Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Side 21

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Side 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 201 I é UM ÁRBÓK OG ÖRNEFNABÆKUR AÐ er stundum sagt að félög í Reykjavík séu svo mörg, að enginn viti tölu þeirra. Sumum finnst þetta lítilsvert og jafnvel kenna fordildar, en það er mesti misskilningur, því ef það væri at- hugað hvað félög þessi hafa afrek- að síðustu áratugina, mundi það koma í ljós, að fjölda stórra fram- kvæmda í þágu almennings má rekja til þeirra beint og óbeint. Eitt meðal elztu félaga í Reykja- vík er Hið íslenzka fornleifafélag. Það hélt fyrsta ársfund sinn 2. ágúst 1880. Fyrsti formaður þess var Árni Thorsteinsson landfógeti og varaformaður Sigurður Vigfús- son fornfræðingur, en síðan 1920 hefur próf. Matthías Þórðarson verið formaður þess. Allt frá stofn- un hefur félagið verið starfandi, þótt ekki hafi það látið mikið yfir sér, aðalstarf þess hefur verið út- gáfa Árbókar; er hún nú orðin 8 þykk bindi, en fyrstu árgangarnir eru nú uppseldir. Lengi var árgjald félagsins 3 krónur, en nú hefur verið bætt á það verðlagsvísitölu, svo það er nú 10 krónur, og fá meðlimir félagsins Árbókina ókeypis um leið og þeir borga árgjald sitt. Þessa daga er Árbókin 1953 að berast meðlimum félagsins. — Að þessu sinni er aðalefni hennar um Eyðibýli og auðnir á Rangárvöll- um, eftir Vigfús Guðmundsson. (Fyrri hluti ritgerðar þessarar var í Árbók 1951—’52). Telur höf. yfir hundrað býli, sem farið hafa í eyði eða verið flutt úr stað vegna hinna miklu landspjalla af sandfoki og eldgosum. í þetta vefur höf. mikl- um fróðleik um ábúendur jarðanna og verðmæti, sem hann hefur aflað með sinni alþekktu natni og ástund -un, og milli línanna má lesa hina falslausu og einlægu ást hans á feðrasveit sinni. Auk þessa eru í ritinu tvær stutt- ar ritgerðir eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð: „Gamall íslenzkur rennibekkur“, og „Fundinn forn silfursjóður í Ketu á Skaga“ og fylgja myndir þeim ritgerðum. Það getur ekki hjá því farið að þeir sem leiða hugann að starfsemi þessa félags, hljóti að undrast það, hvað það telur fáa félaga. Árið 1881 voru þeir rúmlega 200, en nú munu þeir vera tæp 300. Þetta er allt of lítil fjölgun á svo löngum tíma. Þar veldur þó ekki um, að ekki séu nógu margir, sem hafa áhuga á þeim málefnum, sem fé- lagið vinnur að, því það er alveg víst að á síðari árum hefur áhugi fyrir sögu og fornfræði bæði með- al lærðra manna og ólærðra, farið vaxandi. Ilér mun heldur valda einhvers konar tómlæti, og það hvað félagið hefur látið lítið á sér bera. Fyrirhöfnin er þó ekki önnur en sú að hringja í síma til for- ráðamanna félagsins og gerast fé- lagsmaður, því það er kunnugt, að þó menn geri ekki annað en greiði árlegt tillag til félags sem starfar að þeim málum sem þeim er að skapi, getur það munað því sem dugar um starfsemi félaganna. Um nokkurt skeið birtust í Ár- bók Fornleifafélagsins allmargar örnefnalýsingar, en nú er því hætt, enda mun það fremur hafa verið gert til leiðbeiningar þeim, sem hafa örnefnasöfnun með höndum heldur en að hugsað væri til að gera útgáfu örnefnasafna nokkur skil, en félagið hefur allmikið stutt að söfnun örnefna. Nú er nokkuð farið að tala um útgáfu örnefnasafna, en slíkt verð- ur ekki gert nema með stuðningi félaga eða einstaklinga. Mér er ekki kunnugt um að út hafi komið á prent nema tvær ör- nefnabækur, Örnefni í Vestmann- eyum eftir próf. Þorkel Jóhannes- son og Aldarfar og örnefni í Ön- undarfirði, eftir Óskar Einarsson lækni. Bók Ó. E. fjallar um margt fleira en örnefni; þar er að finna mikinn fróðleik um lífsbaráttu fólksins á þessum slóðum, sem höf. hefur aflað með mikilli nákvæmni, er hann var héraðslæknir þar vestra. Bækur þessar munu ekki hafa verið prentaðar í stórum upp- lögum, enda efni þeirra nokkuð staðbundið. En ekki trúi ég öðru en Vestmanneyingar og Önfirðing- ar telji sig þurfa að eiga þær og geyma meðal sinna beztu gripa. Eins og áður getur hefur verið talað um að þörf væri á að gefa út örnefnasöfn af landinu öllu. — Slíkt á að vísu langt í land meðan enn er víða ósafnað örnefnum. En málið finnst mér furðu auðvelt úr- lausnar. Sú útgáfa væri hvergi bet- ur komin en í höndum Fornleifa- féiagsins, og til hennar ætti það að njóta styrks frá viðkomandi hér- aðafélögum og jafnvel héruðum. Væri þá ekki vonlaust að ríkið legði því lið ef meira þyrfti til, því það er kunnugt, enda mjög eðlilegt, að slíkar fjárbænir ganga jafnan betur ef áhugi og fjárframlög af annarra hálfu er fyrir hendi. Ef slík útgáfa væri hafin, þó ekki væri nema í smáum stíl, mundi það mjög hafa örfandi áhrif á ör- nefnasöfnun í landinu. B. K.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.