Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 24
204 '
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
LANDKOSTIE GRÆNLANDS
í bréfi, sem séra Egill Þórhallason
skrifaði frá Grænlandi 1765, segir svo:
— Síðan hef ég reist víða um land og
fundið heilvíða anstalt fyrir creaturer.
í einum firði, sem kallast Amaralit, er
hið bezta töðugresi, úthey, skógur af
víðir og birki i stor mængde. Þar eru
reinsdýr og harar, andir og rjúpur í
overflöðighed. í ánum eru laxar og
silungar, í sjónum selhundar og síld.
Söl og fjallagrös eru þar nóg. Multe-,
tylte-, kræki-, einir- og bláber eru þar,
svo taka má lúkuna fulla. Ég þakkaði
guði, sem lét mig sjá öll þessi herleg-
heit.
FRÁFALL vilkins biskups
Björn bóndi Einarsson í Vatnsfirði
fór fjórðu utanför sína 1405 og var það
Jórsalaför hans, frægasta ferðin sem
hann fór, og fóru þá utan með honum
Vilkin biskup í Skálholti, Snorri lög-
maður Sveinsson og Jón munkur Hall-
freðarson. Fyrst fóru þeir til Noregs
og komu þangað um haustið, en þar
andaðist Vilkin biskup öndverðan vet-
ur, og gerði Björn útför hans virðu-
lega með miklum kostnaði í Björgvin.
Þar var Áskell erkibiskup, sjö lýðbisk-
upar og margt annað stórmenni. Útfar-
arveizlan stóð marga daga með hinum
beztu föngum. Má af þessu sjá, hvílik-
ur rausnarhöfðingi Björn hefur verið,
enda var góð vinátta milli hans og Vilk-
ins biskups.
HVAÐ VORU GOÐIN?
Margt furðulegt hefur komið fram i
því moldviðri, sem þyrlað hefur verið
upp út af Eddu og hinum fornu goð-
sögnum. Ein kenningin er sú að goða-
nöfnin sé nöfn á stjörnum og segi
Skírnisför t. d. frá jarðstjörnunum:
Mars er Freyr, Merkúríus er Skírnir og
Venus er Gerður. Það sé lýsing á „con-
stellation", svo að Mars hafi borið sam-
an við Venus, en Merkúríus (Skírnir)
hafi verið sendiboði á milli þeirra. —
Önnur furðulegri skýring kemur þó
fram í þýzkri bók, sem nefnist Eddu-
lykill. Þar segir að Hár merki brenni-
stein, Jafnhár er kvikasilfur, Þriði salt,
Óðinn er þyngdin, Vili hreyfingin, Ve
skyldleiki efnanna, Þór rafmagnið,
~ *
í SUNDLAUGUNUM í Reykjavík æfa menn sund alla daga ársins og er aðsókn
þar jafnan mjög mikil, bæði sumar og vetur. Þessi mynd var tekin þar þegar
mesta frostið var í vetur og rýkur því svo mikið upp af hlýu vatninu að allt er
eins og í þoku. Þeir, sem kveinka sér við að vera naktir undir beru lofti, þegar
kaldast er, fara í Sundhöllina, en sundkennsla barna fer fram í innanhúss laug
í Austurbæarbarnaskólanum. Á sumrin iðka menn sund í sjó og er Nauthólsvík
þá baðstaður Reykvíkinga. Það er því þannig búið að Reykvíkingum, að þeir
ætti flestir að vera vel syndir. Á mörgum öðrum stöðum á landinu hafa menn
þó ekki verri skilyrði til þess að iðka þessa fögru og nytsömu íþrótt. — Fyrir
nokkrum árum fór fram samnorræn sundkeppni og sigruðu íslendingar þá með
miklum yfirburðum. Nú fer önnur slík keppni fram í sumar, og er þess að vænta
að allir, sem kunna að synda sýni þann metnað að keppa þá fyrir þjóð sína,
svo að íslendingar sigri nú enn glæsilegar en áður. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
megingjarðirnar rafmagnshleðslan, járn
glófarnir rafmagnsleiðslurnar, Hrungn-
ir steingjörvingur, Mökkurkalfi segul-
nálin, Freya kolefni, Sif súrefni, Gunn-
löð kolsýra og Kvásir sykurefni.
Á ÍSLANDSKORTI
eftir A. Ortelius 1595 (það er prentað
með litum í Islands Kortlægning bl. 23)
eru margar myndir, sem eiga að vera
til skýringar um islenzka náttúru. Þar
eru í sjónum fyrir sunnan land mörg
ferleg sæskrímsli, og á landi eru ýmsar
myndir, þar á meðal hjá Lómagnúp
margar tófur, sem bíta hver í skottið á
annari og mynda þannig festi niður
bjargið. Við þessa mynd stendur þessi
skýring: Kænleg veiðiaðferð refanna til
að finna og ræna fuglahreiður.
HRAKSPÁ UM ÍTALÍU
Þegar hinn seinasti ítalski stjórnmála-
garpur hefur stolið hinum síðasta eyri
úr fjárhirzlunni, þegar Englendingar
hafa tekið flotann upp í skuldir og
Rússar gert Neapel að herskipastöð
sinni í Miðjarðarhafinu, þá klofnar
Ítalía og páfinn hirðir miðjuna, sína
fornu eign. Þetta er hin ófagra hrakspá,
sem vonandi rætist ekki. (Þórhallur
Bjarnarson, úr alþýðufyrirl. 1897).
SANNFRÆÐI ÍSLENZKRA SAGNA
Þess er getið í Ólafs sögu Tryggva-
sonar hinni meiri, að Gormur Dana-
konungur felldi á Jótlandi Gnúpu kon-
ung. Danskir vísindamenn hæddust að
þessu og töldu eitt af mörgum stað-
leysum íslenzkra sagna, af því að þeir
sjálfir áttu engar heimildir um þennan
Gnúpu konung. En svo fundust á Jót-
landi tveir rúnasteinar, er Ástríður
drottning Óðinkársdóttir hafði látið
reisa Gnúpu konungi, manni sínum og
Sigtryggi konungi syni þeirra. Sézt á
þeim að Gnúpa konungur hefur fallið
fyrir Gormi konungi, en Sigtryggur
fyrir Haraldi konungi Gormssyni um
950.