Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 10
190
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Fólkslýslng í Viðey 1838
orkt af Ara Arasynl
J^VEÐSKAPUR þessi hefur ekki
mikið skáldskEpar^ildi og er í
ætt við sveitarvísur og formanna-
vísur, sem kastað er fram til gam-
ans, en ekki búizt við að gevmist.
Kvæðið er þá og eigi birt hér vegna
skáidskanarins. heldur vegna hins,
að það fvllir upp í evðu, sem er í
sálnatali Seltjarnarnesþinga. Hér
vantar sem sé algiörlega manntal
presta fyrir árin 1836—40, bæði fyr-
ir Reykjavík og Seltjarnarnes og
eyarnar. Annað hvort eru manntöl
þessi alveg glötuð, eða þau hafa
aldrei verið til. Gunnlaugur Odds-
son dómkirkjuprestur andaðist vor-
ið 1835. Þá var Ásmundur Jónsson
settur til þess að þjóna Seltjarnar-
nesþingum til næsta vors, en þá tók
Helgi Thordarsen (síðar biskup)
við embættinu og gegndi því til
1846. Fyrsta sálnatal har.s er 1840,
og vantar hér inn í 5 ár. Þetta sálna-
tal í Viðey kemur því inn í miðja
þessa eyðu og tengir að nokkuru
leyti saman manntölin 1835 og 1840.
Þess ber þó að geta, að það nær
aðeins til heimilis Ólafs sekretera
Stephensens, og þrjú yngstu börn
hans eru þó ekki talin. En hér eru
taldir 30 heimilismenn, en í kirkju-
bókinni 1835 eru taldir 31 og 1840
eru taldir 38. En svo er talið sér-
staklega heimili Helga Helgasonar
yfirprentara, sem hér er sleppt.
1. Upp skal renna um raddar gil
rétt með stríðum rómi,
hýrum meyum helzt í vil
herma slíkt í tómi.
2. Um Viðeyarfólk eg vitna skal
vel sem hverjum sæmir,
hún hefur ágætt hölda val
hver sem um það dæmir.
3. Um sekreterann sæmd fram hýðst,
sá hefur stjórn með prýði,
honum heiður hæfir víst
af hverjum íslands lýði.
4. Eyólfur er öllum kær,
ágætt húsið styður,
hann er frægur fjær og nær,
fallegur bókasmiður.
5. Egill prúður yfrið vel
er til verka hraður,
hann hefur ágætt hyggjuþel,
hann er gáfumaður.
6. Jón prentari jafn er þeim,
jafnan sést hann glaður,
hann með prentar höndum tveim,
hann er listamaður.
7. Jón Bjarnason, eg vil tjá,
jafnan í verkum hraður,
hann er vitur höldum hjá,
hann er lærdómsmaður.
8. Egill Pálsson eins og ljós
er þó glaður stilltur,
honum æ því hæfir hrós,
hann er dándispiltur.
9. Páll norðlenzki prúður í lund,
piltum með þó glaður,
hann er merkur hverja stund,
hann er vel siðaður.
10. Einar Þórðar arfi kær,
er hann frískur glaður,
honum yndi handverk ljær,
hann er gæfumaður.
11. Guðmund formann greini eg frá
gæddur lund með spaka,
hann er lipur helzt að slá,
hann kann stýri að taka.
12. Páll Ólafsson prýddur dáð,
piltum frá eg kynni,
hann hefur lystugt hyggjuráð,
hann hefur glaðvært sinni.
13. Páll er Pálsson prjál við frí,
prýddur skynsemd glaður,
hann er skýr um hyggju bý,
hann er dyggðamaður.
14. Vilhjálmur sem viljugt hjú,
vill hann dyggðir læra,
hann vel stundar hús og bú,
hann kann heyum tæra.
15. Jón Magnússon, eg vil tjá,
jafnan röskur, hraður,
hann er vaskur höldum hjá,
hann er drykkjumaður.
16. Jón karlinn er jafn við stjá,
jafnan þar til valinn,
hann vel þrífur húsin há,
hann er bezti smalinn.
17. Jón Vigfússon eg vil tjá,
jafnan dyggur, frómur,
hann er læs vel hinum hjá,
hans er fagur rómur.
18. Gísla einnig geta þar
glöggt með öllum sanni,
hann er frískur, hann er snar,
hann er efni að manni.
19. Marteinn góður máls við kvak
meður hyggnum lýði,
hann hefur ágætt tungutak
að tempra ljóðasmíði.
20. Ara gamla ef eg tel,
er hann þegar fallinn,
hann eg guði á hendur fel,
hann er gamall, karlinn.
21. Ekki er kvenfólk upptalið,
ef þið viljið heyra,
heiðurs verðar hlustið til
hérna kemur meira.
22. Ólafsdóttir Guðrún glöð,
gæða fögur píka,
hún er vitur, há í röð,
hún er góðsöm líka.
23. Sigríður með sinnið milt,
sú er barn að aldri,
hún er siðug, hún er stilt,
hún ei sinnir skvaldri.
24. Marteinsdóttir Guðrún gæf
gerð með lund svo spaka,
hún er siðug, hún er hæf,
hún á fáa maka.
25. Steins er dóttir Guðrún góð
gædd með æru og sóma,
hennar líka heims um slóð
höldar fáir róma.