Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 3
Ásmundur Guðmundsson biskup í prédikunarstóli
dómkirkjunnar.
hve Guð er mikill og vér smá, gagntekur oss,
og vér hrópum til hans: Guð, fær hjarta vort
þekkt hjarta þitt? — Þá er Jesús svar, orðið
frá Guði, sem veitir sálinni frið. Hann kallaði
veruna, sem er hulin uppspretta alls og tak-
mark, hafið, sem allt streymir til aftur, föður
sinn og föður vorn. Og það, sem er enn meira.
Hann sýndi oss með því að koma og vera eins
og hann var, að kærleiksdjúp er að baki tilver-
unnar. Hann lætur oss finna, hvernig hjarta
Guðs slær, skýrt og átakanlega, svo að hvert
barn á að geta skilið. Hann, sem fæddist á jól-
unum, er sjálfur lifandi kærleiki Guðs til vor
mannanna. „Sonurinn eingetni, sem hallast að
brjósti föðurins, hefur veitt oss þekking á hon-
um.“ (Jóh. 1, 18).
Þegar hjarta vort er harmþrungnast yfir því,
við hve mikla andlega fátækt æfin líður, trúin
veik, verkin hálf, hugur og hjarta skipt og vilj-
inn á valdi fýsnanna og vér hrópum á fyrir-
gefningu — þá hljómar til vor jólaboðskapurinn
um frelsara, sem leitar hins týnda. Allt það í
sál vorri, sem horfir við honum eins og barn
við ljósi og laðast að honum, fær eilífðargildi í
birtu hans. Og þótt synd og spilling hlaðist um
það, þá er kærleiki Guðs á liverju augabragði
fús til að fyrirgefa og senda oss mátt til þess
að lyfta oss upp úr duftinu. Jesús Kristur. Guðs
föður vera fegurst mynd, elskar oss. í þcim
kærleika býr frelsi og fyrirgefning. Engan
geislastaf getum vér litið bjartari frá líknarveldi
guðdómsins.
Og þegar hjartað hrópar á bót við böli mann-
anna, þegar skuggarnir af neyð þeirra, stríði,
kvöl og dauða, blóðsúthellingum og styrjöldum,
leggjast svo yfir oss, að lífsgleðin daprast og
myrkvast — þá sýnir Jesús oss hugsjón guðs-
ríkisins og bræðralagsins með sívaxandi dýrð
og gefur oss fyrirheit um það, að hún muni verða
að fullum veruleika á jörðinni, þótt myrkrið hafi
ekki enn tekið á móti henni. I hverju starfi fyrir
hana mun hann vera mitt á meðal vor.
Er ekki þetta allt að sjá dýrð Jesú Krists, dýrð
sem eingetins sonar frá föður?
Og að lokum stutta, sanna sögu:
Ungur piltur lá á sjúkrabeði. Læknirinn kom
til hans, og þeir töluðu saman um sjúkdóminn
og hve alvarlegur hann væri. Áður en aðgerð
hófst, sagði læknirinn:
Viltu nú ekki minnast þeirra, sem þér eru
hjartfólgnastir?
Pilturinn þagði fáein andartök, og blikaði á
tár í augum hans. Hann hugsaði eflaust til móð-
ur sinnar og föður og svstkinanna heima. Síðan
lagði hann höndina á brjóst sér og sagði:
„Lofaður sé Jesús Kristur.“
Þeirrar trúarreynslu, sem stóð þessum orðum
að baki, vil ég nú óska yður, ástvinum yðar og
öllum mönnum.
Hún er helgasta gjöf lífsins.
Þetta er að sjá dýrð Jesú.
Gleðileg jól í nafni hans.