Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 062 T\ í ' Skip sem hvarf fyrir löngu ÁRIÐ 1712 sigldi hollenzka skipið „Zuytdorp" frá Góðrarvonarhöfða og var förinni heitið til Batavia á Java. Á skipinu var um 300 manna áhöfn, og meðal annars hafði það meðferðis margar kistur fullar af silfurpeningum. Skipið hvarf og ekkert spurðist til þess þar til nú að fundizt hefir rekald úr því. AD var árið 1927, að fjárhirðir nokkur í Ástralíu, Thomas Pepper að nafni, lagði á stað frá fjárbúinu í Tamala í vesturhluta Ástralíu, til þess að elta uppi villi- hund, sem lagst hafði á sauðféð. Pepper var ríðandi og hann rakti slóð villihundsins um 70 km. leið, þangað til hann var kominn niður að strönd. Þar tókst honum að skjóta dýrið og sneri svo heim á leið. En hann fór ekki í slóð sína, heldur var hann svo hrifinn af ströndinni þarna, sem er mjög sæ- brött, að hann reið nokkurn kipp meðfram henni. Sá hann þá eitt- hvert rekald niðri í fjöru og kleif niður klettana til þess að forvitn- ast um hvað þetta væri. Og hann gekk fljótt úr skugga um, að hér var vogrek úr skipi. Fann hann gerði um lokk úr hári sínu í boga- streng). Ljóð hans hafa verið gefin út og verið flutt í brezka útvarp- itiu. Mestur listamaður þar er nú Francis Walterson málari, og er mcðal annars frægur fyrir „Tirval“ myndir sínar, sem eru ram-hjalt- lenzkar. Kennarinn John Stewart safn- ar nú örnefnum og bæanöfnum á hverju sumri og fer fótgangandi um eyarnar þverar og endlangar til þess að geta jafnframt lýst hverj- um stað og uppruna örnefnanna. Hann safnar einnig gömlum miða- nöfnum hjá öldruðum sjómönnum. Aðrir fræðimenn vinna að hjalt- neskri orðabók og fleiri þjóðleg- um fræðum. Það er því óhætt að segja, að þarna á hjara veraldar eru margir sem staría aö aukinm menningu. þar ýmsa smámuni, sem hann hirti og helt svo heim. Á næstu árum gerði hann sér margar ferðir á þennan stað til að safna saman gripum, sem lágu þar í sandinum, og fór með allt heim til sín. Þar á meðal voru margir silfurpeningar, hnappar og skraut- bólur, brot úr leirkerum og stafn- mynd af skipi. Stafnmynd þessi var skorin úr eik og vóg rúmlega hundrað pund. Hún var um 5 fet á hæð og var af stúlku með blómkrans á höfði. Hún var nokkuð hnakkakert og hefir það verið gert til þess að hún skyldi horfa beint fram, er henni hafði verið komið fyrir á stefni skipsins. Pepper þóttist viss um að munir þessir mundu geta bent til þess hvaða skip hefði farizt þarna. Helt hann að það mundi hafa strandað fyrir skömmu. En er hann frétti ekkert um að skips væri saknað, fór áhugi hans dvínandi. Hann var og gerður ráðsmaður á búinu og hafði um annað að hugsa, svo að gripirnir lágu í hirðuleysi heima hjá honum. En svo var það í júlí í fyrra að þangað bar ungan jarðfræðing frá Perth. Hann heitir Philip Playford og var sendur á þessar slóðir af steinolíufélaginu í Ástralíu. Hann sá gripina hjá Pepper og tókst á loft, því að hann þóttist vita að hér væri um merkilegan fund að ræða. Hann fór síðan nokkrar ferð- ir til strandstaðarins og sanníærð- ist um að þetta þyrfti að rann- saka betur. Þegar heim kom, fekk hann eitt af blöðunum til þess að leggja fram fé til rannsóknar leiðangurs. Lagði hann svo á stað að nýu við þriðja mann. Voru með honum vélfræð- ingur, sem John Stokes heitir og blaðamaður. Þeir hófu leiðangur sinn í Northamton, sem er um 500 km. fyrir norðan Perth og óku yfir sandauðnina í bílum, en sú leið er um 200 km. Þegar norður kom slóst Pepper í hópinn. Ströndin er sæbrött þarna, eins Stafnmynd skipsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.