Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 16
772 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D G 2 ¥ G 7 2 ♦ D 9 8 3 * Á K 4 AK85 ¥ 6 ♦ Á 6 4 ♦987532 A Á 10 6 3 ¥ Á D 9 5 4 ♦ K G ♦ D G Suður sagði fjögur hjörtu. Út kom ♦9, sem hann drap í borði. Svo sló hann út lághjarta og drap með drotn- ingu og hún dugði. Þóttist hann nú öruggur og sló út ¥Á og gerði jafnvel ráð fyrir að fá kónginn í. En nú kom í ljós að V hafði ekki átt nema eitt tromp, svo að A hlýtur að fá 2 slagi í trompi og V tvo slagi á AK og ¥Á. — Ef S sló út lághjarta í staðinn fyrir ásinn var spilið unnið. ♦ 974 ¥ K 10 8 3 ♦ 10 7 5 2 ♦ 10 6 <^'a®<sXsX3^-» I KAÞÓLSKUM SIÐ Kirkjuvaldið lét sig miklu varða mat- aræði manna. f fyrsta lagi skipaði það föstur ýmis konar, sem sumar voru beinlínis ákveðnar í lands lögum (lög- föstur) eða kirkjuvaldið bauð sjálft (boðföstur). Stundum skyldu menn vatnfasta (drekka vatn með brauði) og stundum þurrfasta (eta einungis þurran mat). Stundum var einungis leyft að eta hvítan mat (mjólk, skyr). Daginn fyrir ýmsa hátíða eða messu- daga skyldu menn fasta með þessum hætti einhverjum. Stundum skyldi eta einmælt. Kjöt eða slátur mátti ekki eta á föstutíma. Auk helgra daga, sem til föstu voru taldir, skyldi fasta ýmsa aðra tíma. Föstudaga alla skyldi eta einmælt, nema jóladag, ef hann bar á föstudag, ymbrudaga , jólaföstu og langaföstu skyldi fasta. Undanþegnir voru þó meðal annars sjúkir menn og ■jLí SKÍRNARFONTUR f SKINNASTAÐAKIRKJU. — Á siðastliðnu sumri varð Skinnastaðakirkja í Öxarfirði 100 ára. Kirkjuna lét byggja séra Hjörleifur Guttormsson, er prestur var á Skinnastöðum 1849—1870. Á afmælishátíðinni í sumar gáfu niðjar séra Hjörleifs og Guðlaugar Björnsdóttur, konu hans, kirkjunni vandaðan skírnarfont til minningar um þau. Skirnarfontinn smiðaði Ágúst Sigurmundsson myndskeri í Reykjavík, en silfurskál smíðaði Leifur Kaldal, gullsmíðameistari. (Ljósm. Tryggvi Samúelsson). börn og unglingar innan 14 ára. Fyrir- mælin um föstur voru annars allflókin og því eigi lítil hætta á, að þau yrðu brotin. Ef maður fór dagvillt, slapp hann þó undan viðurlögum, nema á langaföstu væri. Auk fyrirmæla um föstuhald lét kirkjan sig varða matar- æði manna að því leyti sem bönnuð var neyzla matar af sumum dýrum. Klófugla með ,,hræklóm“ (örnu, hrafna, vali og smyrla) mátti eigi eta né egg þeirra. Bannað var að eta hross, hunda, köttu og melrakka. Sumar hval- tegundir var og bannað að eta. (Safn I. annar fl.) NÆSTA LESBÓK kemur ekki fyr en á jólum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.