Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Síða 8
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS STÖRF FLOKKSSTJÓRANNA Þegar „marxistisku“ mennta- mennirnir hittu þetta trúfólk í fangabúðunum reyndu þeir strax að komast að samkomulagi við það. Þó erfitt væri að brúa bilið milli skoðana þeirra, var þó gagnkvæmt umburðarlyndi þeirra nægilega sterkt til að hægt væri að finna samstarfsgrundvöll. Árangur þess- arar samvinnu kom brátt í ljós: Fangagæzlan oft fákunnandi hafði barnalega tilhneigingu til að bjóða beztu stöðurnar í stjórn fanganna þeim menntamönnum, sem hún dáði mest vegna lærdóms síns. En menntamennirnir afsöluðu sér þessum eftirsóknarverðu stöðum í hendur „monashkianna“ (trúmann- anna) og kusu heldur að takast sjálfir á hendur erfiðsvinnuna í námunum til að geta tryggt sér flokksstjórastöðurnar a. m. 1. í Sovét fangabúðum er flokks- stjórinn tengiliður milli þrælaeig- andans, þrælaeftirlitsmannsins og þrælsins. Þrælaeigandinn á þó ekkert skylt við persónurnar í „Kofa Tómasar frænda". Hann er í sannleika ekki maður, heldur eitt af hinum fjölmörgu fyrirtækjum Sovétríkjanna, sem reka kolnám- ur, vegagerð o. s. frv. og taka fanga á leigu fyrir 60 rúblur á nef frá fangastjórninni og eiga alltaf í brösum við hina síðarnefndu vegna vanskila. Þrælaeftirlitsmaðurinn, sem. nú er kallaður Desyatnik eða prórab er ‘starfsmaður innanríkis- málaráðuneytisins, sem kemur af frjálsum vilja frá Rússlandi eða Ukraínu til að vinna sér inn auka- skilding hér norður frá. MENNTAMENNIRNIR BREYTTU SKIPULAGINU Flokkstjórinn, sem sjálfur er fangi, tekur við skipunum þræla- éftirlitsins á hverjum morgni á vinnustað og skipar mönnum sín- um til verka. Hann gegnir störfum Desyatniks í forföllum hans og not- ar þá öll kjarnyrði rússneskunnar til að reka á eftir. Það ætluðust a. m. k. yfirvöldin til og þannig var það í mörg ár, þar til byltinga- sinnaðir menntamenn komu og breyttu skipulaginu. Áður fyrr hafði yfirmaður fangabúðanna sjálfur valið flokksstjóra, aðallega meðlimi leyniþjónustunnar, sem byrjuðu að þiggja mútur frá þeim ríku (þeim, sem fengu oft send- ingar að heiman) til að hrjá þá veikbyggðu og huglausu og ívilna þeim sterku. Auðvitað voru þeir yfirleitt illa liðnir en aðeins menntamennirnir, styrktir af stofn- un hreinna pólitískra fangabúða, fundu brátt aðferð til að losna við þá. Þeir voru vanir að segja við þrælaeftirlitið eitthvað á þessa leið: „Heyrðu Ivan Ivanovich, þú munt lenda í vandræðum út af þessum flokkstjóra. Hann er of heimsk- ur til að semja vinnuskýrsluna til stjórnarinnar á réttan hátt. Ef þú veizt hvar brauð þitt er smurt, þá ættirðu að senda hann burt sak- ir vankunnáttu og útnefna vin okk- ar Kolya Nikolayevich í hans stað. Hann mun tryggja að 50% áætlun- arinnar verður framkvæmd og semja vinnuskýrslurnar þannig fyrir þig að þú verður aldrei und- ir 100% nokkurn dag. Hvernig lík- ar þér það?“ — Ivan Ivanovich hef- ur aðeins áhuga fyrir tvennu: að láta áætlunina standast á pappírn- um og eiga náðuga daga. Hvernig getur hann staðizt slíkt tilboð. Kolya fær starfið og vinnan byrjar að vera viðunandi. Vegna þessara skipulagsstarfa „hinna sönnu nemenda Lenins“, batnaði hagur fanganna svo mjög frá 1950 og síðar að alda nýrrar vonar fór um fangabúðirnar. Von- leysið breyttist í sjálfsöryggi og virka leit að möguleik um náðun. Hugmyndin um að gera verkfall byrjaði að skjóta upp kollinum. „Áætlunarbúskapur Sovétríkjanna er í svo ríkum mæli byggður á þrælkunarvinnu að verkíall meðal fanganna myndi hrista undirstöður ríkisins,“ sögðu sumir. „Það er hægt að gera verkfall í fangabúð- unum. Við eigum ekki mikið að missa. Fyrst við erum hér á annað borð, verðum við að gefa for- dæmi“! ÆTTJARÐARVINIRNIR FRÁ UKRAÍNU En jafnvel þó þessir tveir flokk- ar sameinuðust, var þó ein hindr- un í vegi þessarar ráðagerðar: Vest- ur-Ukraínumennirnir, sem þýddust engan, ekki einu sinni í fangabúð- unum. Næstum allir þessir menn höfðu verið í neðanjarðarhrevf- ingu Bandera (foringia Þióðernis- sinna í Ukraínu) og höfðu barizt árum saman í skógum Galiciu og Volhyníu gegn innlimun landsins í Sovétsambandið. Margar sögur voru sagðar um hreysti þeirra, en oft virtist svo sem þeir hefðu af- hent hugrekkið með rifflum sínum. Menntamennirnir aftur á móti og trúmennirnir, sem vanir voru að beita vopnum andans, höfðu harðn- að við hverja raun í fangabúðun- um. Þess vegna var það að þegar Rússarnir sýndu mótþróa sinn í verki með því að vinna eins lítið og hægt var, kepptust Ukraínubú- arnir við að standast áætlun. Þeir litu niður á Rússana sem letingja og Rússarnir litu niður á þá fyrir þýlyndi þeirra. Þessi viðkvæmasta deila fangabúðanna gerði meira en þjóðernið til að skapa óvild milli Rússa og Ukraínumanna. Þessir ukraínsku bændur höfðu þó óbeit á Sovétríkjunum, sem komið höfðu til þeirra eins og erlendur sigurvegari og drepið fólk þeirra af miskunnarlausri grimmd, sem rússnesku fangarnir þekktu ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.