Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
125
greindir menn. Nú sýnir reynslan
okkur að hinn sjálfsagði mæli-
kvarði á mannkosti er meðalmaður
samfélagsins. Mælikvarðinn á
manngildið er gerður á þann hátt
að við merkjum t. d. tölustafinn 1
við hinn óþroskaðasta mann sam-
félagsins og 100 við þann gáfaðasta
og bezta. Allur þorri manna er ein-
hverssstaðar þar á milli, flestir
sennilega um 50. Af þessum or-
sökum líta menn ósjálfrátt með
vissri velþóknun á þrjótinn og
kjánann, því slíkir menn láta aðra
sýnast betri og vitrari. Komi aftur
á móti fram á sjónarsviðið maður,
sem ber af öllu því sem samfélag-
ið hefur áður þekkt, hækkar sá
maður sjálfan mælikvarðann
þannig að gáfur og aðrir mannkost-
ir allra hinna lækka á kvarðanum
í samræmi við þessa hækkun. Af-
burðamaðurinn verður þannig til
þess að sá sem áður var t. d. 50
verður nú aðeins 49, þ. e. a. s. fyrir
neðan meðallag! Vilji menn vinna
sig upp í sitt fyrra sæti verða þeir
að bæta sig og taka andlegum
framförum. Slíkt kostar áreynslu,
sem menn eru ekki alltaf reiðu-
búnir til að leggja á sig. Þess
vegna hrópa menn á öllum tím-
um, þegar um eitthvað líkt þessu
er að ræða: — „Heldur Barrabas“!
Og afburðamaðurinn fer þá oft á
bálköstinn eða krossinn eða þá að
honum er réttur eiturbikarinn.
Þetta að vera betri maður og vitr-
ari en aðrir Aþeningar, fyrir hans
dag, var hin fyrri „villa“ Sókra-
tesar. — Hin síðari var að halda
að þekking væri dyggð og dyggð-
in þekking.
Á vissan hátt var Sókrates efa-
semdamaður. Hann hélt eins og
Protagoras að manninum væri
ekki unnt að þekkja veröldina
réttilega. Hann áleit það mönnum
tilgangslaust að vera að grufla út
í innsta eðh tilverunnar, um upp-
haf hennar og endi. Hvaða þýð-
ingu hefur slíkt fyrir manninn?
Eitt var þó sem Sókrates trúði að
hægt væri að þekkja: — sjálfan
sig. Og þar skilur með honum og
öðrum Sófistum. Þeir höfðu ekki
trú á að til væri neinn algildur
sannleikur, né algild siðferðilögmál
sem væru veruleiki í sál hvers
manns. Engir tveir menn eru eins,
sögðu þeir, og sannindi og siðferði-
lögmál eru jafn breytileg og menn-
irnir eru margir.
Þannig lítur það út á yfirborð-
inu, viðurkenndi Sókrates — en ef
við skyggnumst dýpra sjáum við
þá ekki manninn innst inni í eðli
allra manna? Sjáum við ekki að
baki þessara m'argbreytilegu sann-
leiksbrota yfirborðsins hinn djúpa
sannleika lífsins, sem birtist í ó-
haggandi lögmálum veraldarinnar
og í samvizku mannkynsins? Og
sjáum við ekki að baki allra þess-
ara hvata og tilfinninga djúpstæða
eiginleika, sem eru innsta eðli
allra manna, eiginleika eins og
góðvild, fegurð, réttlæti og sann-
leika. Allt þetta er í djúpi manns-
ins þó það kunni að vera honum
og öðrum hulið. Þess vegna biður
Sókrates menn að þekkja sjálfa
sig. Hlutverk alls uppeldis hlýtur
að vera það að vekja hið innra
eðli mannsins og laða þessa eig-
inleika fram.
Kjarninn í heimspeki Sókratesar
verður þessvegna sá að fá menn
til að þekkja sjálfan sig, því þeim
mun meiri, sem sú þekking er, þeim
mun betri mun breytni mannsins
verða. Maðurinn er í eðli sínu góð-
ur — hinu innsta og sanna eðli
sínu. Hið illa í fari manna er sprott-
ið af því að þeir þekkja ekki þetta
eðli sitt og lífsins í kring um sig.
M. ö. o. yfirsjónin og röng breytni
stafa af vanþekkingu. Þess vegna
segir Sókrates að þekkingin sé
dyggð og dyggðin þekking.
—★—
Þessa kenningu Sókratesar um
að hið illa væri vanþekking og
yrði sigrað með þekkingu hafa
margir greindir menn kallað aug-
ljósa vanþekkingu á mannlegu
eðli. Aðrir láta sér nægja að tala
um bjartsýni Sókratesar á mann-
lega náttúru, en þeir meina þó
hið sama, — að þessi kenning sé
villa. Þekkjum við ekki öll mý-
mörg dæmi þess, að menn, sem afl-
að hafa sér mikillar þekkingar og
eru sagðir gáfaðir, breyta engu bet-
ur en hinir „fáfróðu“? — Þekkjum
við ekki lækna, sem vita gjörla um
hin skaðlegu áhrif áfengis t. d., en
gerast þó ofdrykkjumenn? Þekkj-
um við ekki lögfræðinga, sem afla
sér tekna með því að brjóta lög og
rétt? Og þekkjum við ekki presta
og spekinga sem hrasa auðveldlega
á vegi siðferðisins? Er nú ekki aug-
ljóst að hér hafi gamla manninum
orðið á í messunni? Er yfirleitt
nokkuð samband milli þekkingar
og breytni? Lítum í kringum okk-
ur og við munum finna gnótt „fá-
fróðra“ manna, sem breyta betur,
en margir þeir sem þekkingu hafa.
Þessi skoðun Sókratesar að
dyggðin sé þekking virðist svo aug-
ljóslega röng, að það vekur hjá
okkur grunsemdir: — Hvernig
stendur á því, að sá, er véfréttin í
Delfi kallaði vitrastan allra manna
skyldi ekki sjá þetta sem við sjáum
svo ljóslega, þetta að þó andinn sé
reiðubúinn þá er holdið veikt?
Hvernig þorði Sókrates sem átti
í látlausum orðasennum við hina
frægustu menn sjálírar Aþenu-
borgar á blómaskeiði hellenskrar
menningar að bera fram svo auð-
hrakta skoðun. Hvers vegna gerir
sjálfur Aristoteles, sem gagnrýnir
svo skarplega alla hellenska heim-
speki fyrir sinn dag, enga athuga-
semd við þessa skoðun? Sumum
dettur nú e. t. v. í hug að manns-
andinn hafi þroskazt það mikið síð-
astliðin 2300 ár að það sem við
sjaum svo ljoslega í dag hafi verið