vildi svo illa hl, að Þórarinn var ekki heima. Hafði hann farið út í Eyvindará að sækja meðal handa barni sínu, sem var veikt. Við gistum þarna um nótt- ina, og var það á meðvitund fólks- ins, að við mundum vilja fara tím- anlega af stað, og var því fótaferð með fyrra móti. Veður var gott um morguninn, þegar við lögðum af stað upp Kleyfarbrekkur, þar sem leið liggur upp á heiðina; og voru brekkur þær erfiður áfangi til að byrja með langferð. Þegar upp á heiðarbrúnina kom, fórum við að tala okkur saman um, hvernig við ættum að haga okkur, en úr vöndu var að ráða. því að við höiðum ekki orðið neinnar slóðar varir daginn áður. Elías var alltaf úrræðagóður og kom okkur saman um að skifta okkur, og fór ég vestur um heiðina; en við máttum ekki fara lengra hvor frá öðrum en að við sæum hvor til aiinars við og við, og skyld- um við gefa hvor öðrum merki, ef við yrðum varir einhvers, en forð- ast skyldi öll hljóðmerki. — Svo skyldum við mætast inn við Laug- ará. Ég var þarna alveg ókunnugur, en þetta gekk nú samt sæm.legi, því ég sá alltaf annað slagið, hvað Elíasi leið, og hagaði mér alveg eftir honum. Eftir langa göngu komum við að Laugará og tylltum við okkur á stóran stein, og vorum heldur dauf- ir í dálkinn, því hvorugur hafði séð nokkuð, sem benti til þess að dýr væru í nánd. Við fórum svo að borða af nesti okkar og leið ekki langur tími, þar til að þarna til okkar kom krummi einn og gargaði mikið. Hann kom utan heiðina, og varð Elíasi' að orði, að hann væri að spá okkur veiði. Þegar við höfðum matazt og vorum staðnir upp frá því, segir Elías: „Jæja, Jón minn, hvað eig- um við nú að gera? Hvernig eig- um við að haga okkur?“ Tók ég þetta svo, að hann áliti mig jaínvel sinn jainiiiga á svona íerðalagi og þótli mér talsvert vænt um það. En það var þó síður en svo að ég væri það, þvi mór fannst Elías svo miklu snjallari mér í öllu, sem þessu starfi við kom, og jafnvel á öllum sviðum, því að Elías á Aðal- bóli var reglulegt mikilmenni á sínu sviði, og ég veit, að þeir, sem Éyhntust honum nokkuð að ráði,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.