Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Blaðsíða 10
126
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þessum heimspekingum óskiljan-
legt. En bíðum við, e. t. v. er skyn-
samlegt að vanmeta ekki um of
getu hinna fornu spekinga til rök-
réttrar hugsunar!
—★—
Sókrates segir að hið illa í mann-
inum sé sprottið af vanþekkingu
og að þeim mun meiri, sem þekk-
ing mannsins sé þeim mun betri
mun breytni hans verða. — En
hvað er þetta sem Sókrates kall-
ar þekkingu — og hvað er það
sem við köllum þekkingu?
hoVlrfn ci ól-£ov> cf** Or Vi'3T,r\1T1T1
tes 'r. En hvernig
er hægt að öðlast slíka þekkingu?
Margur kann að halda að þekk-
ingu sé að finna á bókum og ræð-
um viturra manna. Á þann hátt er
að vísu hægt að læra boðorð um
að menn eigi t. d. ekki að stela, að
menn eigi að elska náunga sinn,
og að rangt sé að valda þjáningu.
En allt, sem þannig er lært úr
bókum eða af viðræðum þarf ekki
að vera annað en minni. Okkar
kynslóð kann að halda að þetta
minni sé sama og sönn þekking
— siálfsbekking. En Sókrates og
~”cr’T' '■í'Hr fornir heimsneking-
ar álitu að þessi skoðun væri of
grunnfær til að ræða hana. Það
mun ástæðan fyrir þögn Aristotel-
esar. Sókrates hélt að sjálfsþekk-
ing væri annað og meira en safn-
haugur minnisins. í hans augum
þýddi hún það, að hið innra eðli
mannsins vaknaði og yxi fram sem
veruleiki í lífi hans og breytni. Ef
því einhver breytir illa á einhverju
sviði, þá er það vegna þess að
samsvarandi eðlisþáttur er for-
myrkvaður og þessa formyrkun
kallar Sókrates fáfræði. Við skul-
um taka dæmi. Prófessor í lögum
hefur lært utan að margar og
þykkar bækur um hvað sé rétt-
læti. Réttlæti, segir Sókrates, er
einn af eðlisþáttum manna. Gerum
nú ráð fyrir að einmitt þessi eðlis-
þáttur lagaprófessorsins sé for-
myrkvaður. Hefur þessi maður þá
til að bera þekkingu á réttlætinu?
Já, segja þeir sem halda að þekk-
ing sé sama og minni. Nei, segir
Sókrates. Þessi maður mundi vera
fáfróður um réttlæti. Vegna þess
að þessi eðlisþáttur hans er for-
myrkvaður getur öll hin mikla
bókstafsþekking hans ekki komið
í veg fyrir tilhneigingu hans til
að vera ranglátur ef hann hefur
einhvern hagnaðaf aðvíkjafráréttu
máli. Ef þessi prófessor hefur sanna
bpkkínpn á réttlæti. bá er bað
vegna þess að þessi eðlisþáttur hef-
ur vaxið fram í lífi hans og starfi.
Og ef svo er, þá .getur hann ekki
hallað réttu máli, vegna þess að
réttlætið er eðli hans. Þess vegna
er hin sanna þekking hans dyggð
og dyggðin þekking. — Prófessor í
guðfræði hefur lesið og lært allar
ritningagreinar kristindómsins um
góðvild og mannkærleika. Góðvild,
segir Sókrates, er einn af eðlisþátt-
um manna. Hugsanlegt væri þrátt
fyrir allt að einmitt þessi eðlisþátt-
ur prófessorsins sé formyrkvaður.
Hefur þessi maður þá til að bera
þekkingu á mannkærleikanum?
Já, segja þeir, sem halda að þekk-
ing sé minni. Nei, segir Sókrates.
Þessi maður mundi vera fáfróður
um mannkærleika. Vegna þess að
þessi eðlisþáttur hans er formyrkv-
aður getur öll hin mikla bókstafs-
þekking hans ekki komið í veg fyr-
ir tilhneigingu hans til að vera
drambsamur, viðskotaillur eða
sérgóður. Ef þessi guðfræðiprófess-
or hefur aftur á móti sanna þekk-
ingu á kærleikanum, þá er það
vegna þess að þessi eðlisþáttur
hans hefur vaxið fram í lífi hans
og starfi. Og ef svo er hlýtur allt
dramb og öll síngirni að víkja,
vegna þess að góðvildin er eðli
hans. Þess vegna er hin sanna
þekking hans dyggð og dyggðin
þekking.
Listskýrandi hefur lært utan að
margar og þykkar bækur um sögu,
þróun og tækni listarinnar. Feg-
urðin, segir Sókrates, er einn eðlis-
þáttur manna. Gerum nú ráð fyr-
ir að einmitt þessi eðlisþáttur list-
fræðingsins sé formyrkvaður. Hef-
ur þá þessi maður til að bera þekk-
ingu á fegurð listarinnar? Já, segja
þeir sem halda að þekking sé minni.
Sókrates aftur á móti taldi hann
fáfróðan um fegurð. Vegna þess að
þessi eðlisþáttur hans er formyrkv-
aður getur öll hin mikla bókstafs-
þekkiní? hans ekki komið í veg fyr-
ir þá tilhneigingu hans að benda
mönnum á fegurð í vanskapnaðin-
um og vanskapnað í fegurðinni. Ef
þessi listskýrandi hefur aftur á
móti sanna þekkingu á fegurð, þá
er það vegna þess að þessi eðlis-
þáttur hefur vaxið fram í vitund
hans, í lífi hans og starfi. Og ef
svo er þá getur hann ekki séð feg-
urð í vanskapnaðnum og van-
skapnað í fegurðinni, vegna þess
að fegurðin er þá eðli hans. Þess
vegna er hin sanna þekking dyggð
og dyggðin þekking.
—★—
Þetta voru aðeins dæmi tekin til
skýringar og ef við nú sjáum fleiri
slík dæmi í kring um okkur, menn
sem við teljum gáfaða og marg-
fróða, en breyta samt illa, þá er
það vegna þess að þekking þeirra
er ekki sönn þekking. Hún er að-
eins safnhaugur minnisins, sem á
sínum tíma kann að eyðast og
hverfa og skilur þá manninn eftir
eins og hann raunverulega var: fá-
fróðan og án sjálfsþekkingar.
Sókrates hélt því fram að hægt
væri að kenna dyggðina. En hún
verður ekki kennd með því einu að
auka safnhrúgur minnisins, heldur
með því að hjálpa nemandanum til
að vekja sitt innra eðli: góðvildina,
fegurðina, sannleikann og rétt-
lætið.
Slík var kenning Sókratesar,