Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Page 2
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á Bygdöy til afnota, og þar var safnið opnað hátíðlega 31. maí 1902. Og innan um skógarlundi, á grænum túnum, stendur nú breið byggð fornra húsa, sem sótt hafa verið út um land allt. Þar eru eigi aðeins íbúðarhús, heldur einnig útihús og gripahús. Og þarna hefir verið safnað saman áhöldum, verk- færum og skartgripum í tugþús- unda tali. Þar er allt sem sýnir hvernig fólkið bjó um sig í inum gömlu húsum og má rekja sögu sýningargnpanna allt frá víkinga- öld og fram á seinustu aldir. Hér er menningarsaga bænda- stettarinnar. En norska þjóðin hefir eigi aðeins verið bændaþjóð. Hún hefxr um aldir verið einhver mesta sigiingaþjóð heimsins. Og hér er á öðrum stað sýnd sú saga. Þar er Sjómin tasafmð, sem sýnir þróun s.iomennsku og siglinga frá vík- ingaöld og fram á vora daga. Þar t ru eixuiig þrjú hús, sem allir gest- ir telja sér skylt að skoða. í einu þeirra er skipið hans Friðþ,jófs Nansen, „Fram“. sem heimsfrægt cr fyrir siglingar sinar í báðum ís- höfum jarðar. í öðru húsi eru geymd víkingaskipin þrjú. er fundizt hafa í Noregi, elztu norsku flcyturnar, sem til eru. Og í þrið.ia húsinu er in ,,íorkostulega“ fleyta „Kontiki", sem Thor Heierdahl og félagai' hans fleyttu sér á vfir Kyrrahafið. Þetta er eftirliking af fornum fleytum Indióna í Suður Ameríku, en þó nýsmiði. einstakt i sinni röð og heimsfrægt. Bæði „Fram“ og „Kontiki“ hafa \'arpað ljó.ma á nafn Noregs og ina miklu siglingaþjóð, er það land byggir. En þó mun Islendingunx þykja mest til koma víkingaskip- anna. Þau minna oss á sögu íor- feðranna og landnámssöguna. Þess vegna skal nú sagt nokkuru nánar frá þeim. Vikingaskipin teljast tii forn- gripasafns háskólans. Húsið eða höllin, sem þau standa í, er rétt hjá Friluftsmuseet, og er eigi full- gert enn. Þetta er krossbygging, og þar sem álmurnar mætast, er hár turn og þar uppi svalir. Af þessum svölum getur maður horít niður yfir öll víkingaskipin þrjú í einu, þar sem þau eru sitt í hverri álmu. Fjórðu álmuna vantar enn, en þeg- ar hún hefir verið reist, á að geyma þar allan þann fjölda dýrmætra muna, sem fannst í Ásubergsskip- inu. Fyrsta alman var fullger 1926 og þá var Ásubergsskipið flutt þang- að og haft til sýnis fyrir almenn- xng. Hin skipin tvö voru ekki flutt í húsið fyr en 1929, otg vegna vjð- gerðar á þeim var ekki hægt að hafa þau til sýnis fyrir almenn- ing fyr en árið 1932. Skip þessi eru. líklega öll eldri en saga íslands. Þeim svipar þyerju til annars um byggúigarlag, en eru þó ólík og mismunandi stór. Tvö þeirra hafa vei'ið hafskip, en ið þriðja (Ásubergsskipið). hefir víst aðallega verið ætlað til ferða inn- fjarða og innan skerja, ef til vill sú tegund, er fornmenn kölluðu karia. Skipin eru kennd við þá staði, þar sem þau fundust. TUNKSKIPHi Austan við Víkina, þar sem aður hét Austfold, stendur nú borgin Fredriksstad. Um 10 km. þaðan, á austanverðri svonefndri Hrolfsey, er bær sem Haugur heitir. Skammt frá honum var gamall haugur. sem kallaður var Báthaugen (Skips- haugur), en óvíst hve gamalt naínið er. Næsti bær þar heitir Hróarstaðir (eða Hróastaðir). Þar var annar stór haugur. Graíið var í hann 1751 og fannst þar fornt skip, en það fór allt forgörðum fyr- ir handvömm. Nú var það laust eftir liitíO að þeir á Haugi fóru að sæltja mold í Skipshauginn, og árið 1867 rak- ust þeir þar á fornt skip, en skeyttu ekki um að tilkynna þann fund. — Var mikill hluti skipsins kominn undir bert loft þegar háskólinn fékk að vita um þetta og stöðvaði moldartökuna. Voru svo um haust- ið sendir þangað fróðir menn til þess að rannsaka þennan merka fornleifafund. Haugurinn var einn ínn stærsti i Noregi, um 80 metrar i þvermál. Skipið hafði verið látið Standa á jafnsléttu, áður en haugurinn var orpinn og sneri frá norðri til suð- urs. Innan í það hafði verið lagt þykkt lag af eini og mosa, til þess að verja það fúa. Aftur á skipihu var líkhús, er hvíldi á stoðum, sem reknar voru niður utan við skipið. Þarna fuodust bein úr karlmanni og hesti og var auðséð að hestur- inn hafði verið grafinn standandi. Ýmsa muni höfðu bændur fundið þarna, en þeir vpru flestir glatað- ir. En sýnilegt var einmg, að haug- urinn hafði verið rofinn einhvern tima i fyrndinni, og þá hefir verið rænt þeim gripum, er nokkurs þótti um ver.t. , Það þótti mikill viðburður þeg- ar skip þetta fannst, en minna hef- ir þótt ti.l þess.koma síðan hin skipin fundust, enda hafa mestar skemmdir orðið á því. Súðirnar til beggja stafna hafa fúnað gjörsam- lega. enda þótt þær hafi yerið úr eik. Er því tæplega hægt að ákvæða hvað skipið hefir verið langt. en þó gizka menn á að það hafi verið 20 rnetra. har hafa ekki verið nema 11 eða 12 árar á borð. Það hefir því verið styttra cn hin skipin og einnig borðlægra, því að borðin i súðinni haf-a ekki verið riema 10, en eru 12 í Ásubergsskipinu og 16 í Gaukstaðaskipinu. Af súðinni eru nú ekki eftir nema 8 horðin mióskipa og ofurlítii brot af 9 og 10 borði. Vegna þessa er ekki hægt að sjá hvernig arastokkurinn hefir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.