Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Page 22
138 *
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
fæðu, takmarkaðri vökvaneyzlu og,
ef allt þetta brygðist, þá að nema
burt tárakirtlana með skurðað-
gerð.
TILFINNINGARNAR
RÁÐA
Við skulum ganga út frá því að
tilfinningarnar séu hið ráðandi afl
og kirtlarnir séu þjónar þeirra en
ekki öfugt. „Við getum hlegið og
skolfið," skrifaði Canon prófessor
við Harward háskóla, „en kulda-
hlátur skapar enga hamingju, upp-
gerðargrátur gerir engan mann
hryggan og kuldaskjálfti veldur
hvorki reiði né ótta. Wittkower er
ágæt heimild. Hann dáleiddi sjúkl-
ing og í dáleiðslunni vakti hann
hjá honum gleði, sorg, kvíða og
gremju. Gallvökvi sjúklingsins var
tekinn og látinn í tilraunaglös og
það kom í ljós, að gleði og sorg
og kvíði uku gallrennslið en gremj-
an dró úr því. Og — það sem ekki
síður styður okkar málstað, er það
að s\ >. breytingin breytti sam-
set" gallsins.
Vit c " ga getur skammtur af
eitri eða kirtilvökva haft áhrif á
hegðunina. Það þarf ekki annað en
minnast á áfengið og verkanir þess.
Og ýmsar þær ytri aðstæður geta
verið fyrir hendi, sem sjúklingur-
inn hefur engin áhrif á. Þær verka
óeðlilega á kirtlastarfsemina og
hún veldur breytingu á skapgerð-
inni. Ef svo er, þarf sá sem fyrir
því verður oft sérstaka læknismeð-
ferð. Til eru siðferðilegar veilur,
sem orsakast af líkamlegum sjúk-
dómum. En af því má ekki draga
það, að normal maður sé algjör-
lega háður kirtlastarfseminni í lík-
ama sínum. Hann er frjáls gerða
sinna innan vissra takamrka. Til-
finningar hans ráða kirtlastarf-
semi hans en ekki öfugt og trú hans
er það sem mest mótar tilíinning-
ar hans. Kristindómurinn leysir úr
læðingi kærleika, hugrekki og
traust þar sem áður var e. t. v.
hatur, afbrýði, hlédrægni, ótti og
áhyggjur. Sannur kristindómur er
fagnaðarerindi og hver og einn ætti
að hafa það í huga að fleira fólk er
veikt af því að það er óhamingju-
samt heldur en það sem er óham-
ingjusamt af því að það er veikt.
GETA FYSISKAR
LÆKNISAÐGERÐIR BREYTT
SKAPGERÐ MANNSINS?
Nú kem ég að því hvort líkam-
legar læknisaðgerðir, t. d. á heila,
geti breytt skapgerð mannsins og
sannað þá fullyrðingu efnishyggju-
mannanna að efnið sé alls ráðandi
og andinn háður því.
Hvað er það sem skeður þegar
raflost er notað til lækninga? Við
skulum gera okkur mynd af því án
þess þó að geta fullyrt hvort sú
mynd sé rétt. Við getum hugsað
okkur að fyrir raflostið fari hugs-
anastraumarnir eftir vissum braut-
um í hinum smæstu eindum heil-
ans. Rafstraumurinn raðar efnis-
eindum heilans á ný, þannig að
hugsanastraumarnir fara nú eftir
öðrum leiðum, sneiða hjá öllum
stöðum þunglyndis og örvinglun-
ar. — En svo framarlega sem hinni
upprunalegu (andlegu) orsök hefur
ekki verið eytt, mun fljótlega
sækja í sama horfið þrátt fyrir raf-
lostið. Sé það aftur á móti gert,
getur „shockið“ komið að fullu
gagni.
Til að skýra þetta má taka mann,
sem á leið sinni heim fer fram hjá
tjörn, sem er við veginn. Setjum
nú svo, að einhvern tíma á örvænt-
ingarskeiði ævinnar hafi hann ætl-
að að kasta sér í vatnið. í hvert
sinn, sem hann á leið fram hjá
tjörninni vaknar minningin um
þetta atvik í huga hans og vekur
þetta áform á ný. Þessi maður
mundi haga sér skynsamlega með
því að velja aðra leið, þar sem
tjórnin væri ekki á vegi hans. Með
raflostinu er gömlum sálarlegum
áhrifum þannig beint úr sínum
gamla farvegi, sem minna á fyrri
hryggð og þunglyndi og þau þving-
uð til að nota aðrar leiðir, þær
sem liggja fjarri angri og sorg. Og
þá hverfur það af sjálfu sér.
ÁHRIFIN ATHUGUÐ
Ég hef fylgzt með þessum a"ð-
gerðum (lost-lækningunum) bæði
í Englandi og vestan hafs. Aldrei
hef ég vitað þær verða til miska,
en persónulega þekki ég marga,
sem fengið hafa varanlega bót. En
þetta gerir ekki efnið að „yfir-
manni“ andans neitt frekar en eðli
manns breytist við það að flytja
úr fátækrahverfi á fallegt sveita-
setur, enda þótt hann yrði sjálfsagt
hrifinn og glaður yfir þeim um-
skiftum. Það sem með þessu er
gert, er ekki annað en það að and-
anum, sálinni, eru boðin betri skil-
yrði þar sem hann getur notið sín
betur og sýnt sitt rétta eðli. Þeir,
sem hafa fylgzt með þeim sjúk-
lingum sem gengið hafa undir upp-
skurð þar sem framheilinn eða
hlutar hans hafa verið teknir úr
sambandi, hafa tekið eftir breyt-
ingum á venjum þeirra og geðs-
lagi þeirra. Hér er vandamál, sem
við verðum að taka afstöðu til. —
Þessi sjúklingur var svona og
svona, en eftir uppskurðinn er
hann orðinn öðru vísi. Hann er
ekki eins eigingjarn og áður, hann
segir það sem honum býr í brjósti
án þess að taka tillit til annarra,
o. s. frv. Með öðrum orðum per-
sónuleikanum er hægt að breyta
með vissum aðgerðum á heilanum.
Það liggur við að sumir materíal-
istarnir þykist geta sannað það,
að það fari aðeins eftir þeirri til-
viljun hvernig heilasellunum er
raðað niður hvort maðurinn er
syndari eða dýrðlingur. En þessi
röksemdafærsla þeirra er bæði
róng og veikbyggð. Við skuluxn