Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 119 Dalasýslu Pétur Bjarnason, Pét- urssonar, Pálssonar á Staðarhóli (Staðarhóls-Páls). Hann var þá orðinn gamall og blindur. Kona hans var Þorbjörg Jónsdóttir sýslu- manns í Lögmannshlíð, Vigfússon- ar. Þau bjuggu fyrst fyrir norðan, að Þverá í Dalsmynni, og eignað- ist Pétur þá ýmsar jarðir í Þing- eyarsýslu. Síðan fluttust þau að Tjaldanesi og bjuggu þar þangað til Pétur dó 1718. Sonur þeirra var Bjarni ríki á Skarði á Skarðsströnd. — Hann hafði verið þrjá vetur í Hólaskóla, en hætti þá námi og hóf búskap á Staðarhóli um tví- tugsaldur. — Síðan bjó hann að Skarði 1705—1748, en fluttist þá aftur að Staðarhóli og bjó þar 1748 til 1756, en fluttist þá enn að Skarði og bjó þar til dauðadags. Hann varð sýslumaður í austurhluta Barðastrandarsýslu 1708 og hafði þar umboðsmenn, en sagði sýslunni af sér sama árið og faðir hans dó, 1718. Nú var það í ofanverðum sept- embermánuði 1708, að Þorbjörg húsfreyja á Tjaldanesi fekk óþol- andi tannpínu og höfuðverk. Var allra ráða í leitað að lækna hana, en ekkert dugði, og var hún ekki mönnum sinnandi vegna þjáninga. Pétri þótti mjög vænt um konu sína og tók það sárt að geta ekki hjálpað henni. Og þegar öll venju- leg húsráð og skottulækningar höfðu brugðizt, kom honum í hug gamalt ráð, sem þjóðtrúin hafði lengi talið óbrigðult við tannpínu, en það var að leggja jaxla eða tennur úr dauðum manni við tenn- ur þær, er verkurinn var í. En hvar gat hann náð í tennur úr dauðum manni? Það var þrautin þyngri, því að ekki lágu þær á glámbekk, og þótt fólk ætti ýmis- legt fáséð til lækninga á heimilum sínum, þá var enginn svo birgur að hann ætti tennur úr dauðum manni. Það var því ekki um annað að gera en grafa upp eitthvert lík í kirkjugarði og ná tönnum þess. Nú stóð þannig á, að fyrir eitt- hvað sjö árum hafði andazt á heim- ili Péturs gömul kona, sem Ing- veldur hét. Hún hafði verið barn- fóstra þeirra hjóna og þjónað þeim lengi með trú og dyggð. Pétur var viss um að hún mundi ekki þykkj- ast við sig þótt hann raskaði graf- arró hennar, henni mundi miklu fremur þykja vænt um ef hún gæti orðið gömlu húsmóður sinni að liði enn einu sinni. Pétur ákvað því að grafa Ingveldi upp. Það var lang eðlilegast og brotaminnst, alveg eins og maður tæki hjá sjálfum sér, þar sem hún hafði verið hluti af heimilinu í fjölda mörg ár, og var í rauninni enn nokkurs konar eign heimilisins, enda þótt hún hefði legið sjö ár í gröf sinni. Pétur kvaddi þá Pál Árnason vinnumann sinn til fylgdar við sig og fóru þeir inn að Staðarhóli. Þar fengu þeir í lið við sig mann, sem Gunnar Jónsson hét, og skýrði Pét- ur fyrir þeim hvað hann ætlaðist fyrir. Fóru þeir síðan allir þrír út í kirkjugarð með rekur í höndum. Gat Pétur þótt blindur væri, vísað þeim á leiði Ingveldar, og bað þá að grafa hana upp hið skjótasta. Hlýddu þeir honum í því, og er þar skemmst frá að segja, að þeir náðu upp kistunni, brutu hana og tóku úr henni kjálka kerlingar. Síðan var kistan grafin aftur, en Pétur fór með kjálkana heim að Tjalda- nesi til þess að lækna konu sína. ----------------o---- Engar sögur fara af því hvort Þorbjörgu hefur batnað tannpínan, er hún lagði kjálka kerlingar við, en ekki er ólíklegt að svo hafi farið, ef hún hefur haft jafnmikla trölla- trú á lækningamætti þeirra eins og maður hennar. En þegar þetta kvisaðist, hafa menn litið misjafn- lega á þessar tiltektir Péturs. Sum- um hefur þótt það hneyksli að raska þannig ró framliðinna, aðrir hafa talið það lagabrot. Og þegar fregnin barst Oddi varalögmanni Sigurðssyni á Narfeyri til eyrna, þóttist hann ekki geta látið það sem vind um eyrun þjóta. Þó var það ekki fyr en næsta haust, eða ári seinna, að hann hófst handa. Gerði hann sér þá ferð að Tjalda- nesi til þess að tala um þetta við Pétur. Sagði þá Pétur hreinskilnis- lega frá öllu saman, að hann hefði gert þetta til þess að hjálpa konu sinni, og hann tæki einn á sig alla ábyrgð á verkinu og skyldi gjalda þá sekt, er sér bæri ef saknæmt væri. En aðstoðarmenn sínir, þeir Páll og Gunnar væri alsaklausir, því að þeir hefði aðeins hlýtt skip- unum sínum. Mæltist þetta vel fyrir. Var svo Jóni Eiríkssyni lög- sagnara falið að rannsaka málið. Drógst sú rannsókn til næsta sum- ars, en þingað var í málinu 19. og 20. júní 1710. Þóttist lögsagnarinn ekki geta fellt dóm í því og vísaði því þess vegna til Alþingis og skyldaði hina sakbornu til þess að koma þangað. Málið var svo tekið fyrir á Al- þingi þá um sumarið, en enginn hinna ákærðu kom þangað, heldur kom Bjarni Pétursson sýslumaður þar fram fyrir hönd föður síns og þeirra Páls og Gunnars. Véfengdi hann þar að faðir sinn hefði fengið afrit af rannsókn málsins og stefna hefði honum verið löglega birt. En lögmenn þóttust sjá að mál þetta mundi eiga fremur að koma fyrir dóm prestastefnu, þar sem hér væri um að ræða röskun á friðhelgi graf- reits, og mundi það eiga að dæm- ast eftir bréfi Kristjáns 4. 1609 og Kristinrétti. Vísuðu þeir málinu því til fulltrúa stiftamtmanns og Jóns biskups Vídalíns, og sendu þeim rannsóknarskjölin. Meira var aldrei gert í þessu máli á Alþingi. ——o-------------------- Ætla xnætti að Pétur hefði feng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.