Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Síða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS vo Ishnzk skáldköna vestan hafs ÁRIÐ 1954 hét Jóns Sigurðsson- ar félagið í Winnipeg verðlaunum f\Tir bezta leikrit um líf íslenzku frumbyggjanna í Ameríku. Máttu allir taka þátt í þessari samkeppni. nema þeir, sem í félaginu eru. Jóns Sigurðssonar félagið er deild í allsherjar sambandi kvenna, er nefnist „Imperial Order Daught- ers of the Empire“ (IODE) og hef- ir deild þessi unnið mikið að menn- ingarmálum landa vestra. Félaginu bárust fjögur leikrit, og varð úrskurður dómnefndar ein- róma um að verðlaunin bæri að veita leikriti, sem nefndist ,,In the Wake of the Storm“. Reyndist höfundur þess vera ungfrú Lauga Geir í Edinborg í Norður Dakota. Lauga Geir er alíslenzk. For- eldrar hennar voru Jóhann Geir og kona hans Anna Jónsdóttir, er eitt sinn bjuggu á Kolstöðum í Mið- En Gaukstaðaskipið mun vera eins og skip það, er þeir Þórólfur og Egill Skallagrímssynir fóru á herferðina til Kúrlands. Og svipuð hafa verið þau skip, er þeir Hrútur Herjólfsson og Gunnar frá Hlíðar- enda fengu í Noregi og fóru á í hernað, enda þótt þar sé talað um tvítugsessu og þrítugsessu. Mætti það vera smáýkjur söguritarans. Gauksstaðaskipið er ekki nema sextánsessa, og er þó talið kon- ungsskip. ★ Þessi skip vekja margar minn- ingar úr siglinga og hernaðarsögu forfeðranna. Og þegar maður hefir þau fyrir augum, verður margt ljósara en áður af því er sðgurnar harma um sjóferðir og víking. Mað- dalahreppi í Dalasýslu. Fóru þau vestur um haf með „stóra hónnum" 1876 og settust fvrst að í Nýa ís- landi, en fluttust til Norður Dakota 1880. Jóhann dó frá fjórum ungum bornum, en Lauga var þá að( ins ófædd. Átti ekkjan þá við mikla erfiðleika að striða með barnahóp- inn, og því var það að nágrannar hennar tóku Laugu litlu til fóst- urs nýfædda og ólu hana upp. Þessir nágrannar voru þau hjónin Þórdís Guðmundsdóttir og Davíð Jónsson úr Húnavatnssýslu. Þau höfðu einnig komið vestur með „stóra hópnum“, settust fyrst að í Nýa íslandi, en fluttust til Norð- ur Dakota 1882. Lauga Geir var sett til mennta og útskrifaðist frá háskólanum í Norður Dakota árið 1923 og tók meistaragráðu við sama skóla árið 1938. Var hún um skeið kennari við ur sér nokkurn veginn hvernig að- búnaður hefir verið þar, og þá skilst betur en áður, að ekki hefir það verið heiglum hent að ala ald- ur sinn á þessum skipum. Mað- ur reynir og að gera sér í hugar- lund hvernig hafi verið að leggja til orustu á þeim, og fyllir sjálfur í fáorðar lýsingar fornsagnanna á sjóorustum, þar sem stór floti slíkra skipa var samankominn. Og maður skilur betur en áður hvernig á því stóð, að Norðmenn gátu á þeim árum siglt um úthöfin og hvernig á því stóð að þeir urðu einmitt til þess að nema ísland. Skipasmíð þeirra var komin á haerra stig en hjá öðrum og þeir áttu betri skip en flestir eða allir aðrir. Á. Ó. Langa Geir Jóns Bjarnasonar skólann í Winni- peg, og síðar við ýmsa skóla í Norð- ur Dakota og víðar. — Hún hefir verið fremur heilsutæp in síðari ár, og leikritið hóf hún að semja í sjúkrahúsi í Winnipeg, þar sem hún lá eftir hættulegan upp- skurð. Leikritið var sýnt í leiksal Sam- bandskirkjunnar í Winnipeg dag- ana 14. og 15. nóvember s. 1. Þótti löndum vestra það merkisviðburð- ur, þar sem leikurinn sýnir frum- byggjalíf íslendinga og var eftir íslenzkra konu. Frú Hólmfríður Daníelsson, sem nú er öllum lönd- um vestra snjallari í leiklist og hafði í sumar aukið mjög hróður sinn með sýningu á 100 ára af- mæli íslendingabvggðar í Utah, tók að sér leikstjórn og lék sjálf eitt aðalhlutvérkið. Þótti henni hvort tveggja takast með ágætum, og er frammistöðu annara leikenda einnig hrósað mjög. Var ætlunin að sýna leikinn nokkrum sinnum í Winnipeg og fara svo með hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.