Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 18
790 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ræsi heiðra ég lofts ins ljósa, lífs stýrandi fugla og dýra, jarðar gróðr þann er eykr, og fæðir alla kind, og temprar vinda. Mæta sýni miskunn ýtum mána valdr, svo að eigum vánir — heilagur gefi það hölda skýlir — himinríkis og sannrar líknar. Sættu oss við son þinn ítran, sólarþengils skrín og engla, ítarleg, sú er allt má veita, yfirdrottningin, heims og gotna. Allir hræðast þig illsku fullir andar þeir, sem mektar fjandi; láta verða lymsku fljótir leikun sín fyr bænir þínar. Skínandi sitr sonr hjá sínum, samheldr og jafn, feðr í veldi hverja stund og heilagr andi; hendir slíkt, en ei verður endað. Þessum öll in hyggjuhvassa hölda sveit er skyld að veita allan heiðr með elsku fullri, einum guði í þrennum greinum. Föður jafn sitr á hávum himni hæstr í dýrð með valdi glæstu — söngr heyrist þar sætr af englum — sonr eingetinn vífs ins hreina. Allir lofa þar ástarfullir anda guðs, er oss firrir grandi, heimrinn allr með helgu blómi haldi slíkri dýrð um aldir. Arngrímur Brandsson, ábóti. 4>----------------------------------------------------------------------------® 16. öld tóku menn 209 marmarasúlur úr baðstofu Diocletianus og höfðu þær í nýar byggingar í Róm. Þar koma líka kristnir menn við söguna, og er mælt að 40.000 þeirra hafi verið látnar byggja baðstofu Diöcletianus. itt ;jc HELLARXIR 1 samkvæmi nokkru hjá Monsign- ore Lacroix — hann er frakkneskur og einn af hirðprestum páfa, hitti ég meðal annars riddara de Rossi, sem er með helztu fornfræðingum á Ítalíu, og hefir stjórnin því falið honum á hendur að kanna „catacomb- urnar“ (undirgangana) og safna forn- leifum þaðan. Það vildi vél til, því ekki er hættulaust að fara þar ofan, nema með kunnugum manni, en nú átti hann að fara þangað nokkrum dögum seinna og sýna þær ýmsum ferðamönnum, og bauð hann mér þá að vera með þeim. Þar voru í för með okkur Reisaeh kardínáli og nokkrir landar hans frakkneskir meðal þeirra Geffroy, sem ritar í Revue de deux Mondes og er merkilegur að því, að ég held hann sé eini rithöfundur í Frakklandi sem stöðuglega reynir að taka málstað Dana í viðureign þeirra við Þjóð- verja og hertogadæmin. Catacombur kallast, eins og menn vita, kirkjur og kirkjugarðar nokkr- ir, sem kristnir menn á fjTstu öldum grófu sér, marga faðma undir jörðu allt í kring um Rómaborg, og föld- ust þar í ofsóknunum. Sumir halda að þær hafi upphaflega verið gryfj- ur (Arenaria), sem menn tóku úr sand og steina til húsbygginga í Rómaborg, en það er ekki allskost- ar líklegt, því göngin eru svo mjó, að ómögulegt er að vagnar eða kerr- ur, hlaðnar steinum, hafi komizt fram um þau, og liggja þar að auki mörg loft hvert undir öðru. Menn vita líka að kristnir menn hafa ekki átt aðra kirkjugarða þar, allt fram að dögum Constantinus mikla, svo líkast er, að þeir eigi mest í þeim, en vel má vera, að þeir hafi grafið inn úr steinbrotum (grjótnámum), sem hafa verið til, og ætlað að gera þar með sem minnst vart við sig. Catacomburnar eru margar að tölu, og eru kenndar við ýmsar kirkj- ur. Þær, sem við áttum að skoða, taka nafn af Calixtus páfa og er gengið ofan í þær skammt frá Seb- astianus-kirkjunni við via Appia. Þar kveiktum við á vaxkertum okk- ar, því ekkert er dagsljós þar niðri og gengum ofan stétt. Undir mold- inni er fyrst laus sandur, en þá tek- ur við steintegund, ekki mjög hörð. Þar eru göng höggvin inn í til allra hliða. Þau eru rúmlega mannhæð og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.