Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 16
Sá kœrbi sig ekki um trúna,
sagði páíinn um Albert Thorvaldsen
Frá ferðalcgi Islendings í Rómaborg fyrir nœr 100 árum
ÓLAFUR'GUNNLAUGSSON, sonur Stefán Gunnlaugssonar bæar-
fógeta í Reykjavík, mun hafa verið einn af víðförlustu íslendingum
á sinni tið. Hann tók kaþólska trú og ílendist ytra og var seinast
um mörg ár ritstjóri í París. Fyrir tæpri öld fór hann til Róma-
borgar og sendi þaðan fréttabréf, sem birtust í Nýum Félagsritum
1858. Eru hér nokkrir kaflar úr þeim.
Ú MANST, að þegar við skildum
í Hróarskeldu, var áform mitt
helzt að bíða nokkra stund í Parísar-
borg og finna ýmsa kunningja, sem
ég átti þar frá því í fyrravetur, en af
því flestir, sem þess eiga kost, leita
út úr bænum um sumartímann og
koma ekki aftur fyr en í október eða
nóvembermánuði, þá hitti ég fáa
þeirra heima, og réði ég því af að
halda ferðinni áfram viðstöðulaust
til Rómaborgar.
BEITTIR BRÖGÐUM
Við vorum þrír kunningjar, sem
ætluðum allir til Rómaborgar: frakk-
neskur hermaður, sem hafði verið í
stríðinu á Krím og átti nú að vera
nokkur ár við setuliðið í Róm* lærð-
ur maður úr Brazilíu, sem ferðaðist
þangað til fróðleiks og skemmtunar,
og ég. Leizt okkur því að halda hóp
og ná í vagn handa okkur einum (í
Civita Vecchia, sem er dagleið frá
Rómaborg), heldur en að verða rekn-
ir inn í póstvagn með 8 eða 9 öðr-
um.
*) Ítalía var þá öll skift niður í
smáríki og höfðu Frakkar setulið í
Róm.
En þar léku ítalir illa á okkur. Sá
fyrsti heimtaði hundrað franka fyrir
vagn sinn til Rómaborgar, og þeg-
ar okkur, sem von var, þótti það
heldur mikið íyrir eina dagleið, kom
annar lagsmaður hans til, og bauð
vagn sinn fyrir 50 franka. Við tókum
boði hans og urðum guðsfegnir, því
enginn okkar var liðugur í málinu og
gátum þess vegna ekki ætlazt til að
tala hinn fyrra ofan af því, sem hann
heimtaði. En á eftir komst það upp,
að báðir voru félagar, og sá hinn
fyrri heimtaði 100 franka rétt til
málamyndar, til að vera viss um að
menn tæki seinna boðinu.
Þá græddi hann þó alténd 25
franka fram yfir það, sem hann gat
með réttu heimtað. — Það er samt
kostur við ítali, að þeir fara fljótt
ofan af kröfum sínum. Þeir reiðast
heldur ekki þó menn láti þá skilja,
að þeir hafi brögð í frammi, en slá
því öllu upp í gaman og eru jafn
mjúkir í viðmóti eftir sem áður, eða
þó fremur betri.
Það er skrítið um Rómaborg, að
flestum útlendum mönnum fellur þar
Péturskirkjau í Róm.