Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 1
47. tbl. Sunnudagur 29. nóvember 1953 XXVIII. árg. Ai 4 ÞRÍR UNGIR íslendingar, þair Brynjar Skarphéðinsson frá Akureyri, Indriði Indriðason og Vilhjálmur Sigtryggsson úr Reykjavík fóru snemma á þessu ári til náms og vinnu í skógum Alaska. Hafa þeir sent Lesbók Mbl. eftirfarandi frásögn um ferðir sinar og störf. Skiptu þeir þannig með sér störfum, að Brynjar skrifar fyrsta þáttinn, Indriði annan en Vilhjálmur hinn síðasta. Frásögn Brynjars Skarpnéðtnssonar INNGANGUR ÞEGAR sýnt þótti, að fræbirgðir Skógræktar ríkisins mundu vart hrökkva lengur en til haustsins 1953, varð það að ráði Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra, að sendir yrðu menn til Alaska til fræsöfnunar árið 1953. Fyrir milligöngu íslenzk-amer- iska félagsins gaf skógstjórnBanda- ríkjanna kost á því, að þrír menn fengju vinnu á hennar vegum í Alaska. Þeir sem fóru voru Brynj- ar Skarphéðinsson, Indriði Indriða- son og Vilhjálmur Sigtryggsson. Eftir að öll nauðsynleg skilríki voru fengin var lagt af stað 26. apríl með flugvél Loftleiða Heklu. Kaldi var á norðan og þokuslæð- ingur, er við flugum út á flóann, en framundan beið fyrirheitna landið Alaska, landið þangað sem íslendingar munu í framtíðinni sækja stofninn að barrskógum sínum. Eftir 13 klukkustunda flug lent- um við í New York, þar sem við dvöldumst í tvo daga, en síðan var tíminn var aðeins 35 klstundir. haldið til Seattle, og gistum við þar eina nótt. Næsta morgun, 30. apríl, skildu leiðir. Indriði fór til Juneau, en við Vilhjálmur til Anehorage, en þaðan héldum við til Kenai Lake Ranger Station, þar sem við unnum í sumar. Það hafði aðeins tekið okkur fimm sólarhringa að ferðast þessa leið, sem er um 14.000 km, en flug- Alaska er ærið kaldranalegt þegar komið er þangað flugleiðis. Fjallgarður um 100 km vestan við Juneau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.