Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
fr 129
og vistlegra. Það getur líka verið
að það eyði hinum illa þef, sem
fljótlega kemur í arnarhreiður eftir
að ungarnir eru skriðnir úr eggi.
Svo fór hún að skyggnast um,
upp í loftið og niður í gljúfrin.
Hún var að gá að bónda sínum, sem
var væntanlegur heim með veiði.
Og þarna kom hann „og dró arn-
súg í flugnum“. Hann settist við
hliðina á konu sinni, og þarna náði
ég myndum af þeim báðum og
hreiðrinu með unganum, hvítum
og kafloðnum. Bóndi hafði komið
færandi hendi, var með kanínu í
klónum. Hann er talsvert minni en
kvenfuglinn, augun heldur ljósari,
en engu síður frán og hvöss. Hann
gaf skýlinu illt auga og flaug svo
burt, en húsfreya tók að gera til
kanínuna. Unginn vaknaði nú og
skrækti og hún fór að bita kjötið
ofan í hann eins og áður, með sömu
nákvæmni og umhyggju, sem unun
er að horfa á. Þegar unginn hafði
fengið nægju sína, hámaði móðirin
í sig allt innvolsið úr kanínunni og
það sem af gekk. Eftir það stóð hún
grafkyrr á hreiðrinu í hálfa klukku
-stund til þess að láta matinn sjatna
í sér.
- íW -
Ég frétti af öðru hreiðri, sem
betra var að komast að en þessu,
því að þar mátti fara eftir sprungu
ofan frá brún niður í það. Ernir
höfðu orpið þarna árið áður, en þá
var steypt undan þeim. Nú höfðu
þeir aftur orpið á sama stað, en það
var farið hljótt með það, svo að
ekki yrði steypt undan þeim aftur.
Skógarvörðurinn, sem Neil heitir,
fylgdi mér þangað. Klettarnir, sem
hreiðrið er í, eru um 200 fet á hæð.
Þegar við komum upp að þeim
benti Neil mér á ræfla af tveimur
kindum, sem þar lágu, og sagði mér
þessa sögu:
„Fyrir eitthvað mánuði sat ég á
hlíðinni þarna fyrir handan og tók
þa eftix þvx, að eitthvað óvenjulegt
var að gerast í arnarhreiðrinu. Ég
greip sjónauka minn og sá þá ein-
kennilega sjón. Kind, sem hafði
verið á beit uppi á fjallbrúninni,
hafði tekið upp á því að klöngrast
niður bergskoruna, sem liggur að
hreiðrinu. Hafði hún svo komið
eins og af hendi send niður í hreiðr-
ið, þar sem assa lá á eggjum sínum.
Assa rauk upp og lamdi kindina
með vængjunum, en hún hörfaði
undan fram á brúnina. Henni var
ekki undankomu auðið. Fyrir fram-
an var gínandi bergið og assa var
á milli hennar og skorunnar. Þessu
lauk með því að kindin fór of tæpt
og hrapaði fram af, en áður hafði
hún stigið ofan á annað eggið og
brotið það. Fáum dögum seinna
fann ég svo hinn kindarræfilinn
hér. Sú kind hefur líka farið n>ður
skoruna og hrapað fram af“.
Við fórum upp á fjallið og klöngr
uðumst niður skoruna. Þar lá ung-
inn í hreiðrinu, stór og brattur. Ég
fór að svipast um hvar ég gaeti
komið mér fyrir með myndavél, en
það var ekki um neinn annan stað
að ræða en bjargbrúnina, þar sem
kindurnar höfðu verið hraktar
fram af. Mér leizt satt að segja
ekki á að vera þar, ef assa skyldi
koma, en tók þó myndir af ungan-
um og lét Neil halda vörð á meðan.
Ernir verpa venjulega tveimur
eggjum, en það er sjaldgæft að þeir
komi nema öðrum unganum upp.
Ef ungarnir eru karlkyns og kven-
kyns, þá vex kvenfuglinn miklu
hraðar og er aðsúgsmeiri, og þegar
hann stálpast ræðst hann á bróður
sinn og gengur af honum dauðum,
því að hann hefur ekki dug til að
verja sig. Stundum etur breddan
bróður sinn. Afleiðingin af þessu
er sú, að kvenfuglar eru fleiri en
karlfuglar. Nú er það vitað að arna-
hjón halda ævinlegri tryggð hvort
við annað, og ekkert nema dauðinn
getur aðskilið þau. En fari nú svo,
að assan sé drepin um varptímann,
þa nær ornma ser fljott í aðra konu