Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 12
722 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÓLAFUR ÓLAFSSON: Frdgröí Koníúsíusar til Taisan — elzta heilags ijalls í heimi „VÉR, Gvang-vú keisari, höfum ákveðið að takast á hendur pila- grímsíerð til Taishan og færa fórnir guðum fjalla og vatna. Eru það tilmæli vor, að allir ættmenn Hans (Kínverjar) og áhangendur spek- ingsins, Konfúsiusar, sendi fulltrúa til fararinnar til hins himingnæfandi fjalls, er taki þátt í tilbeiðslu vorri frammi fyrir Himninum." — Keisaraleg tilskipun frá 1. öld f. Kr. LANDIÐ HELGA SHANDUNG heitir skagi nyrzt á austurströnd Kína. Er hann hluti samnefnds héraðs, sem oit er kall- að öðru nafni „Landið helga“. Shandunghérað er á stærð við ísland, en íbúar þess eru nálegr fjörutíu milljónir. Neðsti hluti Gulafljótsins fellur um héraðið norðanvert. Sunnan fljótsins er há- lendi, og ber þar hæst Taishan. — „Tai“ þýðir vegsamlegur eða veg- legur en „shan“ fjall. — Er það elzt og frægast hinna íimm heilögu fjalla Kínverja. Talið er að hér hafi staðið elzta byggð þessa eldgamla lands á slétt- unum milli fljóts og fjalla. Þegar fljótið flóði yfir bakka sína, eins og oft komrfyrir, hefur byggðin flittzt upp r, fjallshlíðarnar, enda var þar einnig gott til varna á ó- friðartímum. Fornleifar hafa fund- izt þar frá tímum löngu áður en sögur hófust. Vafalítið er að Taishan sé elzt- ur allra þeirra staða í víðri veröld, er trúarleg helgi hvílir enn á. Píla- grímar hafa farið þangað, einmitt um þetta leyti árs, allt frá tímurn Fú-shí, elzta þjóðhöíðingja Kín- verja, um það bil tuttugu og átta öldum fyrir Krists burð, og til síð- ustu tíma, stundum allt að því tíu þúsundir manna á dag. Pílagrímar koma víðsvegar að og eru flestir vikum saman á ferð. Þeir eru fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins, frá vitrmgum Ul fávita og þjoðhofð- ingjum til betlara. Keisarar hafa oit farið í eigin persónu til Tais- han og leitað þar athvarfs, þegar öllu þótti steínt í voða sökum ófrið- ar eða óáranar, en önnur ráð gáfust ekki. Með því var tvennt unmð: Þeir sefuðu reiði guðanna og frið- uðu hugi fólksins. Forn og mikil hof hafa verið á Taishan þegar Koníúsíus baðst þar fyrir, um það bil fimm öldum fyr- ir Krist. Hefur og það vitanlega aukið á helgi staðarins í augum þjóðarinnar, að Konfúsíus átti heima í nánd við fjallið og að gröf hans er þar enn í dag. FRÁ HÖFUÐBORG TIL HAFNARBORGAR Á köldum haustmorgni 1936 ók Peking-Tientsin hraðlestin á venjulegum tíma fram hjá Hata- men-borgarhliði, í átt til Tientsin. Aðeins tveir útlendir menn höfðu í það skipti tekið sér far með lestinni, amerískur kvik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.