Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 783 fjár, rímur og alþýðukveðskap og margt fleira, meðal annars að nú þurfi endilega að gera við sælu- húsið á Holtavörðuheiði. Sennilega hefur tekizt að koma á fót sund- félagi, því að á öndverðu ári 1895 er boðað til fundar í Þingnesi við- víkjandi útgáfu Kveldúlfs og stofn- un sundfélags. Margir menn rituðu í blað þetta undir fullu nafni. Og mörg ljóð birtust í því eftir ritstjórann, Ingi- mund Gíslason o. fl. Fyrsti árgangur er 34 blöð og meira er ekki til. Seinasta blaðið er dagsett 15. apríl 1895. fjETTA var sveitarblað í Lundar- * reykjardal og kom fyrsta blað- ið út í janúar 1895. „Blaðið er að- eins ætlað hreppsbúum. Velkist sem minnst. Gangi greitt. Ritgerð- um er veitt móttaka í Lundi. Blað- ið senda Ól. Ól. og Þ. Davíðsson,“ segir í fyrsta blaði. Séra Ólafur Ólafsson (síðar prestur í Hjarðar- holti) var lífið og sálin í blaða- mennskunni. Hann hafði þá verið prestur á Lundi síðan 1885. Um tilgang blaðsins segir svo: „Nafnið er Hann og Hún og mein- ingin með því sú, að þeir sem blað- ið byrja vona það, að bæði karlar og konur verði til að halda því á floti, en ef það hverfur úr sögunni, sökkur, verður það að teljast þegj- andi vottur þess, að ekki sé enn tími til þess kominn, að karlar og konur starfi að þessu fyrirtæki í sameiningu. — — Ef blaðið gæti glatt einhvern, komið einhverjum til að brosa, þá er það strax gott, — ef það gæti komið einhverjum til að hugsa um eitthvað þarft og gagnlegt, sérstaklega sem félag vort (Lestrarfélagið) snertir, það væri ennþá betra, en ef það gæti komið einhverjum til að láta skoð- anir sínar í ljós, rita hugsanir sínar eða hugleiðingar um málefni, er oss snerta, þá væri það allra bezt fyrir blaðið. Blaðið þarf mat, ef það á að lifa, og maturinn er ritgerðir — til annars kaups ætlast það ekki.J' Þá nefnir blaðið nokkur málefni, sem vel mætti rita um: 1. Sund- kennslu, 2. Söngkennslu, 3. Hverj- ar breytingar væri æskilegastar á fjallskilareglugerðinni (það mál muni koma fyrir næsta sýslufund), 4. Um prjónavélar væri og gott að fá eitthvað frá kvenfólki, sem hef- ur kynni af þeim. Hve fljótar eru þær t. d. að prjóna hverja flík og hvað kostar það venjulega? Hvað útheimtist viðvíkjandi bandinu o. s. frv. Blað þetta kom út um fjögurra ára skeið, og hefur verið eitt hið fjölbreyttasta sveitarblað. Auk greina um margs konar alvarleg efni er þar margt til skemmtunar. Þar eru ýmsar fréttir og þar eru myndgátur, sem ekki sáust þá oft í blöðum. Og í gamlársblaðinu 1896 er ljóð með nótum og heitir Álfa- dans. Ljóðið er þannig: Nú er glatt og líf í landi, leikur álfasveinn og snót. Fyllir hjörtun fjör og andi. Fögnum kátt við áramót. Dynur hátt í dölum dans í hverjum hól, kveður kátt í sólum: Kveðjum heilög jól. Brenna blysin skær, brakar ís og snær. Dimm er nóttin, dimm er nóttin, dagurinn óðum færist nær. Þessu fylgir svolátandi athuga- semd: „Álfadans þenna hef ég lært á Auðshaugi af unglingspilti. Hafði hann heyrt ísfirðinga syngja hann í Flatey. Annars veit ég ekki um hötund lagsins eða vísunnar.“ í 2. blaðinu er grein um sund- kennslu. Segir þar að þá um sum- arið hafi verið stofnað sundfélag í Reykholtsdal og í ráði sé að stofna annað í Bæarsveit. Vill blaðið því að stofnað sé slíkt félag í Lundar- reykjadal og máske yrði þá Skorra- dalur með. Sundlaug sé hægt að gera annað hvort hjá Englandshver eða Brautartunguhver. — Þess má geta að þetta bar svo góðan árang- ur að sundkennsla fór fram í sveit- inni næsta sumar. Af öðrum almennum málum, sem blaðið ræddi, má nefna greinar um kaupíélagsskap, notkun vatnsafls (þó aðeins til mylnu), ábyrgðarsjóð íyrir kýr, bindindismál, menntun kvenna, verslunarmál, sem varða sveitina, hreppsvegina, refatoll, fjallrekstur stóðs, hundalækningar o. m. fl. Ein grein er þar um blaða- kaup: „Blöðin eru vottur um vax- andi menningu, eða eins og fylgja hennar. En það liggur þó nærri því við, að sumum þyki orðið nóg um blaðaíjöldann“. Er síðan talið upp hve mörg blöð sé keypt þar í hreppnum og er sú skýrsla þann- ig: Þjóðólfur 7, Fjallkonan 7, ísa- fold 8, Þjóðviljinn 2, Kvennablaðið 6, Kirkjublaðið 12, Sunnanfari 2, Austri 1, Stefnir 2. Alls eru þetta 47 blöð og fyrir þau borgi menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.