Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 2
IM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gandvík, og að þann is leysti mikið seinna heldux en á Finnmerkur- strönd og suður um Noreg, þá virð- ist eðlilegast að ætla, að þessir veiðimenn hafi verið afkomendur þjóðar, sem átti heima í Noregi fyrir ísöld. Er eðlilegast að ætla, að þegar ísöldin skall á, hafi fólkið flúið undan ísnum, sumir leitað suður á bóginn, allt til Mið-Evrópu, en aðrir haldið út til hafsins og orðið innikróaðir þar á inum ís- lausu svæðum. Bústaði sína hafa þeir haft við sjó frammi, en þá náði ströndin lengra út en nú. Þegar ísinn fór að þiðna og strandlengjan sökk í sjó, hafa þeir orðið að flytja bústaði sína hærra og hærra. Þess vegna er ekki von að elztu bústaðir þeirra hafi fundizt, þeir eru úti í sjó. En bústaðirnir, sem fundizt hafa þarna úti á hjara veraldar. lengst norður á Finnmörk, eru þó elzt mannvirki, sem fundizt hafa í Noregi. s ÞAÐ eru nú 11—12.000 ár síðan að jökulhelluna tók að leysa af Nor- egi, og var horfin eftir nær 2000 ár. Á hálendinu hafði ísinn mulið undir sig og skriðjöklar báru fram mikið af leir og sandi, er fyllti grunna firði, svo að þar urðu dalir eftir. í þessum jökulruðningi festi svo gróður rætur. Hann barst út frá inum íslausu svæðum upp í há- lendið og suður með ströndum fram, en að sunnan kom annar gróður, sem fylgdi inum hverfandi ísi fast eftir, og barst seinast til Noregs frá DanmÖrk og Svíþjóð. Með honum komu stórar hjarðir hreindýra, er heldu sig alltaf við ísröndina. Og þegar veðrátta tók að hlýna meir, kom annar gróður. og einnig ýmis dýr, sem ekki eru kuldabeltisdýr. Þarna komu skóg- arnir og skógardýrin. Veðráttan hlýnaði, varð hiýra og þurrarten nú-er. Björk og fura þöktu Stör svæði á hálendinu, þar sem nú er eyðimörk, en niðri á lág- lendinu þutu upp skógar af eiki- trjám, lindartrjám og almi, og þangað komu alls konar skógardýr, sem áður höfðu verið suður í Ev- rópu, þar á meðal villisvínin. Þetta tímabil, sem talið er ná frá 7.500— 5.500 f. Kr„ kalla veðurfræðingar boreal-tímabilið, eftir inum þurru norðlægu (boreale) vindum, er þá blésu. Ekki er ósennilegt að fólkið hafi einnig dreifzt um landið frá norðri og suðri, eins og plöntur og dýr. Maður getur ímyndað sér, að þeir, sem áttu heima í inum gömlu veiði- stöðvum norður á Finnmörk, hafi haldið suður á bóginn, þegar ísinn tók að leysa. En langt hafa þeir ekki farið, ekki lengra en í Norður- landsfylkí. Sunnar finnast þeirra engar minjar. Og það getur verið eðlilegt, því að einmitt á þessum slóðum rákust þeir á annan þjóð- flokk. sem kallaður er Fosna-menn, og er það nafn dregið af Fosna hjá Kristjánssundi, þar sem fyrstu minjarnaar um þá fundust, og tald-- ar vera um 10.000 ára gamlar. Fornfræðingar þykjast geta rakið slóð Fosna-manna, að þeir hafi komið frá Svíþjóð til Víkurinnar, og dreifzt þaðan norður eftir landi. Hafa fundizt margar minjar þeirra á Austfold, en þó hvergi jafn mikið sem á Mæri. Þau eru ekki rnerkileg áhöldin, sem fundizt. hafa í bústöðum þess- ara manna. Það eru allt smá áhöld úr steini, Fosnamenn hafa notað tinnu, en Komsa-menn aðrar stein- tegundir. Oft er erfitt að sjá, að þetta sé ekki aðeins náttúrlegar steinvölur, svo frumstæð eru þessi áhöld. Og það hafa yfirleitt verið smíðatól, því að aðaláliöld þeirra voru úr öðrum efnum: beini og horni, enda er þetta tímabil stund- um nefnt beinöld. En af þeim áhöldum er ekkert til. Tímans tönn hefur brutt þau upp U1 agna. fyrir löngu, nema helzt í dölum mm. En þar var lítil byggð, allur þorri manna átti heíma út við hafíð. Komsa-mönnum á Finnmörk gætum vér helzt líkt við fortíðar Eskimóa. Þeir hafa nær eingöngu lifað á selveiðum, og þeir hafa ef- laust átt selskinnsbáta og hafa klæðzt selskinnum. Lýsi hafa þeir notað til ljósa og eldsneytis, og annaðhvort hafa þeir búið í jarð- húsum eða tjöldum. Lífsskilyrði hafa þá verið lík þar eins og nú er á Grænlandi. Seinna, þegar hlýna tók og gróður að aukast, hafa þeir brennt skógarviði, það sést á trjákolum, sem fundizt hafa í bústöðum þeirra. Sennilega hefur þeim og iærzt að veiða hreindýr, eftir að þeir mættu þeim, svo ekki er víst að mikill munur hafi verið á iifnaðarháttum þeirra og Fosna- manna þegar þeir hittust. Fosnamenn hafa sennilega liföð á hreindýraveiðum upphaflega og elt hreindýrin norður, eftir því sem isinn hopaði lengra undan. En þegar þeir voru komnir út að At- lantshafsströnd, hefm' þeim verið nauðugur einn kostur að' lifa mest á fiskveiðum, Þeir höfðu engin hús- dýr, en til fata hafa þeir haft hreinstökur. & ÞAÐ er fyrst við lok boreal-tíma- bilsins, að ný og betri áhÖld koma í stað þeirra, er menn höfðu notað um þúsundír ára. Það eru verk- færi úr steini. Má vel vera að éin- hverjir innflytjendúr sunnan úr Ewópu hafi flutt þá nýung með sér þangað, því að þá var nýlega farið að nota slík steinverkfæri í suðlægári löndum. En þeir innflytj- endur hafa þá þegar blandazt þvf fólki, er fyrir var, því að þeirra sér ekki önnur merki. Það voru aðallega axir. som menn smíðuðu fyrst úr steini. Þar. með var steinninn uppgötvaður sera smíðaefni, og það olli byltíngu. Steinninn var betrí að ýmsu: leyti. en' bein' og hom, ekki sízt til smxða- tóla og vopna, og hægt var að laga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.