Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 795 um. Hratt fótatak. Þeir skutu ekki, þeir ætluðu að ná okkur lifandi. „Út af brúnni, og fæturnir á undan,“ kallaði Árni. Ég hikaði. Þarna var sjálfsagt 80 feta hæð niður í sjó. Árni sló á öxlina á mér og sveiflaði sér svo út yfir handriðið. Ég stökk á eftir og það mátti ekki seinna vera, því að hermenn voru komnir alveg að mér. Mér fannst ég deya mörgum sinnum á meðan ég var á fluginu. Stjörnurnar dönsuðu, napur gustur næddi um mig og svo varð allt gló- bjart um leið og ég fell í sjóinn. Hann var kaldur og hressti mig óðar. Ég flýtti mér að komast úr kafi. Þá heyrði ég kallað lágt: „Eiríkur11. Ég svaraði enda þótt ég þvrði það varla. Þá fann ég að í mig var tekið og Árni hvíslaði: „Komdu á eftir mér, við skulum felast í skugga brúarinnar.“ Svo lögðum við leið okkar til lands. Skot dundu á eftir okkur. Þjóðverjarnir sáu okkur ekki og þeir skutu af handahófi. Nú grynnk -aði. Við óðum í land og földum okkur í þéttu kjarri. Ég var örvílnaður. För mín hafði misheppnazt og mér yrði aldrei trúað framar fyrir neinu. Árni greip í öxlina á mér. „Fljót- ur, maður. Upp brekkuna. Þeir munu búast við því að við flýum annaðhvort upp með ströndinni eða niður með henni. Hvað sagði ég? Sérðu hvernig þeir þjóta sinn í hvora áttina að leita okkar. — Komdu nú!“ Við klifum upp hjá bryggju- sporðinum. Köll og hróp heyrðust báðum megin við okkur á strönd- inni og eins frá eynni. Blysum var brugðið upp og einstaka sinnum hleypt af skoti. Var hann Árni brjálaður? Hann fór með mig þarna rakleitt upp á veginn í stað þess að flýa inn í skóg. Og nú fór hann út á brúna. „Honum hefur orðið svo mikið um þetta að hann heíur misst vit- ið,“ hugsaði ég. „Hvað ætlar hann að gera með bíl Þjóðverjanna?“ Árni fór rakleitt að bílnum. Eng- inn maður var í honum. En bílíinn sneri öfugt á brúnni og framan við hann var bíllinn okkar svo að ekki var hægt að komast út í eyna. Árni stökk upp í bílinn, en hann var ekki að hugsa um að komast út í ey. Hann setti hreyfilinn í gang og sveigði bílinn alveg út að hand- riðinu. Svo hlupum við báðir í átt- ina að Fiat-bílnum okkar. Þjóð- verjar höfðu enn eigi tekið eftir okkur. Sem betur fór var okkar bílþ kominn yfir hábungur.a á brúnni, svo að undan hallaði til meginlands.Við flýttum okkur inn í bílinn og hann rann hljóðlaust á stað. En þegar við vorum að fara fram hjá þýzka bílnum kváðu við óp og óhljóð niður með ströndinni og nokkur skot dundu við og kúlur hittu bílinn að aftan. Árni steig á bensínið og bíllinn flaug áfram, yfir brúna og skjótt komumst við í hvarf. Þá hló Árni. Nú beygði hann út af þjóðvegin- um og þeysti eftir þröngri skógar- götu. Þannig ókum við lengi á millí furutrjáa, þar sem enginn vegur var í raun og veru. Rétt í dögun komum við fram í rjóður. Árni bað mig að bíða ofurlitla stund. Hann hvarf en kom að vörmu spori aftur og nú ók hann bílnum rakleitt inn í opna hlöðu, sem þar var. Svo dró hann mig með sér upp á loft. Þar var hey. Við lögðumst í það og sofnuðum. — T IÐIÐ var nokkuð á dag þegar við vöknuðum. Og þarna komst ég þá í kynni við ýmsa aðra úr leyni- hreyfingunni. Þetta voru hraust- legir menn, en blátt áfram. Þeir tóku þrjá poka af sprengjum og fóru með þá út í skóg. Enginn var 5 HIÐ MERKILEGASTA, sem eftir Jesú er haft, eru hin háleitu orð 4. guðspjallsins, þar sem hann biður föðurinn að þeir sem trúa á hann, „séu allir eitt, eins og þú faðir ert í mér og ég í þér, til þess að þeir og séu í okk- ur“ og ennfremur „til þess að þeir séu eitt eins og við erum eitt, ég í þeim og þú í mér, til þess að þeir skuli vera fullkom- lega sameinaðir“. Þessi orð má líta á sem for- boða Hyperzoonkenningarinnar, eða þess skilnings, að lífið í al- heimi á að vera ein heild, en þó þannig, að einstaklingarnir séu einnig fullkomlega sjálf- stæðir. Þessu takmarki er náð með fullkominni samstiilingu lif- myndanna; en því lengra, sem komið er á þeirri leið, því full- komnara er sambandið við hina óendanlegu uppsprettu kraftar- ins. En að því stefnt, að alheim- ur verði guð almáttugur. Við þetta verður allt að miða. Hvert spor, sem er eitthvað áleiðis að því takmarki er rétt, hvert spor afleiðis, rangt. En að vér erum hér á jörðu ekki vel staddir í þessum efnum, má marka af því, hve mjög lífið hér er spilli- líf og ránlíf, og þó maður manni verstur. Helgi Pjeturss dr. kynntur fyrir öðrum, enda gerðist þess ekki þörf. Ég vissi líka vel að fylgdarmaður minn hét ekki Árm réttu nafni. Þegar unnt var að leyna nöfnum, þá var það gert. Þetta var ófrávíkjanleg regla i leynihreyfingunni. Revnslan hafði sýnt, að þeir, sem teknir voru hönd- um, voru pyndaðir svo hræðilega,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.