Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 771 Nýungar Aluminium til garðræktar KAÐ hefur nú komið upp úr kaf- * inu að aluminium mylsna er ágæt til þess að bera í garða. Hún heldur við raka í jarðveginum og eyðir illgresi. Auk þess virðist hún auka gróður nytjajurta. Tilraunir voru gerðar með þetta á tómata akri og jókst uppskera þar um 400%. Sjálflýsandiföt TkR. LAUER sem vinnur í rann- " sóknastofu háskólans í Iowa, hefur fundið upp efni, sem gerir föt sjálflýsandi í myrkri, og er tal- ið að þetta muni geta orðið til þess að afstýra því að bílar aki á gang- andi fólk. Ekki er nauðsynlegt að öll ytri föt manna sé sjálflýsandi, er nóg t. d. að hafa sjálflýsandi kraga, trefil eða band um öxl eða handlegg. Ekkert ber á þessu sjálf- lýsandi cfni í dagsbirtu, en þegar dimmir varpar það frá sér skærri birtu. Nýr veðurviti DAN-AMERICAN-GRACE Air- ways hefur nýlega tilkynnt að það hafi sett í allar flugvélar sínar ný radartæki, sem sé nokkurs kon- ar veðurviti, því að með þeim megi finna hvort stormur sé í nánd, jafn- vel þótt hann sé í 200 km fjarlægð. Tæki þetta er alveg nýtt og er betra og fullkomnara en sams kon- ar tæki, sem hernaðar flugvélar hafa áður haft. Flugmenn geta al- veg fylgzt með veðrinu þótt í myrkri sé og á blindflugi og kem- ur þetta sér sérstaklega vel við svokallaðar blindlendingar. Nýstárleg málning IjJÓÐVERJAR hafa fundið upp * málningu, sem breytir lit eftir því hver hiti er í húsum inni. Þetta getur komið sér vel í ýmsum verk- smiðjum, þar sem hætta getur staf- að af því ef hitinn kemst upp fyrir visst takmark. Menn þurfa nú ekki alltaf að vera að gá á hitamælana, liturinn á veggjum vinnustofunnar segir til um hvort nokkur hætta er á ferðum. Útrýming möls SAMA félagið, sem fann upp skor- dýraeitrið DDT, hefur nú fund- ið upp nýtt efni til þess að verjast ágangi möls. Eins og kunnugt er lifir mölurinn á því að eta ull og veldur árlega stórtjóni í heimin- um með því að eta sundur fatnað, húsgagnaáklæði o. s. frv. Hið nýa efni, sem nefnist „Mitin“ er látið í ullina áður en ofið er úr henni og breytir hárunum þannig, að mölur getur ekki unnið á þeim. Annars hefur það engin áhrif á endingu dúkanna né útlit þeirra, slitnar ekki úr og breytist ekkert við þvott né hreinsun. En vegna þess að mölurinn vinnur ekki á þessum dúkum, hlýtur hann að drepast úr hungri og eyðast af sjálfu sér. GESTRISNA Mexikanskur piltur var að segja kunningjum sínum frá Bandaríkjaför: — Það er dásamlegt land, sagði har.n. Hvergi í heimi er farið jafn vel með útlendinga. Þú gengur á götúnni og hittir þar vel búinn ungan mann, sem hefur peninga eins og sand. Hann lyftir hattinum og brosir. Þú brosir á móti. Þið talið saman. Hann býður þér upp í fína bílinn sinn og sýnir þér borgina. Hann býður þér upp á mat og drykk. Seinast býður hann þér heim til sín og þú gistir hjá honum um nóttina. Næsta morgun------- — Hvað, lentir þú í þessu? spurði einhver. — Nei, systir mín. Veðurlýsing UM og fyrir aldamótin 1800 bjó sá maður á Bökkum hjá Rifi á Snæ- fellsnesi er Tómas hét Tómasson. Systir Tómasar hét Guðrún og var gift Þórði í Skriðukoti í Dölum, þeirra dóttir Margrét gift Eiríki Tómassyni, dóttir þeirra Hólmfríður kona Sigurðar land- nema á Tjaldbrekku, dóttir þeirra Hólmfríður móðir Geirs Sigurðssonar skipstjóra í Reykjavík. Kona Tómasar á Bökkum hét Krist- björg og þótti heldur skapstór. Einn dag var það að allir bátar reru í Rifi, nema Tómas, honum leizt ekki á veðrið. Kristbjörgu þótti það roluskapur og særði hann á alla lund til að róa, en hann sat fastur við sinn keip. Seinast er honum þótti úr hófi keyra brýningar konu sinnar, sagði hann við einn háseta sinna: „Farðu niður í Rif og segðu þeim að hún Kristbjörg eigi hund, sem ekki kann að gelta.“ — Svo fór um sjóferð- ina, að Rifsmenn náðu nauðulega landi. Þá sagði Tómas við konu sína: „Eigum við nú ekki að róa“. Einn af hásetum Tómasar var Hró- bjartur stóri Jónsson frá Eiriksbúð við Stapa. Hann var skáld. Hann kvæntist Sigríði dóttur séra Erlendar á Þæfu- steini og bjuggu þau síðan að Kambi í Breiðavík. Einu sinni bað Tómas Hrcgg við að gá til veöurs og orkti þá: Ei eru vanir óðs við stjá allir menn í heimi. Hreggviður minn hermdu frá hvernig lízt þér veðrið á. Hreggviður gekk út, en kom að vörmu spori inn aftur og kvað: Löðrið dikar land upp á, lýra hvikar stofan, aldan þykir heldur há, hún rís mikið skerjum á. Hjalla fyllir, fenna dý, falla vill ei Kári, varla grillir Ennið í, alla hryllir menn við því. Æskan er það aldursstig þegar menn eru of vitrir til þess að læra af reynslu annarra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.