Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 18
728 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þegor galdrabrennur hættu Dau.badóm.i breytt í útíegð LOFTUR hét maður Árnason, Loítssonar prests Péturssonar. Hann átti heima að Sælingsdal í Hvammssveit. Sonur hans hét Árni og mun hafa verið fæddur um 1623. Hann fór í Skálholts- skóla og útskrifaðist þaðan og var vígður prestur að Þykkvabæar- klaustri 1650. Komst hann þar skjótt í deilur við klausturhald- ara, svo að honum var þar lítt vært. Fékk hann því þremur ár- um seinna brauðaskifti við prest þann, sem var að Stað í Aðalvík og fluttist þangað norður. Ein- hværjar ýfingar urðu þar milli hans og sóknarbarnanna. Veiktist hann þarna og kenndi um göldrum sóknarbarna sinna. Og er hann hafði verið þar þrjú ár, vildi hann fá brauðaskifti við Ögurprest og var að því komið að það mætii takast. En þá risu upp sóknarmenn í Ögurþingum og harðneituðu að taka við Árna presti. Sýnir það að misjafnt orð hefír af honum farið. En árið eftir, 1657, fékk hann Dýrafjarðarþing, og þó í óþökk margra. Kvæntist hann þá Álfheiði Sigmundsdóttur Gíslasonar frá Fagradal og bjuggu þau að Kiukkulandi. Þeim varð fjögurra barna auðið. Synir þeirra voru Jón Árnason Skálholtsbiskup og Gísli, er fluttist norður og bjó í Kelduhverfi og Reykjadal. Vegna andúðar sóknarbarna sinna treystist séra Árni ekki til þess að vera í Dýrafirði lengur en til ársins 1671, enda hafði Brynjólf- ur biskup þá snúizt á móti honum. Lagði séra Árni nú niður prest- skap og fór að búa á ættaróðali sínu Sælingsdal, en fluttist skömmu síðar á hjáleiguna Gerði og bjó þar til æviloka. Um þær mundir er séra Árni hættir prestskap, bjó í Fagradal mágur hans Rögnvaldur Sig- mundsson, og hefir þá verið rúm- lega fertugur að aldri. Hann hafði farið ungur í Skálholtsskóla og stundað þar nám á fjórða vetur, en hljóp þá frá námi að óvilja biskups, en þó hneisulaust. Þegar hér var komið var Rögnvaldur kvæntur og hafði fengið Ragnheið- ar Torfadóttur Snæbjörnssonar, systur Páls Torfasonar sýslumanns í ísafjarðarsýslu. Þeim varð ekki barna auðið. — ★ — Ekki er langt á milli Sælings- dals og Fagradals, líklega ekki nema svo sem 12 km. bein loft- lína, og liggja saman lönd jarð- anna. En þó er enginn vegur þar á milli, heldur hár fjallgarður og á honum miðjum gnæfir hinn mikli Hafratindur. Á Sturlunga- öld var leið upp úr Sælingsdal yfir fjallgarðinn, en hún lá til Saurbæar. Gamall málsháttur segir að garð- ur sé granna sættir, en ekki hefir fjallgarður þessi megnað að gegna því hlutverki þar sem þeir mág- arnir áttu í hlut. Er’og sagt um séra Árna, að hann hafi verið „hörkumaður og óeirinn og harður í viðskiftum". Verður ekki betur séð en að fullur fjandskapur hafi verið með þeim mágum, Rögn- valdi og Árna. Hefir upphaf hans líklega verið það, að séra Árni hef- ir þótt heldur ágengur við Sig- mund tegndaföður sinn, sem þá var í Fagradal í hárri elli, kominn yfir áttrætt. En þó kastaði fyrst tólfunum árið 1678, því að þá kærði^lögn- valdur séra Árna mág sinn fyrir fordæðuskap og fjölkyngi. Sakaði' hann prest um að hafa með göldr- um „hleypt þvingunarsömum veik- leika á sig og Ragnheiði Torfa- dóttur konu sína, og drepið pen- ing sinn og píndan suman með göldrum“. Stefndi Rögnvaldur þessu máli til Þórðar biskups Þor- lákssonar og prestastefnu á Al- þingi. Þegar þess er nú gætt, að á þeim dögum var það venja að þeir menn lentu á báli, sem bornir voru göldr- um og gátu ekki hreinsað sig af því, þá verður það nokkurn veg- inn ljóst hve köld mágaástin hefir verið þarna. Rögnvaldur hefir varla farið á stað með þetta mál, nema því aðeins að hann hefði vitni til þess að bera galdraorð á séra Árna og að þau væri þess fulviss að hann hefði valdið veik- indum þeirra hjónanna í Fagradal, þar sem hann bæri þungan hug til þeirra. Slíkir vitnisburðir voru þá löngum teknir gildir, og leiddu marga menn á bálið. Séra Árni fór ekki til Alþingis, en seinna um sumarið kom Þórð- ur biskup Þorláksson vestur og helt prestastefnu í Hvammi í Hvammssveit út af þessari galdra- ákæru. Virtist honum þá og prest- um þeim, sem með honum voru, að sakargiftir Rögnvalds væri heldur veigalitlar. Var því dæmt að prestur mætti færast undan með tylftareiði og fangavottum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.