Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Qupperneq 1
ARNI OLA:
4&.
SAGA
AF FRÆKILEGRI VÖRN
ÍSLENZKS
SKIPSTJÓRA
S, É> ák £k £k ák ú ák
ÁRIÐ 1855 kom fram á Alþingi
beiðni frá útgerðarmönnum í
Dunkirk, að Frökkum yrði veitt
leyfi til þess að stofna fiskimanna
nýlendu vestur í Dýrafirði. Sum-
arið eftir kom svo Napoleon prins
hingað með fríðu föruneyti til þess
að vinna að framgangi þessa máls.
En þetta sumar, rúmum hálfum
mánuði áður en skip prinsins sigldi
inn á Reykjavíkurhöfn, gerðist
vestur í Dýrafirði sú saga, er nú
skal sögð, og er hún tekin eftir
dómabók ísafjarðarsýslu.
á^. á^.
Um þessar mundir var gert út
til hákarlaveiða frá ísafirði þilskip,
sem „Phenix“ hét. Skipstjóri á því
var Bjarni Þórlaugarson, fæddur á
Rafnseyri í Arnarfirði og þá 29 ára
gamall. Skipið var að veiðum fyrir
Vesturlandi. Hinn 9. júní hleypti
það undan stormi inn á Dýrafjörð
og lagðist fyrir akkerum á svokall-
aðri Alviðrubót. Voru þar þá fyrir
mörg skip, er einnig höfðu hleypt
undan veðrinu. Meðal þeirra var
„slúppurinn'* ísafjörður frá ísa-
firði. Skipstjóri á honum var dansk
-ur maður frá Kaupmannahöfn,
Jakob Hansen að nafni, en stýri-
maður hans hét Daniel Ólafsson,
27 ára að aldri, ættaður úr Dýra-
firði. Svo voru þarna fimm hol-
lenzk fiskiskip, sem Vestfirðingar
nefndu „hukkortur“. Höfðu þau