Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Síða 6
186
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Frelsisbarátla í Sovétríkjuflvum
SjcaíarvoÍSur skýrir frá reynsSu sinnf
af rússaieskuni fangabúðum
ESSI SAGA er fyrsta áreiðan-
lega frásögnin um almennan
uppreisnaranda í Sovétríkjunum.
Iiún segir frá verkfalli 250.000
fanga í þrælabúðum norður við
heimskautsbaug — frá verkfalli
ánauðugra manna í landi, þar sem
jafnvel frjálsir verkamenn hafa
engan verkfallsrétt. Hún segir frá
hvernig samdráttur stjórnarand-
stæðinga úr öllum héruðum Rúss-
lands' hefur í nokkrum þessara
fangabúða á síðari árum skapað
þá einingu, sem nauðsynleg er sam-
eiginlegum átökum.
Hún skýrir á eftirtektarverðan
hátt frá eðli þeirra andstöðuflokka,
sem komið hafa fram í Rússlandi
eftir heimsstyrjöldina og mætzt í
mannhafi fangabúðanna. Hún skýr-
ir frá menntamönnum, sem vilja
endurvekja það sem. þeir halda
fram að sé hin upprunalega kenn-
ing Lenins, með því að afnema
flokksstjórnina og láta ráð og sam-
tök (syndicate) stýra landinu. Hún
skýrir frá hreyfingu ungra trú-
manna, sem skoða Sovétríkin sem
andstæð kristindómi. Þetta fólk
hverfur frá heimilum sínum og ætt-
ingjum, tekur sér nýtt nafn og boð-
ar síðan á afskekktum samyrkju-
búum fagnaðarerindi hins upp-
runalega kristna kommúnisma.
Hún skýrir einnig frá bændum
Vestur-Ukrainíu, sem barizt hafa
árum saman eftir stríðið í skógum
heimalands síns til að verja byggð
sína og þjóðerni.
Margar sögur hafa verið sagðar
um óhugnað mannlífsins í fanga-
búðum Sovétríkjanna, en hér, í
fyrsta sinn er saga, sem vekur
nýja von.
Þessi saga er sögð af Birgitte
Gerland, þýzkri blaðakonu, sem var
látin laus af kommúnistum í ágúst
síðasthðinn ásamt hundruðum ann-
arra þýzkra fanga, sem látnir voru
lausir, sem liður í þeim tilraunum,
sem gerðar voru til að milda al-
menningsálitið í Austur-Þýzkalandi
eftir rósturnar í júní s. 1. — Hún
var send aftur til borgar sinnar
fyrir fáum vikum eftir hina venju-
legu, löngu ferð gegnum Rússland.
Frú Gerland var tekin föst í Dresd-
en í október 1946, á þeim tíma, þeg-
ar Þýzkaland var enn opinberlega
undir stjórn fjórveldanna, fyrir að
senda blaði sínu í Berlín fréttir frá
yfirráðasvæði Rússa. Kommúnistar
dæmdu hana til 15 ára fangelsis-
vistar fyrir að vera „brezkur
njósnari.“ Eftir 15 mánuði í þýzku
fangelsi var hún flutt til fangabúða
pólitískra fanga í Varkuta 1948.
Hún er nú 35 ára að aldri.
---★-----
Lestin nam staðar. Hingað var
förinni heitið — til Varkuta — höf-
uðborgar Rússlands norðan við
heimskautsbaug. Nístingákuldi lék
um vit mín, svo ég táraðist, og um
leið og við héldum inn í þessa kyn-
legustu borg jarðarinnar, sá ég að-
eins endalausa hvítbláa glitrandi
sléttuna. Á þessari hvítu sléttu risu
hér og hvar svartir turnar, flestir
í nánd við nokkrar lágkúrulegar
hæðir, sem líktust helzt skuggum
af Japönum. Seinna komst ég að,
að þetta voru kolabingir frá þess-
um 50 kolanámum, sem tilvera Var-
kuta byggist á.
Sagt var að hér hefðust við um
Vz milljón fanga — en hvar? Ég
leit í kring um mig — snjór, ekk-
ert nema snjór. Á fárra metra færi
sáust einkennileg timburskýli, sem
stóðu á fjórum sterklegum stoðum.
í gluggum þeirra sáust varðmenn,
sem líktust helzt bjarndýrum í
þykkum feldum sínum. Aðeins
þessir „Vishkyar“ (varðturnar)
gáfu til kynna að við vorum að
fara fram hjá fangabúðum — einni
af þessum 60, sem mynduðu þessa
borg, Varkuta, því girðingar og hús
voru á kafi í snjó og óþekkjanleg
frá snjódyngjum þessarar hvítu
auðnar. Við námum staðar við eina
af þessum snjódyngjum. Hún opn-
aðist og ég varð þess vör að ég
var á leiðinni í hamar hinna berg-
numdu og þaðan er fáum undan-
komu auðið. í myrkrinu hrasaði
ég um klakahröngl og fell í snjó-
inn. Emhver greip arm minn og
leiddi mig eftir þröngum göngum.
Allt í einu sá ég ljós, ég fann yl
leggja á móti mér og ég heyrði
óm af mörgum röddum. í fyrsta
sinn gekk ég inn í rússneskar fanga-
búðir.
Ég nam staðar við dyrnar og
reyndi að átta mig á því, sem fram
fór. Ég kom fyrst auga á um það bil
50 konur í svörtum klæðum og
með hvíta hálsklúta, sem krupu
þar á miðju gólfi og báðust fyrir.
Næst þeim var hópur ungra stúlkna
í marglitum ukraínskum vinnu-
skyrtum. Þær sátu á háum hrein-
legum legubekkjum. Þunglyndis-
legur söngur þeirra yfirgnæfði
öðru hvoru bænir hinna kvenn-