Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Blaðsíða 24
140
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
DÚFUNUM GEFIÐ — Það má með sanni segja að miklar breytingar hafa
orðið til batnaðar hér í höfuðborg landsins á þessari öld, velmegun aukist og
þrifnaður og húsakynni stórum batnað. En nú eru þó komnar ýmsar plágur,
sem ekki þekktust áður. Hingað hafa borizt aliskonar skordýr, sem valda hin-
um mestu spjöllum á gróðri. Þeim verður varla útrýmt, aðeins hægt að
draga úr skaðsemi þeirra. En svo eru hér aðrar plágur, sem hægt væri að út-
rýma. Það er villikattaplágan og villidúfnaplágan. Útrýming villikattanna gæti
að nokkru leyti hjálpað til að draga úr skordýrapiágunni, því að um leið og
þeir hverfa mundi fjölga mjög smáfuglum í görðum, en þeir eru öllum dug-
legri að fækka skorkvikindum. Væri það og góð skifti að losna við kettina,
en fá syngjandi smáfugia í staðinn. Sumum finnst dúfurnar aðeins vera til
skemmtunar, og svo mun litlu stúlkunni hér á myndinni finnast. En þær
valda sóðaskap hvar sem þær fara, skemma talsvert og eru engum að gagni.
Og þrátt fyrir að ýmsir góðir menn leitast við að afstýra því að þær falli úr
hor og hungri, þá eiga villidúfurnar illa æfi á vetrum og það væri miskunn-
arverk að eyða þeim.
SÆMUNDAREDDA
Skinnbókin forna af Sæmundareddu,
er Brvnjóifur biskup Sveinsson sendi
konungi með Þormóði Torfasvni 1662
(Konungsbók), er nú talin dýrmætust
allra handrita í öllum bókmenntum
Norðurlanda. Bók þessi virðist vera úr
hinu forna bókasafni klaustursins í
Þykkvabæ í Veri. Bryniólfur biskup
hefir kunnað að meta það réttileear
en samtíðarmenn hans. eins og sést
á þessum kafla úr bréfi hans til Þor-
móðar 1663: — Um exemplar Eddu,
sem þér frá mér út höfðuð í fyrra'til
maiesteten, er yður það að skrifa, að
þó til hans maiestet hafi borizt annað
exemplar fegra og ásiálegra, þá eru
þau tuttugu þó ekki verð við eitt það
gamla exemplar, hvert þér úf höfðuð,
því að bað hefur autoritet antiquitatis
(forngildi) og er rétt stafað og skrifað.
Meina ég það alleina eitt til vera í
heiminum af þeim gömlu exemplari-
bús. Hin öll eru eftir því skrifuð, sem
til eru, og líka þetta fagra hvers þér
getið. Það lét ég Jón heitinn í Oddgeirs-
hólum skrifa. En öll eru þau miklu
rengri og óréttari en það gamla, og
komast ekki í kvist við það. Það vildi
ég maisteten fengi að vita, svo því
gamla sé ekki í burtu kastað. því aldrei
fæst annað aftur rétt, þá það er burt.
MÝ V ATN S SILUNGUR
Árin 1913—14 gerði dr. Bjarni Sæ-
mundsson ýmsár athuganir á fiski i
Mývatni, bæði bleikju og urriða, og
komst að þeirri merkilegu niðurs+öðu,
að bleikjan er miklu stærri eftir aldri
heldur en urriðinn, eða með öðrum
orðum bráðþroskaðri en hann. Af
bleikjunum, sem hann athugaði, voru
flestar 4—6 vetra og var þvngd þeirra
500—1245 grömm, en urriðarnir voru
flestir 6 vetra og vógu 385—530 grömm.
GERÐU ÞETTA HÁLFU OFTAR
Ásmundur blindi, sonur séra Ólafs
Guðmundssonar sálmaskálds á Sauða-
nesi, átti Hróðnýu dóttur Eiríks í Bót
og bjuggu þau á Hrafnabjörgum. Þeg-
ar þau voru að draga sig saman (um
1640) var Eiríki föður hennar það
mjög á móti skapi, þvi að hann hafði
ætlað henni prest. En svo fór að Hróð-
ný varð barnshafandi. Einhvern veg-
inn tókst að leyna því fyrir Eiríki þang-
að til hún ól barnið. Þá varð hún að
segja frá faðerninu og hafði Ásmund-
ur fengið henni 4 potta kút af brenni-
víni og sauðarfall hangið til að bliðka
föður sinn. Eiríkur sefaðist, einkum við
að sjá kútinn, og sagði: „Gerðu þetta
bélfu oftar, Hróka mín“. Varð það
síðan að orðtaki.
VERÐLAG UM ALDAMÓT
Sigurður Jónsson segir í „Minning-
um frá Möðruvöllum" frá matarfélagi
skólapilta og að þeir keyptu fé á fæti.
„Messudag einn seint um haustið
(1898) kom maður af næsta bæ til
mín sem bryta og bað mig kaupa af
sér þrevetran sauð, þá nýheimtan. Við
ætluðum að slátra síðasta sláturfénu
næsta dag. Ég færðist undan, sagði,
að við sneiddum hjá að kaupa fé,
sem færi í hámarksverð. En af því
að mér skildist að manninum lægi á
aurum, og hann sótti þetta fast, lét
ég til leiðast. Sauðurinn var þunn-
vaxinn og lítill, en leit þó ekki illa
út, því að hartn var gæruprúður. Hann
gerði 29 punda fall, fór í 12 aura verð
og gerði með gæru, slátri og mör ögn
á sjöundu krónu. Mér hefir oft orðið
hugsað til þess, hver framleiðslu-
reikningur þessa manns 'varð, eftir
fóðurkostnað í þrjá vetur“.