Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 1
9. tbl. JHftfBtntfrlatotft* Sunnudagur 4, marz 1956 b&k XXXI. árg. FORFEÐUR VORIR VÉB vitum að landnámsmenn fslands komu frá Noregi, og vér getum raklð ættir vorar tll ýmissa höfðingja er þar voru uppi á 8. öld, eða fyr. Þenna fróðleik geyma sögur vorar. En þar fyrir framan var fortíðin myrkri hulin, þangað til fornfræðin kom til söffunnar. Hún tekur við þar sem sagnamennina þrýtur og rekur söguna á sinn hátt frá örófi vetra, segir oss frá lífsbaráttu og kjör- um forfeðra, sem vér höfum engar sagnir af. Söguþjóðinni mun þykja fróðlegt að kynnast þessu og því er hér í stuttu máli rakin saga forfeðra vorra framan úr grárri forneskju. Greinin er byggð á „Norges historie" eftir Andreas Holmsen, fyrsta hluta hennar, sem gerist löngu áður en sögur hófust og er eingöngu byggður á þeirri fræðslu sem fornminjar veita. ¦•- STEINALDARMENN ¥j R J Á R ísaldir hafa að minnsta kosti gengið yfir Noreg, en á milli þeirra voru hlýinda tímabil. Bæði ísaldirnar og bilin milli þeirra náðu yfir þúsundir ára. Menn huggðu að á seinustu ísöld hefði legið samfelldur jökull yfir allan Noreg, og samkvæmt þeirri kenningu hefði þá ekkert líf getað þróazt þar um þúsundir ára. Allur gróður hef ði því átt að berast þang- að eftir ísöld og dýr og menn kom- ið þangað smám saman á eftir. En nýustu rannsóknir sýna ann- að. Nú er það vitað, að alla seinustu ísöld voru +;1 ^kullaus svæði á norður- og vesturströnd Noregs, enda þótt samfelld íshella næði þá suður á mitt Þýzkaland og langar leiðir inn í Rússland. Elztu minjar um mannabústaði í Noregi eru fundnar þar sem sízt skyldi ætla, langt norður á Finn- mörk. Fyrstu bústaðirnir. sem menn rákust á, voru hjá Komsa í Altafirði, og vegna þess hefur þetta verið kallað „Komsa-tímabilið". Þarna hafa frumstæðir veiðimenn átt heima og gizkuðu sumir forn- fræðingar á, að þeir hefði komið þangað að austan. En þegar þess er gætt, að á seinustu ísöld var ein íshella frá Finnmörk austur fyrir Elztu steinsverkfæri fundln í Altaflrði: tvær sköfur og broddur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.