Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Síða 10
76G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Clerverksmlðjan í Reykjavík í smíðum straumur undir. Með snarræði björg- uðust mennirnir, en hrossið sogaðist unq^r ísinn og hvarf (24.) Lik fannst rekið á Oddeyri og reynd- ist vera Jóhannes Sigurðsson, frá Húsavík, ungur maður, sem hvarf á Akureyri í sumar (25.) BIFRFIÐASLYS Öldruð kona varð fyrir bíl í Reykja- vik og meiddist mikið (12.) Ellefu ára drengur úr Hafnarfirði, Björn Jóhann Karlsson, varð fyrir bíl á Hafnarfjarðarvegi og beið bana (23.) Bílaárekstur varð á Akureyri. Hent- ist annar bíllinn fram af háum bakka niður í fjöru, en hinn lafði á bakka- brúninni. Báðir skemmdust mikið, en menn sakaði ekki (25.) Maður varð fyrir bíl á götu í Reykja- vík og beið bana (30.) ELDSVOÐAR Kviknaði út frá rafmagni í húsi sem er í smíðum í Hafnarfirði og urðu af nokkrar skemmdir (3.) Brann reykingahús og þurkhjallur á Mel í Staðarsveit (9.) Brann efri hæð húss í Seyðisfirði og misstu ung hjón þar aleigu sína (11.) Eldur kom upp í Bílaiðjunni í Reykjavík. Voru þar 7 bílar inni, en þeim tókst að bjarga. Húsið eyðilagðist. (13.) Brann gamalt timburhús í Keflavík. Bjargaðist fólk nauðulega og þrír slösuðust. Litlu varð bjargað (16.) Brann íbúðarhús að Hvallátrum í Barðastrandarsýslu. Kona var ein heima með barn og bjargaðist hún með það út um glugga. Stórviðri var á og brann húsið til kaldra kola (16.) Eldur kom upp í verbúð í Keflavík þar sem 7 menn voru í svefni. Tókst að bjarga þeim úr eldinum. Skemmd- ir á húsinu urðu allmiklar (26.) VINNITDEILITR Lögreglumenn í Keflavík lögðu niður vinnu (5.) en samkomulag tókst brátt aftur. Strætisvagnastjórar í Reykjavík sögðu upp samningum með boðun um verkfall 1. des. ef þá hefði ekki náðst samningar (5.) Kjaradeila var milli Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og kaup- manna, en henni lauk með samkomu- lagi (4.) Lauk verkfalli verkfræðinga hjá ríkinu, en það hafði staðið í sex mán- uði (27.) Iðja, félag verksmiðjufólks, sagði upp samningum sínum við iðnrekend- ur frá 1. des. en nýr samningur var gerður (30.) ÍÞRÓTTIR Úrslit urðu kunn í norrænu sund- keppninni, sem fram fór í sumar. Svíar höfðu sigrað, en íslendingar gengu þeim næstir (2.) Símskák þreyttu ísfirðingar og Stokkseyringar og sigruðu hinar síðar- nefndu (11.) Haustmót Taflfclags Rcykjavíkur var háð. Gunnar Gunnarsson varð skák- meistari (13.) Friðrik Ólafsson varð Reykjavíkur- meistari í hraðskák (19.) SKALHGLT Hafin var fjársöfnun um allt hið foma Skálholtsbiskupsdæmi til endur- reisnar staðarins. Er þetta gert fyrir forgöngu Stúdentafélags Akraness (16.) Skálholtsnefnd, sem skipuð var s. 1. vor, hefir skilað áliti. Leggur hún til að reist verði krosskirkja úr steini í Skálholti og taki hún 250 manns í sæti. Ennfremur verði reist íbúðarhús handa presti, eða biskupi, ef biskup skyldi sitja þar, og annað fyrir bónda eða ráðsmann. Hitaveita og vatnsveita verði lögð í öll húsin, og heimreiðinni og veginum til staðarins verði breytt. Er ætlazt til þess að byggingar þessar verði komnar upp árið 1956 (20.) AFMÆLI OG GJAFIR , Kristniboðsfélag kvenna átti 50 ára afmæli. Bárust því margar gjafir, sam- tals 28.300 kr. (9. og 27.) H.f. Egill Vilhjálmsson átti 25 ára afmæli og í tilefni af því gaf firmað Dvalarheimili sjómanna 20.000 kr. (3.) Önefndur maður gaf 5000 kr. í end- urreisnarsjóð Skálholts (4.) Þjóðkirkjan hefir ákveðið að gefa 4 smálestir af lýsi handa nauðstöddum arabiskum börnum (20.) Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gaf Dvalarheimili sjómanna myndastyttu af sjómanni (10.) Börn Sigurjóns Á. Ólafssonar fyrrv. alþingismanns, gáfu Dvalarheimili sjó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.