Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 8
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að vera til að draga kjarkinn úr þeim með að krefjast frelsis síns. En það segi ég þér satt, að þingmenn harðna við hverja ógnun, svo að nú er greif- inn heldur farinn að gefa eftir, þegar hann sér að hvorki fortölur né hótan- ir beygja þingið frá stefnu sinni. Verði nú ekki þinginu slitið í miðju kafi, stendur það víst hálfan mánuð enn. Margir eru þingmenn þeir, sem ekk- ert hafa talað og munu víst ekki tala eitt orð á þinginu, þar á meðal ég einn. f nefndum rausar hver og einn það, sem hann vill, en á þing er ekki far- ið nema annan hvorn eða þriðja hvern dag og er þessi slæpingur þing- manna bæði leiðinlegur sjálfum þeim og öðrum. Og líka finnst mér hann samvizkubyrði, ef á það er litið. Ekkert hafi ég að segja þér, sem gaman er að, því að það er ekki til. Hér er danskur málari í bænum, sem er mikið flinkur og heppinn portreit- maler, enda láta þingmenn nokkrir taka mvndir sínar. en 4 rd. kostar hver andlitsmvnd. í gær og fyrradag lét ég hann taka mína og mun hún víst vera lík. Ég bið hjartanlega að heilsa móður þinni og segðu henni, að hún skuli ekki verða hrædd um mig, þótt hún heyri að hinir þingmennirnir úr firð- inum komi heim en ég ekki með. Séra Benedikt á HólUm sárbiður mig að finna sig ,þegar ég fari norður hjá og tefur það mig víst um eina tvo eða þrjá daga, ef ég skyldi gera það. Á sunnudaginn var reið ég suður í Hafnarfjörð og Flensborg, Bessastaði og Garða og var það góð skemmtun þann daginn. Ég hefi nú ekkert meira að masa, en bið ástúðlegast að heilsa öllu fólkinu, helzt og einkum móður þinni, og fel ykkur svo öll forsjón guðs um tíma og eilífð. J. Jónsson. Erlendis hafa leikarar sína eigin blaðafulltrúa, sem sjá um að koma hrósi um þá á prent. Einn af þessum leikurum sagði vini sínum svo frá: — Ég hef komizt að raun um að blaðafulltrúi minn er mesti stórlygari undir sólinni. — Hvers vegna losarðu þig þá ekki við hann? spurði vinurinn. — Losa mig við hann? Ertu vitlaus. Ég verð áð'hækka kaup hans. Gunnar Dal: „Villur Sókratesar“ ÞEGAR réttvísi Aþenu árið 399 f. Kr. dæmdi öldunginn Sókrates til að tæma eiturbikar afbrota- mannsins, var ástæðan ekki sú, að Sókrates gegndi ekki borgaraleg- um skyldum. — Sókrates var lög- hlýðinn borgari og Aþeningur í húð og hár. Þegar Aþena barðist sat Sókrates ekki heima. Jafnvel verstu óvinir hans fara viðurkenn- ingarorðum um hreysti hans og hugrekki. Sókrates barðist við Samos, við Dalium, við Potidda og víðar. í viðureigninni við Potidda barg Sókrates lífi Alkibiadess hins fræga gríska stjórnmálamanns. — Síðan var Alkibiadesi, sakir tign- arstöðu sinnar veitt heiðurslaun fyrir hugrekki. — Ekki fótgöngu- liðanum Sókratesi. Ekki var hann dæmdur til dauða fyrir fjárplógsstarfsemi. Sókrates hafði það að lífsstarfi að kenna mönnum heimspeki en hann tók aldrei eyrisvirði fyrir fræðslu sína, sem þó var siður á hans tíð (Sófist- arnir). Sókrates var því jafnan snauður af veraldlegum auði. Árið um kring gekk hann í sömu snjáðu flíkunum og aldrei eignaðist hann skyrtu eða skó. Ekki var Sókrates sakaður um venjulega glæpi. Hann bar virðingu fyrir lögum Aþenu og lifði hinu grandvarasta lífi, án þess þó að gerast gleðisnauður meinlæta- maður. Ástæðan fyrir lífláti Sókratesar er tæplega sigur lýðræðisflokksins í byltingunni 399. Þó Sókrates ætti vini, sem stóðu framarlega í hinum sigraða höfðingjaflokki (t. d. Kríti- as og Alkibiades) og þó hann skop- aðist stundum að stjórnarfari Aþenu, var hann þó eindreginn málsvari lýðræðis. Líf Sókratesar var í jafn mikilli hættu undir stjórn hvors flokksins sem var. Árið 406—405 f. K. var hann með- limur 500 manna ráðsins þar sem hann reyndi jafnan að bera klæði á vopnin. Þegar sigurvegararnir úr stríðinu við Arginusæ voru dregnir fyrir dóm, var Sókrates einn á móti dómnum yfir hershöfðingjunum. Undir ógnarstjórn hinna 30 harð- stjóra hafði hin ákveðna neitun Sókratesar til að samþykkja hand- töku Leons næstum kostað hann, lífið. Það má teljast víst að Sókra- tesi hefði verið stefnt þótt ekki hefði til neinnar byltingar komið. Þegar við þetta bætist að Lýðræð- issinnar höfðu skömmu eftir valda- töku sína lýst yfir úppgjöf póli- tískra saka, en ákærðu samt Sókra- tes, er augljóst að dómurinn yfir Sókratesi var annað og meira en venjulegur dómur yfir pólitískum andstæðingi, eins og sumir sagn- fræðingar hafa þó haldið fram. —★— Hin raunverulega ástæða fyrir lífláti Sókratesar, var sú, að hann hafði gerzt sekur um þá alvarleg- ustu „yfirsjón“ sem hægt er að gera í mannlegu samfélagi. — Hann bætti alin við þá mælistiku, sem lögð er á persónulega stærð manna. Sú „yfirsjón“ kostar þá fáu menn sem hana geta framið oftast lífið. Af sömu orsökum var Kristur krossfestur og Bruno brenndur t. d. — Skýringin er einföld: Flestum mönnum er það sameiginlegt að vilja teljast sæmilega góðír og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.