Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 28
800 Alíadans á jólanótt IjORLEIFUR hét maður. Hann var Þórðarson. Hann var fædd- ur á efsta bænum í Tungunum eða Hreppunum. Ólst hann þar upp hjá móður sinni og bar snemma á miklum gáfum hjá honum. Hann var skáld, og þótti hann kraftaskáld eða ákvæðaskáld. Heldu sumir að hann færi með galdur og kölluðu hann Galdra-Leifa. Þegar hann heyrði það, kvað hann vísu þessa: Þorleifur heiti ég Þórðarson, þekktur af mönnum fínum. Hafði ég aldrei þá heimsku von að hafna skapara mínum. Hvergi átti hann stöðugt heimili er hann eltist, en fór milli vina sinna og sat hjá þeim. Var honum jafnan tekið sem höfðingja hvar sem hann kom. Einu sinni var hann á ferð aust- ur í Ölfusi og kom á bæ til vinar síns á aðfangadagskvöldið fyrir jól. Þorleifur biður bónda að lofa sér að vera um nóttina. Bóndi sagði honum húsin til reiðu: „en vand- hæfi nokkurt er á því, að vera hér heima þessa nótt, því allir hafa þeir orðið ærðir og tryltir, sem það hafa gert“. „Ekki hræðist ég það“, sagði Þor- leifur, „og mun ég eigi að síður heima vera, þó svo sé“. Fór nú bóndi og menn hans að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS búa sig til aftansöngs, eins og þá var siður. En svo var háttað, að baðstofa var byggð á palli, og var sinn þver- pallur í hvorum endá. Undir öðr- um pallinum voru lömb nokkur, sem bóndi hafði tekið frá. En á milli pallanna var svið mikið og rúmgott. Þorleifur lét nú reka lömbin undan pallinum, og gróf þar gröf í gólfið, svo að hann gat staðið niðri í henni. Fór hann þá niður í gröfina og lét refta yfir. Gat hafði hann á ræfri gryfjunnar, og gat hann séð gegnum það um alla baðstofuna. Því næst lét hann reka lömbin inn undir pallinn aft- ur og sópa moldtaði yfir gryfjuna, svo ei sást nývirkið. Að þessu búnu fóru allir heima- menn burt til aftansöngsins. Leið svo fram undir miðja nótt, að ekki varð Þorleifur neinnar nýlundu var. En þá sér hann hvar koma piltar tveir. Þeir höfðu ljós með sér og lýstu vandlega um allan bæ- inn. Þegar þeir komu á baðstofu- gólfið sögðu þeir: „Hér er hreint, hér er heitt, hér er gott að leika sér!“ Síðan fóru piltarnir út aftur. En að litlum tíma liðnum heyrir Þor- leifur undirgang mikinn. Sér hann þá fjölda fólks koma inn í baðstof- una. Allir voru þeir prúðbúnir. Þeir höfðu með sér borfe eitt, settu þeir það á mitt gólfið. Síðan settu þeir þar mat á og tjölduðu innan alla baðstofuna. Settist nú fólkið niður við borðið og fór að eta og drekka. Nú koma og inn sveinarnir, er fyrstir komu, og höfðu milli sín karl einn gamlan og illilegan. Karlinn skyggndist um er hann > s s s s s s s s s s s s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i s s s s s s s s s Heilræðavísur úr Númarímum eftir SIGURÐ BREIÐFJÖRÐ Vizku og dyggð að vinum þér veldu systur báðar, leitaðu, hvað sem forma fer, fyrst til þeirra ráða. Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði, dyggðin ein má huga hans hvíla og gefa næði. Viðkvæmnin er vandakind, veik og kvik sem skarið, veldur bæði sælu og synd, svo sem með er farið. Lán og tjón — já, líf og morð — liðug fæðir tunga, þvi er vert að vanda orð og venja hana unga. Héiðraðu þann, sem hærum á hrósar dögum sínum; vertu einkum vífum hjá vandur að orðum þínum. Vondum solli flýðu frá, forðast þá, sem reiðast, elskaðu góða, en aumkva þá afvega sem leiðast. Heyrðu snauðra harma raust, hamlaðu sjúkra pínum, vertu öllum aumum traust eftir kröftum þínum. Ræktu þessi ráðin fá, ræktu dyggðir æfa, svo þótt ég þér fari frá fylgi þér heilög gæfa. \ s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ) s s s s s s s \ s s \ s s s s s I s s s s s s s s s s s s kom inn og þefar í allar áttir og segir: „Hér er maður, hér er mað- ur“. Piltarnir sögðu að þar væri enginn. Settist þá karlinn við borð- ið og sveinarnir. Snæddu nú að- komumenn með gleði mikilli. En er þeir voru búnir að því, fóru þeir að dansa. Þetta létu þeir ganga alla nóttina. En er Þorleifur hélt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.