Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 4
( §48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. M. Eggertsson: • Peningar geymdir og grafnir í jörb Flestir hafa heyrt þjóðsöguna um „dalakútinn" í draumnum, er síðar fannst fullur af peningum. Hér er sönn saga um annan „dalakút" — ódreymdan og ófundinn enn _ að öllum líkindum. ÁRIÐ 1868, eða fyrir réttum 87 árum, var fyrsti sparisjóður stofriaður á fslandi. Þessi fyrsti ís- lenzki sparisjóður var stofnsettur á Seyðisfirði. Það var eigi fyrr en 17 árum síð- ar, að fyrsti viðskifta- og útlána- banki var stofnsettur á íslandi. Það var Landsbankinn í Revkiavík, stofnaður 18. seotember 1885. Fram að þeim tíma, eða allt fram á daga elztu núlifandi manna, höfðu menn aura sína í „handraða" undir slá og lás, og lumuðu á beim allaveffa, sumir síhræddir um að missa þá í þinggjöld, eða þjófa. Hvorugur var kosturinn góður. Ráð var því að geyma aura sinna gætilega, og að sem allra fæstir vissu. Á beim dög- um voru flestir undarlega nasvísir um náungans auraráð. Og ef ein- hver var staðinn að oeningasöfnun. vitnaðist það og alræmdist furðu fljótt. En menri voru misiafnlega auðsælir þá eins og nú Og eitt má ennþá eiga víst: að meðan Dening- ar eru í gangi manna í milli, verða einhverjir til að vilia eignast þá. Einn þessara umkomulausu, en auðsælu manna, er uppi var á und- an sparisjóðum og bönkum, og gróf því peninga sína og faldi þá í jörðu, var Zakarías Illugason, húsmaður á Hjöllum í Þorskafirði, dáinn 11. marz 1852. Við ið opinbera manntal um land allt árið 1850, er heimilisfólk á Hjöllum í Þorskafirði, sem hér segir: Ari Einarsson 34 ára, húsbóndi. Guðbjörg Guðmundsdóttir, 35 ára, kona hans. Börn þeirra: Kristjana, 5 ára. Jón, 2 ára. Björn Einarsson, 25 ára, bróðir bóndans, vinnumaður. Ingibjörg Jónsdóttir, 28 ára, vinnu- kona. Margrét Sveinsdóttir, 16 ára, léttastúlka. Björn Jónsson, 90 ára, ekkill, niðursetningur. Zakarías Illusrason, 42 ára. og fædd- ur að Stað í Grindavík. Lifir á ferðalaert. Áðurnefndur Zakarías var þá eigandi Hialla í Þorskafirði og landsdrottinn Ara bónda, bótt bess sé ekki getið í manntalsskránni 1850. I orestblónustubók Gufudals- sóknar, en beirri sókn tilhevra Hiallar í Þorskafirði, stendur: Ár 1844: „Innkominn í Gufudalssókn, Z^karías Illugason. húsmaður að Hjöllum frá Hvítadal." AUÐUR VELDUR ÁHYGGJUM Zakarías Illugason var fæddur og uppalinn í fátækt, en græddist fljótt fé, enda hygginn og ráðdeild- arsamur. Hann fékkst við smá- skammtalækningar, skreiðarkaup og hestasölu og „lifði því mest á ferðalagi", eins og segir í prest- þjónustubók Gufudalssóknar. Zak- aríasar er fyrst getið í Saurbæ í Dalasýslu, og þá strax í sambandi við peninga er hann geymdi í kistli nokkrum í búri á bæ þeim er hann taldist til heimilis. Munnmælin segja Zakarías vera upprunninn úr Eyrarsveit, en það er með öllu óvíst, en manntöl og kirkjubækur þegja að mestu um þennan mann, að undanteknu því fáa, sem ég hef fundið og hér er skráð. Óvíst er einnig um aldur hans og getur munað nokkrum árum. Við mann- talið 1850 er hann talinn 42 ára. En tæpum tveim árum síðar, 1852, er hann andast, talinn 48 ára í prestþjónustubók Gufudalssóknar. Zakarías hafði miklar áhyggjur af peningum sínum og var aldrei óhultur um þá. Þá var það meðan hann átti kistilinn, eina nótt, að Zakarías gat ekki sofið — Fannst honum þá sem einhver sæti um peninga sína. Fór hann ofan og fram í búr. Er þar þá þjófur kom- inn með lítið ljósker. Og liggjandi á moldargólfinu er hann að bauka við að draga botninn undan pen- ingakistli hans. Ekki þekkti Zak- arías þjófinn. Hann var með grímu fyrir andliti og þaut í burt þá að var komið. Eftir þetta fluttist Zakarías frá þessum bæ og þá að Hvítadal. Ekki vildi hann lengur eiga peninga sína í íláti, en setti þá í selsmaga og gróf þá undir hesthússtalli í Hvítadal. Er nú kyrrt um sinn. Þá var það einu sinni sem oftar, að Zakarías fór suður með hesta til sölu og svo til skreiðarkaupa. Dreymdi hann þá í þeirri ferð, að því er hann sjálfur sagði, að hrófl- að mundi við peningum hans. Yfir- gaf hann því lestina og fekk mann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.