Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS /f 73 Gaukstaðaskipið um munum. Hafði allt þetta varð- veizt furðu vel, nema hvað skipið hafði brotnað undan þunga haugs- ins. Varð því að taka það allt upp í smábútum og setja saman aftur. Eins voru margir gripirnir komnir í smátt og má geta þess að sleði, sem fannst þar, var í 1068 bútum. Það var því ærið vandaverk að taka upp öll brotin, merkja þau og setja síðan saman að nýu. Það þykir vafalaust að í þessum haugi hafi drottning hvílt. Fundust í hauginum beinagrindur tveggja kvenna, og er önnur drottningin en hin þerna hennar, sem menn hafa látið fylgja henni til Heljar. Önnur beinagrindin var af konu, sem hefir verið um þrítugt, en hin af konu á sjötugsaldri og hefir sú verið orðin ellihrum af liðagigt og kölk- un í hrygg. Báðar höfðu þær verið lagðar í rúm í grafhýsi á þiljum, og hafa í rúmunum verið sængur, koddar og ábreiður. Staðurinn, þar sem skipið fannst, er nú kallaður Oseberg, en menn telja það afbökun úr Ásuberg, og svo haíi staðurinn heitið í fornoid. Þess vegna hefir Brógger prófessor komið fram með þá tilgátu, að stað- urinn sé kenndur við Ásu, ömmu Haralds hárfagra, og þarna hafi hún verið heygð. Schreiner pró- fessor rannsakaði beinagrindurnar og komst að þeirri niðurstöðu, að in yngri mundi hafa verið drottn- ingin. Ása var dóttir Haraldar ins granrauða konungs á Ögðum. Guð- röður veiðikonungur á Vestfold hertók hana og gerði brúðkaup til hennar. Sonur þeirra var Hálfdán svarti, faðir Haralds konungs hár- fagra. Þegar Hálfdán var ársgam- all, var Guðröður drepinn að ráð- um Ásu, og flýði hún þá með son sinn vestur á Agðir og settist þar í ríki föður síns. Þar ólst Hálfdán upp þar til hann var 18 vetra. Þó gerðist hann konungur á Ögðum og síðan tók hann hálfa Vestiold á móti Óiaíi Geirstaðaálfi, hálfbróð- ur smum. Sé það nú rétt hjá pro- fessor Schreiner að beinagrind yngri konunnar í haugnum sé drottningin, þá fær tilgata Brögg- ers próí. ekki staðizt. Hafi Ása drottning andast innan við þrítugt, þá hefir hún átt heima á Ögðum, og verður ekki séð nein skynsam- leg ástæða til þess að hún hafi þá verið flutt til greftrunar á Vestfold. En hafi Ása drottning flutzt með Hálfdáni syni sínum á Vestfold (þá komin hátt á fertugsaldur) og tek- ið sér bústað á Ásubergi, þá ætti beinagrind gömlu konunnar að vera ai' henni, eí tilgáta Broggers er rétt. Ásubergsskipiö er allt úr eik og ft ■ % Asabergsskipið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.