Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 hér verklausir og hugsunarlausir hver um annan þveran, því að ekkert rekur né gengur. Þinglögin sjálf koma til að kosta nokkuð á annað þúsund dala og eftir því seinlæti, sem þau í formi sínu ætla meðferð málanna, veit ég ekki hvað lengi þingið kann að vara, líklegast eina tvo mánuði eða lengur. Þó að í rauninni ami ekkert að mér og ég lifi hér í vellystingum hvern dag praktuglega, þá er þetta einhver leið- inlegasti kafli ævi minnar, því að ekkert er gert og um ekkert hugsað. Allt, sem gaman er að sjá og skoða, sá ég í hitt hið fyrra og getur því nú ekki orðið að skemmtun. Synodus var haldin í gær. Séra Simon (Bech) á Þingvöllum prédik- aði. En efni eður umtalsmál kenni- dómsins var ekki annað en telja og reikna sundur prestsekknapeninga, og þannig er bæði hið veraldlega og geist- lega lífið hér ekkert nema svefn- mók. Eftir öllum kringumstæðum býst ég við að ég og máske margir fleiri tali ekki orð á þinginu, því að allir kom- ast ekki að til þess. Og nú eru margir góðir talsmenn fyrir málefninu, þó að ég haldi að allt komi nú að einu, hvað sem til er reynt. Ég bið hjartanlega að heilsa fólk- inu og fel þig og það forsjón og varð- veizlu guðs á hendur. J. Jónsson. „Ef þinginu verður ekkj af konungs- fulltrúa slitið, þegar minnst vonum varir, þá verður það víst eina tvo mánuði eða lengur.“ Reykjavík 13. júlí 1951. Elskaði sonur. Þetta er þá fimmta bréfið, sem ég rita þér og er það efnislaust með öllu. í gær kom nú loks og var lagt fyrir þingið: 1. Frumvarp á íslenzku máli prentað Um stöðu íslands í ríkinu og grundvallarlög ríkisins. 2. Frumvarp til verslunar á íslandi. 3. Frumvarp til kosningarlaga fyrir hin tilkomandi alþing, sem byrja eiga sumarið 1853. Eftir því sem nú horfir við og ef þinginu verður ekki af konungsfull- trúa slitið, þegar minnst vonum varir, þá verður það víst eina tvo mánuði eða lengur, og er það leiðinleg til- hugsun. St j órnarskipunárf rumvarpið er líkt og að kalla eins og ég sagði þér frá í uppkastinu, sem greifinn lán- aði þingmönnum. Þinglögin verða í fyrsta lagi tilbúin annað kvöld, og eru þau þá komin upp á 1500 rd. rúmlega. Ég er hress og frískur alltaf. Ég bið hjartanlega að heilsa og fel hús okkar varðveizlu guðs nú og ætíð. Þinn elskandi faðir. J. Jónsson. „Jón Sigurðsson er árans frjálslynd- ur o? margir þingmenn ætla að fylgja honum til hins ýtrasta." Reykjavík 16. júlí 1851. Elskaði sonur. Ég geri mér það að reglu að skrifa þér með hverri ferð, sem verður á Eyafjörð og minnir mig að þetta sé í sjötta sinni. Ekkert er ein að frét*a og engin stefna er ennþá tekin um neitt. En nú er nokkuð annað fvrir- komulag en á fyrri þingum, nefnilega: öllum þingmönnum er skipt í þriá flokka jafna og fjórtán menn í hverj- urn og eru þetta kallaðar hlutfalls- nefndir. Ræða þær málefnin hver fvr- ir sig, fyrst utan þings og skrifa þá ekki ræður sínar og ekki nefndarálit heldur. En þegar þær eru búnar að skýra fyrir sér málin, segja þær for- seta til. Lætur hann þá kjósa í reglu- legar nefndir. Hafa menn þá kynnzt svo hverjir skoðun annara, að varla fer hjá því, að beztu menn verða kosnir í hverja hlutfallsnefnd, og upp frá því er meðferðin eins og vant er á þingum. Yfir höfuð eru flestir þingmenn svo frjálslyndir í mörgum greinum, að mér finnst nóg um það. Allt gengur í maka- lausu seinlæti og slæpu. Öll breyting- aratkvæði skulu til að mynda prent- ast og leggjast fyrir hvern mann við aðra (umræðu). Öll nefndarálit í kosningarnefndunum eins, og þann- ig gengur tíminn og talið mest út á form og fyrirkomulag, áður en nokk- ur sé verulega aðhafzt. Og þessi að- ferð mun það vera, sem mest lengir þingin í útlöndum. Þjóðþing íslend- inga þarf sem sé að hafa töluverðan svip af þingum annara þjóða eftir meiningu frjálslyndu mannanna. Hlut- fallsnefndirnar eiga svo að vera í stað- inn fyrir aðskildar málstofur o. s. frv. Forláttu þessa efnisleysu og berðu ástvinum mínum sér í lagi og öllum yfir höfuð á heimilinu kæra kveðju mína, og sjálfur guði falinn af þín- um föður J. Jonssyni. P.S.: Almenn meining er það hér, að svo muni fara, að greifinn slíti þing- inu í miðju kafi, ef ekki fer allt að óskum hans eða ef menn krefjast al- gerðs skilnaðar í stjórn og fjárhag ís- lands við Dani. Jón Sigurðsson er árans frjálslynd- ur, og margir þingmenn ætla að fylgja honum til hins ýtrasta. Vill hann ekk- ert eiga saman við Dani nema kon- ungsnafnið og þó þýðingarlaust og ekki nema fyrst um sinn. ..Þctta þótti þinginu hart, að ciga fjárhag sinn saman við Dani og rctt- indi sin í höndum danskrar þjóðar.“ — „Það segi ég þér satt, að þingmenn harðna við hverja ógnun.“ Reykjavík 23. júlí 1851. Elskaði sonur minn. Það verður líklegast seinasta tæki- færið, sem ég fæ að senda ykkur bréf héðan nú með póstinum. Hann kom hingað í fyrrakvöld og fer aftur í dag. Fékk ég með honum bréf ykkar mæðgina, sem mér þótti mjög vænt um og þakka ástúðlega fyrir. Ég er búinn að skrifa þér svo oft og segja þér allt, hvað frétta var, að ég tíni það nú ekki upp aftur, en bæti því við, að nú er þingið setzt á laggirnar og farið að vinna að ætl- unarverki sínu að ákveða stöðu Is- lands í ríkinu. Var það málefni tekið til fyrstu umræðu á mánudaginn var. En þar barði greifinn fram, að þingið mætti ekki í hinu minnsta ganga út yfir boðorð grundvallarlaganna eða frumvarpsins, annars yrði hann að taka til alvarlegri afskipta. Þetta þótti þinginu hart, að eiga fjárhag sinn saman við Dani og rétt- indi sín í höndum danskrar þjóðar, og varð margrætt og harðrætt um það. En greifinn getur ekkert íslenzkt orð haft fyrir sér nema það, sem hann skrifar heima hjá sér íyrir fram og má svo sitja þegjandi, hvað sem fram fer af hálfu þingmanna. Er heldur eng- inn gáfumaður af náttúru né lærdómi. Allt eitt orð hefir verið á því hér í bænum, að dátarnir eigi að standa vopnaðir við þingsalinn, þegar farið verður að ræða frumvarpið til hlítar. Líka, að búið sé að mæla framan af skipinu skotmálið upp á alþingissal- inn, og þyki það ekki of langt. Ýmsar smáógnanir eru hér á gangi, en allt er þetta reyndar ekkert nema slægðar- brögð, sem allir þingmenn sjá, að á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.