Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 185 til, að Guðmundur Sigurðsson skip- stjóri frá Bíldudal skaut manni á land í Alviðruf jöru. Hét hann Hall- dór Eyólfsson og var frá Kotnúpi. Þegar hann gekk upp frá sjónum sá hann mannaíerðina heima við bæinn og þóttist vita að þar mundu engir friðmenn vera. Greip hann þá ár með sér til þess að vera ekki alveg vopnlaus. Gekk hann svo heim á túnið. Komu þá tveir Frakk- ar á móti honum og hljóp annar þegar á hann, greip í brjóst hans með annari hendi og reiddi upp hinn hneíann til að berja hann. En Halldór sló á móti með árinni, og gafst sá franski þá upp og lét hann fara í friði. Gekk Halldór svo heim að bænum og voru þar þá fyrir 17 Frakkar, sumir á húsum uppi, en aðrir að slangra um og virtist hon- um þeir allir ölvaðir. Ekki þorði hann að eiga neitt við þá þar sem hann var einn síns liðs. Fóru þeir þá og að tínast niður að sjó og sá hann að tveir þeirra báru sína vall- arkláruna hvor. Þessar klárur sá- ust seinna úti í skipinu „Sem Val- erfe“, en skipverjar vildu ekki sleppa þeim. Annar baðstofuglugg- inn íannst og brotinn niðri í fjöru seinna. Nú var það tveimur eða þremur dögum eftir bardagann um borð í „Sem Valerfe“, að hollenzki skip- stjórinn Pietre Dan fann sjórekið lík út undir Miðlendislæk, sem er á milli Gerðhamra og Alviðru. Var auðséð á öllu að þetta mundi vera franskur sjpmaður, og mun Pietre Dan hafa grunað hvaðan hann væri. Flutti hann líkið þegar út í „Sem Valerfe“ og bað þá að taka við því. Fyrst í stað vildu þeir ekk- ert við það kannast, sögðu að þessi maður mundi vera af öðru skipi, sem einnig lá á Alviðrubót. En þessu mun þó hafa lokið þannig að Pietre Dan neyddi þá til þess að taka við því. Þottust menn siðan verða varir við að Frakkar færi með líkið til lands, og var ætlan manna að þeir hefði götvað það þar. Nú er að segja frá því, að María Magnúsdóttir, 32 ára gömul smala- stúlka í Alviðru, var send út með sjó til þess að leita kinda er vant- aði. Hafði hún smalahund sinn með sér. Þegar hún var komin út .undir Miðlendislæk, varð henni litið nið- ur í Miðlendisskerið, sem þar er fram undan. Sá hún þá nýlundu nokkra undir skerinu. Var þar komin stór grjóthrúga, er þar átti ekki að vera, og upp úr þessari hrúgu stóð kross um þrjú kvartil að hæð. — Sýndist henni lóðrétta spýtan vera grænmáluð öðrum megin, en þvertréð vera renningur úr tunnubotni. Hún vissi fyrst ekkert hvað þetta mundi vera. En svo tók hundur hennar á rás niður í fjöruna og að grjóthrúgunni og nasaði af ákefð í hana. Þá kom Maríu fyrst til hug- ar, að þarna mundi dauður maður vera urðaður. Greip hana þá svo óstjórnleg hræðsla að hún hljóp heim í spretti. Þetta var seint um kvöld. Svo hrædd var hún að hún þorði ekki að segja frá þessu fyr en komin var nótt. Þótti þá of seint að grennslast um þetta. Um nóttina gerði suðvestan rok með brimróti. En um morguninn fóru þeir bgendur í Alviðru, Guð- mundur og Zakarias út að Mið- lendisskeri. Var þar þá engin grjót- hrúga lengur, því að brimið haíði sundrað henni. En nokkrir steinar voru þar á dreif og hlutu þeir að hafa verið fluttir þangað af mönn- um, því að ekkert grjót er í fjör- unni, heldur aðeins möl. Virtist þeim sem steinarnir mundu hafa verið teknir upp á bakkanum og velt niður, og er þeir aðgættu þetta betur, íundu þeir för á bakkanum, þar sem gteixur hofðu veríð leystir upp. Varð svo ekki meira úr þess- ari rannsóknaríör. £sii Getum var nú leitt að því, að þessi dauði maður mundi hafa hrot -ið fyrir borð á„Sem Valerfe“þegar bardaginn var þar, og hefði hann drukknað. En ekki vildi Bjarni Þórlaugarson við það kannast að nokkur hefði farið fyrir borð í þeirri viðureign. Það fréttist líka eftir Hollendingum, að sár hefði verið á líkinu, eins og maðurinn hefði verið stunginn með knífi, og gat það ekki veri af völdum Bjarna, sem var vopnlaus. En Guðmund bónda Gíslason í Alviðru grunaði að þetta mundi vera lík hins aldr- aða manns, sem skipverjar höfðu sýnt svo mikinn fjandskap, og sennilegt er að hafi verið sami maðurinn sem reyndi að stilla til friðar í bardaganum, en hlaut mis- þyrmingar í staðinn. Guðmundur gerði sér því ferð um borð í „Sem Valeríe“, átti enda erindi þangað, því að hann hafði selt þeim kjöt. Meðan hann tafði um borð svipað- ist hann um eftir þessum manni, en gat hvergi séð hann. Svo var það eitthvað hálfum mánuði seinna, er öll fiskiskipin voru farin af Alviðrubót, snemma dags og í blíðskaparveöri, að franskt skip kemur siglandi inn Dýrafjörð. Þegar það var komið á móts við Miðlendissker, skaut það út báti með sex mönnum, en tók hvorki niður segl né kastaði akkeri. Bátnum var róið upp að skerinu og gengu menn þar á land og var sem þeir væri að leita að einhverju. Fóru þeir síöan leitandi inn með öllum fjörum, allt inn á móts við Alviðru, og þar leituðu þeir meira að segja undir báti, sem var á hvolfi. En öll þessi leit virtist ekki bera neinn árangur. Að lokum helt báturinn út í skipið aftur, en það helt samstundis á stað og sigldi út úr firðinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.