Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 137 ir innflytjendur settust aðallega að umhverfis Víkina. Seinna kom ann- ar fólkstraumur að austan og dreifðist um Þrændalög og Mæri, en sumir fóru suður á bóginn til Jaðars og Lista. Þeir komu einnig með hamra, en þeir voru af annarri gerð og líkt og með axarmunna öðrum megin. Svo virðist, sem ekki hafi orðið neinir verulegir arekstrar milli innflytjendanna og þeirra, sem fyrir voru, Þessir innflytjendur voru upphaílega hirðingjar og þeir völdu sér einkum bústaði þar sem minnst var um skóg og góðir hagar. Aflur á móti höfðu akuryrkju- mennirnir ráðizt á skógaha og brennt þá, til þess að gera þar akra. Með þessum innflytjendum koma nýir siðir, sem hafa haft ahrif a frúmbyggjana, sem stóðu á lægra menningarstigi. Það er eigi aðerns að ails konar viðskipti takast með þeim, heldur berast nú frumbyggj- unum upp í hendurnar ýmis betri verkfæri, en þeir höfðu áður haft, og svo lærist þeim smám saman að stunda akuryrkju og kvikfjár- rækt, enda þótt sú þróun yrði hæg- fara. Á Krakuey hjá Austfoid hafa fundizt leifar mannabústaðar, er menn ætla að sé frá þessum tíma, eða um 2000 f. Kr. Eru þetta elztu leifar reglulegra húsa, sem fundizt hafa á þeim slóðum. Sýnilegt vár að bærinn hafi brunnið, en þó fannst þar ýmislegt sem bendir til þess hvernig tvær ólíkar menning* ar hafa verið að bræðast saman á þessum slóðum, fiskimaðurinn hef- ur verið iarinn að tiieinka sér menningu aðkomufólksins. Skammt þaðan fannst beína- grind af manni, og má vera að sá maður hafi átt þarna heima um þetta leyti. Hann hefur verið 1.72 m. á hæð, og heilabú hans hefúr verið óvenjulega stórt, stærra én meðallag er nú á dögum. Þessi maður getur að sjálfsögðu ekki talizt samnefnari fyrir fólkið • í landinu á þeim tíma, en hann sýnir, að þarna hafa búið menn, sem voru vel af guði gerðir bæði andlega og líkamlega. Á SEINASTA skeiði steinaldár (1800—1550 f. Kr.) koma til sög- unnar nýir gripir, inir svokölluðu steinrýtingar, og er þetta tímabil kennt við þá. Þeir hafa breiðzt um allt land, frá Víkinni og norður í Þrændalög og hafa eflaust verið kærkomnir bæði búendum og veiði -mönnum, enda finnast þeir bæði inni í landi og í verstöðvunum. Enginn efi er á því, að þeir hafa verið verslunarvara, og að mikil viðskipti hafa átt sér stað milli innflytjendanna og frumbyggj- anna. Samtimis þessu koma og fram Unilur ur flogugrjuti, fundinu a Þclamork.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.