Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Side 8
140
LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS
Heimkynni Dodo-fuglsins
l'ETTA er utdráttur úr grein um eyna Mauritius, eítir mann sem heitir
Quentin Keynes og er at frælfri ætt, þvi að Charles Darwin var Jangafi
hans. Hann fór til eyarinnar aðallega í þvi skvni að kynna sér þær
minjar. sem enn finnast þar um inn einkenniiega Dodo-fugl, sem er
aldauða fyrir löngu.
AUSTUR i Indlandshafi, á 20.
gr. n.br., er eyaklasi nokkur,
sem nefnist Mascarene-eyar. Þang-
að eru um 1760 sjómílur frá Durban
í Afríku og 570 sjómilur frá Mada-
gascar. Þarna er eyan Mauritius,
1865 ferkilómetrar að stærð. Hún
er hálend og eru þar mörg gömul
eldfjöll. það hæsta 826 metrar.
Þarna á nú heima um hálf milljón
manna og er eyan því þéttbýl, þar
sem til jafnaðar eru 270 menn á
hverjum ferkílómetra. Eyarskeggj-
ar lifa nær eingöngu á sykurrækt
og flytja út árlega um hálfa milljón
smálesta af sykri, eða eina smálest
á hvern mann.
Portúgalar fundu eyna fyrstir
manna árið 1505. Þá var hún
óbyggð, og þeir settust ekki að þar,
en kölluðu eyna Liha do Cerné.
Hollendingar komu þangað 1598
og námu þar land. Þeir nefndu
eyna Mauritius, í höfuðið á Maur-
ice 'prins af Nassau, frægum her-
foringja sínum. Þá voru þarna
miklir ibenholt-skógar og þar voru
fuglar „helmingi stærri en svanir.
sem þeir kolluðu Walgkstocks. —
vegna þess hvað þeir voru ljótir og
óþrifalegir.“ Þetta er fyrsta lýsing-
in sem til er af Dodo-fuglum. Land-
nemunum þótti ekki gott kjötið af
þeim, og sóttust því ekki eftir að
drepa þá þess vegna. Þó urðu þeir
að veiða þá þegar matarskortur var
hjá þeim.
Árið 1634 kom Englendingurinn
Sir Thomas Herbert til eyarinnar
og hann hefur sagt svo frá Dodo-
fuglinum: „Hamt er raunálegur á
svip, eins og hann sé sér meðvit-
andi um það ranglæti náttúrunnar,
að skapa svo stóran skrokk og út-
búa hann með svo Utlum og einkis
nýtum vængjum, að þeir eru ekki
til neins annars en sýna að hann er
af fuglakyni.“ Árið 1656 gaf John
Tradescant út skrá um merkilega
gripi, sem geymdir væri í South
Lambeth hjá London, og getur
hann þar um ham af Dodo-fugU frá
Mauritius „sem ekki gat flogið
vegna þess hvað hann var stór.“
Áður munu þó hafa verið fluttir
lifandi Dodo-fuglar til London, því
að Sir Hamon Lestranga segir:
„Árið 1638 var ég á gangi í London,
og sá ég þá hvar mynd af ókenni-
legum fugU var hengd upp. Við
fórum þrír inn í húsið, þar sem
þessi mynd var. Þar var fuglinn til
sýnis. Hann var í búri og hann
hefur verið stærri en inn stærsti
kalkún. Eigandinn sagði að hann
héti Dodo.“
Hamurinn, eða úttroðni fughnn,
sem Tradescant talar um, var
seinna í háskólasafninu í Oxford.
En árið 1755 skipaði stjórn háskól-
ans að brexma hann, vegna þess
hvað hann væri orðinn ótútlegur.
Þó var geymdur hausinn og hægri