Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Page 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
197
og hún gætti þess líka að við byrj-
uðum hvern dag með þessari bæn:
Klæddur er ég og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefi mér
að ganga í dag svo líki þér.
Sjálfsögð skylda var að signa sig
kvölds og morgna, lesa faðír vor
o. fl. Ef eitthvað gekk erfiðlega þá
var athvarfið að biðja alföðurinn
um líkn og hjálp.
- & -
Við Kjartan bróðir minn vorum
mjög samrýmdir og tókum upp á
ýmsu. Meðal annars kom okkur
saman um að búa til nýtt mál,
sem enginn skildi nema við. Þetta
þótti svo athugavert, að okkur var
stíað sundur og hann látinn fara
að Tungufelli til afa okkar, og þar
var hann hálft annað ár. Þetta
þótti okkur ekki gott. Einstaka orð
man ég enn úr þessu máli okkar.
Eitt sinn var það í hálf leiðinlegu
veðri á sunnudegi að flestir fóru
til kirkju eins og vant var. Heima
var gömul kona, Kristbjörg Gott-
svinsdóttir. Henni þótti vænt um
okkur. Hún hafði undir höndum
ofurlítið af kaffi og hitaði sér
sterkan sopa ef hana langaði í.
Vildi hún nú gæða okkur á þessu
og sendir Guðmund bróður með
kaffi á flösku og vænan kandís-
mola handa hverjum okkar. Það
hýrnaði yfir okkur að fá svo stóra
mola. En þegar ég bragðaði á kaff-
inu varð mér að orði: „Nei, þetta er
ramt“ og rétti svo flöskuna að
Kjartani, en hann sagði: „Þetta
megum við ekki drekka.“ Við vor-
um sem sé ekki vanir að drekka
annað en uppáhelling, sem kallað
var, og faðir okkar lagði stundum
út af því, að sterkt kaffi væri
óholt. Við komum okkur því sam-
an um að hella kaffinu niður, en
um kvöldið þökkuðum við gömlu
konunni fyrir með virktum.
Ég held að það sé ekki viður-
kennt sem skyldi, hve mikinn þátt
sauðamjólkin átti í því að halda líf-
inu í þjóðinni. í „Atla“ séra Björns
Halldórssonar segir að mjólkin úr
ánni sé meira virði en lamb og ull
til samans. Og góð var sauðamiólk-
in, aldrei hefi ég bragðað eins
góða mjólk. Það var mikið ólán
að fráfærur skyldi leggjast niður.
Með því hvarf starf, sem var sið-
bætandi og menntandi fyrir ungl-
inga, að sitja hjá og umgangast
blessaðar skepnurnar. Og ég þori
að bæta því við, að færri milljóna-
tugi hefði þurft til þess að halda
niðri sauðfjárkvillunum, ef sá
gamli siður hefði haldist að setja
ekkert á nema graslömb. Gömlu
mennirnir sögðu að dilkarnir væri
ekki á vetur setjandi, þeir væri
óhraustari en hagalömbin. Þetta
er rétt. Ég man vel að dilklömb-
um var miklu hættara við að íá
skitu og lungnakvilla og hósta. —
Hvernig má það vera? spyrja menn.
Orsökin er einfaldlega sú, að dilk-
urinn missir bæði mjólkina og
grösin samtímis, hann þolir ekki
svo snögg viðbrigði, en graslambið
missir mjólkina þegar allt er í gró-
anda og kemst því fljótt yfir við-
brigðin og er hraustara og táp-
meira um haustið heldur en
„brjóstmylkingurinn“.
----o----
Þetta er lítið brot úr bernsku-
minningum mínum. En tvennir eru
tímarnir. Nú eru torfærurnar
minni en þá, allir vegir greiðari,
farartækin betri, brýr á ám og
lækjum. Allt er á framfaraleið. En
fyrir hálfri öld var • lífsbaráttan
hörð. Þá urðu menn að treysta á
mátt og megin og krefjast alls af
sjálfum sér. Þá voru ekki styrkir
og bitlingar. En nú er orðið meira
af slíku en góðu hófi gegnir. Það
hefnir sín sjálft með því að það
getur lamað sjálfstraust og fram-
tak einstaklinganna, en fari svo,
er vá fyrir dyrum.
&
cirnct
lijal
Mamma: Hvað voruð þið að
gera í skólanum í dag?
Siggi: Við vorum að syngja.
Mamma: Og hvað sunguð þið?
Siggi: Ég veit ekki hvað'hinir
krakkarnir sungu, en ég söng
Siggi var úti með ærnar í haga.
— fti —
Pabbi var að ávíta litlu dóttur
sína fyrir að hún hefði ekki getað
svarað spurningum kennarans. —
Hún sagði:
— Það er ekki von að ég sé
eins vel að mér og kennslukonan,
hún er stúdent.
— U —
Gunna er á gangi með mömmu
sinni. Þær^mæta prestinum. sem
skírði litlu svstur fyrir mánuði.
Þá kallaði Gunna svo hátt að
glumdi í götunni:
— Mamma, mamma, þarna
kemur karlinn, sem þvoði litlu
systur um höfuðið.
Stína litla, þriggia ára, vildi
ekki þakka fvrir matinn, oe pabbi
rak hana í skammarkrókinn. Hún
vildi ekki láta undan og stóð
þerna lengi. Að lokum sneri hún
sér við og hrevtti þessu í pabba:
— Svei, hvað þú ert þrár.
u
Pabbi og mamma voru að fara
í sumarfrí með stóru svstur, en
Nonni litli, sem var á fiórða ári,
átti að vera heima hiá Stínu
vinnukonu. — Nonni var mjög
hrvggur og grét, en pabbi reyndi
að stappa í hann stálinu.
— Þú ert nú orðinn svo stór og
duvlegur drengur. Nonni minn,
að þú mátt ekki gráta. Og nú átt
þú að vera húsbóndinn heima, og
svo máttu ráða bví siálfur á
kvöldin hvort þá vilt hátta í þínu
rúmi, eða sofa hjá Stínu.
Nonni revndi að bera sig
mannalega, og spurði:
— Hvort mundir þú heldur
gera?
3á
f fvrsta skifti sem Stjáni litli
sá að mamma lagði litlu svstur á
brióstið, varð hann steinhissa og
hrópaði:
— Nei, geymir mamma mgtinn
þarna. Ég helt að þetta væri bara
til prýðis.
Se=ö>i'»'Si>«='»‘=ö>«=í>>'S5>^