Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Side 3
Gaukstaðaskipið í hauginum venð, né hvernig skipið heíir verið skjöldurn skarað. En það er ein- kennilegt, að þetta skip er breið- ara en hin, og halda menn að það hafi verið gert vegna þess hvað það var borðlágt, svo að það skyldi vera stöðugra í sjó, enda má sjá á því, hve ramlega hefir verið frá siglutrénu gengið, að meira hefir verið treyst á segl en árar. Eigi er unnt að ákveða hve gamalt skipið er. En allt bendir til þess að konungur hafi verið heygður í því. Halda menn að konungsætt hafi setið í Hrolfsey um skeið, og draga það af inum mörgu og stóru haugum, sem þar eru. En A. W. Brögger prófessor telur allar líkur til þess, að Hrólfseyarættin hafi ekki verið upp runnin í þessari byggð, heldur muni þar um að- komu konunga að ræða, er lagt hafi undir sig héraðið og ráðið fyrir því um nokkurt skeið á 9. öld. Hitt er ekki vitað hvaðan þeir konungar voru, en ekki þykir ólíklegt að þeir hafi verið danskir, og draga menn það af því, að þarna hafa fundizt samskonar grafir og gröf Þ.yri drottningar hjá Jalangri í Dan- mörk, enda þótt þessar grafir séu LESBÖK MORGUNBLAÐSINS eldri en drottningargröfin. Nokk- urn stuðning fær þessi tilgáta og í Heimskringlu, þar sem sagt er frá dauða Eysteins Hálfdanarson- ar konungs á Vestfold. „Þá var sá konungur á Vörnu, er Skjöldur hét; hann var allmjög fjölkunnugur“. Varna hét héraðið, þar sem Hrólfs- ey er, og nafn konungsins virðist danskt. Og þar sem segir að hann hafi verið fjölkunnugur, þá gæti það bent til þess, að Norðmenn hefði haft skömm á honum. GAUKSTAÐASKIPIÐ Vestan fjarðarins gegnt .Austfold er Vestfold. Þaðan eru komin bæði hin skipin, Gaukstaðaskipið og Ásubergsskipið. Gaukstaðir eru skammt irá bæn- um Sandefjord. Þar á grasbala hjá Neðri Gaukstað stóð stór haugur og var kallaður Konungshaugur. — Fylgdu honum þau munnmæli, að þar væri konungur heygður ásamt öllum gersemum sínum. Árið 1880 fóru einhverjir að grafa í haug'inn og ætluðu að ná í dýrgripina. Þetta verk var stöðvað, vegna þess að nauðsyn þótti til bera að það væri imnið af mönnum, sem þekkingu höfðu. Og sama árið fór svo N. Nicolaysen fornfræðingur þangað og braut hauginn. Fann hann þar skip, og var það merkilegasti forn- leiíafundur Norðmanna um heilan mannsaldur og er inn merkilegasti að sumu leyti enn. Þegar á öðrum degi rakst hann á skipið, og eftir 10 vikur var uppgreftrinum lokið. Haugurinn var þó stór, um 50 metra í þvermál og um 5 metrar á hæð. Þarna var ið annálaða Gauk- staðaskip, sem nú er á safninu á Bygdöy. í líkhúsi á þiljum uppi fannst beingrind af manni. Hann hafði verið lagður t rúm sitt, í skrautklæðum og með vopnum sínum. Er ekki talinn neinn vafi a því að þetta hafi konungur venð. Rannsókn á beinunum sýndi að hann mundi ha% verið um firnm- tugt og 1,78 m. á hæð. Það kom einnig í ljós, að hann mundi hafa þjáðst af liðagigt, einkum i vinstra kné og þess vegna átt erfitt um gang. Út af þessu kom Brögger próíessor fram með þá tilgátu, að þarna mundi fundinn Ólafur kon- ungur Geirstaðaálfur. Dró hann þá ályktun einkum af því, að Þjóð- óli'ur skáld í Hvini segir í Yngl- ingatali, að Ólafur konungur hafi andast úr l'ótverk. Síðar hefir þetta þó verið dregið í efa, enda segir Þjóðólfur í kvæði sínu að Ólaíur konungur hafi verið heygður á Geirstöðum. Kvæðið var orkt fyr- ir Rögnvald heiðumhæra, son Ólafs, og mátti Þjóðólfur því vel vita hvar Ólafur varheygður. Menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.