Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 10
720 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~r Gísli Brynjúlfsson styrkþegi Árnasafns nær 30 ár og síðan kennari við háskólann. Kvæðabók hans kom út 1891. — Á síðasta ári kom út Dagbók Gísla árið 1848, gefin út hjá „Máli og menningu“ af cand. mag. Eiríki Hr. Finnbogasyni. — Um skáld- skap Gísla segir Eiríkur í inngang- inum m. a.: Af þessari miklu forn- aldarhrifningu, gerðist Gísli með aldrinum fornyrtastur og fornkveðnastur íslenzkra skálda á síðustu öld. Ekkert íslenzkt skáld hefur ort fleiri kvæði að tiltölu en hann undir fornum háttum og fáum eða engum tekizt betur. Andi og búningur slíkra ljóða hans er miklu nær fornskáldskapnum en títt er, og með heiti og kenningar fer hann af leikni sögualdarskáldsins. .. .. Þó er langt frá að Gísli hafi hlotið þá viðurkenningu fyrir skáldskap, er svari til verðleika hans, nema ef til vill allra fyrst. Stafar það m. a. af því, að það orð komst snemma á, að ljóð hans væru fornyrt og torskilin, eins og mörg þeirra raunar eru, en slíkt forðast almenningur. Ljóðasafn Gísla er sérstætt og svipmikið. Og þó að ýmislegt fánýtt sé að finna í þeim kvæða- sæg, sem þar er prentaður, þarf enginn að sjá eftir þeim tíma, sem fer í að lesa bók hans nið- ur í kjölinn“. Ekki er og ólíklegt, að það hafi kastað nokkrum skugga á Gísla, að hann hin siðari ár sín lenti í a,'dstöðu við Jón Sigurðsson. Það sem haft er hér eftir cand. mag. E. H. F. um Gísla, á einnig all nákvæmlega við um Lárus Sigurjónsson. Síðan hann lauk prófi á Prestaskólanum 1906 hefur hann dvalizt vestan haft í 36 ár. Hann kvæntist 1920 amerískri konu vel menntaðri, en við landa sína hafði hann eftir það fremur lítið samband. Hann fluttist hing- að heim árið 1943 einn síns liðs, með því að konan hafði þá sér- stöku starfi að gegna vestra. Ljóða- safnið „Stefjamál" gaf Lárus út hér árið 1946. Var það lítið haft í frammi í bókaflóðinu og náði lít- illi útbreiðslu, en því kennt um hvað það væri fornkveðið og forn- yrt. Það sem Lárus á enn óprentað mun þó að samlögðu öllu forn- kveðnara og stórbrotnara, bæði að háttum og meðferð allri. Enda er þar á meðal hinn mikli Alþing- isljóðaflokkur frá 1930, sem vera mun aðalverk Lárusar — orktur á forna vísu undir kröftugum og erfiðum háttum. Verður af því séð, enda áður vitað, að Lárus er tilþrifamestur í hinum stærri stíl og á ekki heima með smáskáldum. Það mun og mála sannast, að þótt réttara og eðlilegra hafi verið að gefa hin fyrri og léttari kvæði út í fyrra ljóðasafni, þá fæst ekki fullur skilningur á eðli höfundar- ins fyrr en menn hafa kynnt sér það sem enn er óprentað, og þá einkum Alþingisljóðin. Þau voru endursend Lárusi ólesin af hátíð- arnefndinni 1930. Og þótt merki- legt sé, hefur reynzt erfitt að fá Lárus Sigurjónsson helztu hvatamenn að handrita- heimflutningnum til að kvnna sér þetta merkilegt verk, sem þó ef- laust síðar verður talið meðal bók- menntaafreka í sinni röð. Mennta- málaráðsmenn hafa þó lýst áhuga á að kynna sér verkið. Og einn mætur vinur Lárusar í kaup- mannastétt fékk hann til að lesa Alþingisljóðin inn á segulband á síðastliðnu vori. Sýndist þá svo að ekki vrði seinna vænna, því þá varð Lárus að fara vestur um haf og taldi þá sjálfur að verða mundi fyrir fullt og allt. Hefðu það orðið hörð örlög fyrir hann og auk þess hneisa fyrir þjóðina að láta sitt elzta og mesta núlif- anda ættjarðarskáld verða að enda æfi sína í útlegð. En vinir þeirra hjóna stilltu svo til, að nú eru þau þó komin hingað aftur. ----o--- Þegar efldur er atróður til end- urheimtar dýrra minja íslenzkrar menningar af framandi slóðum, þá má það þykja merkilegt og raun- ar óskiljanlegt sinnuleysi ef sam- tíðarskáld, sem verja sínum dýr- ustu kröftum til að blása lífsanda í dofnandi glæður vorra fornu fræða, eru fyrirlitin og látin gleym-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.