Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 22
794 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þrír menn voru þarna á bryggj- unni. Við sögðum ekki orð, en hvei tók sinn skjatta og svo var haldið á stað upp einstigi nokkurt. Gola stóð ofan af eynni og bar með sér þef af fiski. Svo komum við að húsi, dyrnar voru opnaðar og inn fórum við. „Þessa leið vinur,“ mælti Finnur á norsku. Hann dró mig á eítir sér út í horn. Þar hengu fiskinet, en á bak við þau var rúm. „Sofðu vel,“ sagði hann. „Ég kem að vekja þig í íyrramálið og þá skulum við ráða ráðum okkar. Þú ert öruggur hér í nótt. Góða nótt.“ Svo fór hann. Ég svaf ágætlega, því að ég var orðinn þreyttur. Snemma um morguninn kom Finnur og vakti mig. Hann kom með hart brauð, og ofurlítið af soðnum fiski. Nú gat ég virt hann fyrir mér. Hann var á að gizka um fertugt, hár og kraftalegur. Hann var í blárri peysu og dökkum bux- um, sem voru brotnar niður í gúm- stígvél. Ég var í gömlum stuttbux- um, blárri skyrtu og jakka, sem var shtinn á alnbogunum. „Þessi ey heitir Tjome,“ sagði Finnur, „og sem stendur eru hér margir Óslóbúar í sumarleyfi, því að það er ekki bannað. Það er nu bezt að þú komir út og farir að dorga niður á klöppunum. Þá grun- ar enginn þig. En það getur vel verið að Þjóðverjar komi og leiti í þessu húsi, og ef þeir finna þig hér í íelum, þá------“. Hann sagði ekki meira, en ég vissi vel hvað hann átti við. Þetta var langur dagur. Ég sat stöðugt niðri á klöppunum og dorg- aði, og dró nokkra smáíiska. Seinni hluta dagsins kom bíll þarna akandi og í honum var hóp- ur þýzkra hermanna. Margt fólk var þarna á næstu grösum og það lét sem það sæi hermennina ekki og sýndi þeim fulla fyrirlitningu er þeir kröfðust þess að fá að sja vegabréf. Einn hermannanna kom til mín og ég dró upp vegabréf mitt. Á því var mynd af mér og þar stóð: Eiríkur Björnsson, skóla- kennari, Ósló. Skömmtunarseðla- númer G267 I 18. 25 ára. Háralitur brúnn. Bláeygur. Vegur 8iy2 kg. Hæð 175 cm. Þjóðverjinn leit að- eins á vegabréfið og fór svo. Mér létti. Seint um kvöldið sá ég hvar ung- ur maður kom eítir klöppunum og blístraði eitthvert f jörugt lag. Hann var klæddur á svipaðan hátt og ég, en var nokkru lægri. Hann var ungur og fullur að vöngum, ljós- hærður og bláeygur. Það var engu líkara en að hann væri að ganga hér sér til skemmtunar. Hann brosti til mín og settist svo hjá mér og dró upp tóbakspung og pípu. „Ég er Árni,“ sagði hann blátt áfram. „Ég á að fylgja þér næsta áfanga. Við förum heðan þegar dimmt er orðið. Hefur ferðin geng- ið vel?“ Enginn var svo nærri að heyrt gæti hvað hann sagði, og engan hefði getað grunað að við værum samsærismenn. Hann rak upp skelhhlátur, eins og ég hefði sagt einhverja góða fyndni. „Já, lerðin gekk vel,“ sagði ég. „Er allt í lagi hér?“ „Veit það ekki. Það getur orðið örðugt að komast í land. En Tjome var valin sem lendingarstaður vegna þess að Þjóðverjum dettur sízt í hug að menn sé settir á land á eyum. Ég vona að okkur gangi vel. Hana, þar beit á hjá þér!“ Við snæddum kvöldverð heima hjá Finni. Hann kom með flösku, sem var hálf af tærum vökva. Þá hýrnaði yfir Árna. „Áttu dramm, Finnur! Það var gott. Þína skál Eiríkur.“ Finnur hellti á glös. Þetta var ákavíti. Árni reis á fætur og lyfti glasi sínu: „Fyrir Hákon konung, Noreg og bandamenn! Skál!“ „Skál!“ svöruðum við og drukk- um í botn. Ég ætlaði að kafna og stóð á öndinni í nokkrar mínútur, en Árni hló að mér. „Gott ákavíti rennur ljúflega nið- ur,“ sagði hann, „en þetta er stríðs- frapileiðsla, búið til úr sagi. Þú átt eftir að venjast því.“ Þegar ég hafði náð mér hafði ég góða lyst á soðna fiskinum. l^IÐAMYRKUR var komið. Árni 1 leiddi mig yfir lyngmóa óg svo komum við þar sem Fiat-bíll stóð undir runna. Pokana með sprengj- unum settum við í aftara sætið. Arni setti hreyfilinn í gang. Hann hóstaði fyrst, en spann svo og við þeystum á stað eftir mjóum og bröttum vegi. „Er leyfilegt að aka svona hratt?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði hann og mér leizt ekki á blikuna. Eftir stutta stund sagði hann: „Nú komum við að brúnni og hér þyrfti lánið að vera með okkur.“ Þetta var ljómandi falleg boga- brú, sem hafði verið sett á sundið milli Tjome og meginlands. Við ók- um út á brúna. „Staðnæmist!" var kallað á þýzku. „Staðnæmist, eða ég skýt!“ Við staðnæmdumst ekki. Skot- hvellur heyrðist og mér fannst hjartað hætta að slá í brjósti mér. Við hinn endann á brúnni skaut upp bílaljósum. Þar stóð auðvitað þýzk bifreið og bannaði umferð um brúna. Árni bölvaði hátt og stöðvaði bíl- inn. „Kanntu að synda?“ spurði hann. „Já.“ „Þeir pynda þig ef þeir ná í þig. Fylgdu mér eftir.“ Hann stökk eins og örskot út úr bílnum og ég á eftir. Köll og hróp kváðu við frá báðum brúarsporð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.