Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Side 23
139
hafa í huga, að sálin, hið óefnis-
kennda sjálf, sem býr í líkaman-
um þarfnast hans til þess að lifa
í efnisheiminum. Tökum dæmi: Ég
get ekki séð án augna, og á sama
hátt get ég ekki án vissra hluta
heilans látið í ljós vissar tilfinning-
ar enda þótt sjálf mitt óski að gefa
þær til kynna, alveg á sama hátt
og blindur maður óskar gjarna að
vera sjáandi. Maður sem verður
blindur af slysi breytist ekki í eðli
sínu í mann sem aldrei langar fram
-ar til að sjá fjöll og blóm o. s. frv.
— hann hefur bara engin tæki til
þess að sjá þau með.
Við skulum ímynda ökkur mann,
sem er blindur og dumbur og dauf-
ur. En hann er samt góður fiðlu-
leikari. Við skulum hugsa okkur
að hann geti sparkað með fótunum
og leikið á fiðluna með höndum,
og með ágætum hljóðfæraleik
vinnur hann hvers manns hjarta.
Setjum svo að einhver taki fiðluna
hans og brjóti hana og hann hafi
engin tök á að fá sér aðra. Nú get-
ur hann bara sparkað og barið
með boganum út í loftið. En er eðli
hans breytt? Nei, vissulega ekki.
Hann langar að spila á hljóðfærið,
sem hann lék áður á; nú er það
ónýtt og honum gagnslaust. Áður-
nefndur heilaskurður gerir óvirka
vissa hluta heilans, sem notaðir eru
til að láta í ljós vissar tilfinningar,
en með þessu er vitanlega ekki sagt
að persónuleikinn hafi sjálfur
breytzt. Þetta segir okkur aðeins
það, að meðan hann á heima í
þessum líkama sé hann rændur því
tæki, sem hann áður notaði til þess
að láta í ljós vissar tilfinningar.
Allir vitnisburðir materíalistanna
um það, að efnið sé ráðandi yfir
andanum virðast mér einkis virði,
þegar maður fer að athuga þá nán-
ar.. Satt >að segja væri það næsta
skrítið ef náttúran stritast víð.'að
skapa hið dásamlegasta fyrirbrigði,
öllu æðra — huga mannsins, og
\
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
setti hann þvínæst algjörlega á
vald hins grófa efnis — seldi hið
æðra undir vald hins lægra. Guð
einn veit með hve miklum þunga
líkamleg veikindi geta lagzt á oss
— og hversu alvarlega eru ekki
sum af okkur leikin af erfiðum
skapsmunum. — En einhverntíma
kemur að því að lausnin fæst, ann-
aðhvort hérna megin grafar eða
handan hennar. í hjarta okkar vit-
um við, að sálin ræður yfir líkam-
anum og að Guð í drottni Jesú
Kristi er tryggingin fyrir endur-
lausn okkar — að Guði verður ekki
fullnægt fyrr en við erum orðin
það, sem hann getur gert okkur
og hann mun ekki vænta annars
eða meira af okkur heldur en lík-
ami og sál okkar eru fær um að
uppfylla og að sá sem byrjaði í
okkur góða verkið mun fullkomna
það til dags Jesú Krists.
(Séra Gísli Brynjólfsson þýddi).
Blaðaleysi
STARFSMENN sex stórblaða í New
York gerðu verkfall í nóvembermán-
uði, og kom þá fyrst í ljós hve illa fer,
ef blöð geta ekki komið út. Þessi blöð
höfðu haft 5 milljónir kaupanda, og
fyrstu viðbrigðin voru að missa auglýs-
ingarnar. Atvinnulausir menn vissu nú
ekki hvert þeir áttu að snúa sér, því að
nú gátu þeir ekki séð hvar vinna var í
boði, og vinnuveitendur gátu ekki feng-
ið starfsfólk. Jólaaðsókn var byrjuð að
leikhúsunum, en nú tók fyrir hana,
þegar auglýsingarnar voru ekki. Eins
var jólaösin nýbyrjuð í hinum stóru
verslunum, og nú tók fyrir hana á sama
hátt, svo að kaupmenn biðu stórtjón.
Járnbrautirnar urðu af sínum daglega
blaðaflutningi, og blaðsalar misstu at-
vinnu sína þúsundum saman um allt
land. En öldur verkfallsins náðu lengra
heldur en til Bandaríkjanna, þær náðu
norður í frumskóga Kanada og til
Fmniands, þar sem timbur er feilt og
selt til pappírs framleiðslu. Skipafélög
misstu spón úr askinum sínum þegar
tók fyrir flutning á pappír, og pappírs-
verksmiðjurnar voru í öngum sínum.
Og blaðalesendur voru að ganga af
göflunum. Þeir fundu nú fyrst hvað
þeir höfðu átt, og útvarpið gat alls ekki
bætt þeim það upp.
Þegar verkfallinu lauk laust fyrir
miðjan desember, höfðu blöðin misst
auglýsingar fyrir 10 milljónir dollara.
Þau ætluðu að vinna það upp að nokkru
leyti þegar fyrsta sunnudaginn. — Þá
voru gefin út stærri blöð en nokkru
sinni áður. New York Times átti þá
metið. Það kom út í 1.300.000 eintökum
og hvert blað vóg 5 pund. Þetta eina
blað eyddi 3297 tonnum af pappír, eða
sem svarar hávöxnum skógi á 396 ekr-
um lands.
Imhverfis [ördin«i
SKÁLDSAGA Jules Verne „Umhverfis
jörðina á 80 dögum“ vakti mikla at-
hygli þegar hún kom út, og hefur víst
flestum fundizt að það væri ekki annað
en öfgar og skáldagrillur, að hægt væri
að ferðast umhverfis jörðina á svo
skömmum tíma. Það kom því mörgum
á óvart er Nellie Bly ferðaðist um-
hverfis hnöttinn árið 1889 á skemmri
tíma heldur en söguhetja Vernes, eða á
72 dögum.
Nú þykir þetta ekki mikið, enda hafa
allar samgöngur gjörbreytzt með til-
komu flugvélanna. Nú geta menn kom-
izt umhverfis hnöttinn á nokkrum dög-
um, með því að sæta venjulegum áætl-
unarferðum flugvélanna. Metið í þessu
efni setti Pamela Martin í desember s.l.,
fór umhverfis hnöttinn á 94 klukku-
stundum 59 mínútum, og tafðist þó í
ýmsum stöðum þegar skifta þurfti um
flugvél.
Með rákettuflugvélum verður hægt
að fljúga umhverfis hnöttinn á miklu
skemmri tíma, þegar þær eru orðnar
svo fullkomnar að þær geta haldizt á
lofti tímunum saman. Nýasta rákettu-
flugvél Bell Aircraft Co., sem nefnd er
X-IA, hefur náð hraða er svara mundi
til 2560 km á klukkustund, og ef slík
vél hefði nægilegt eldsneyti, mundi hún
geta flcgið umhverfis jörðina við mrð-
jarðarlínu á 15 kiukkustundum.