Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JF 141 Nákvæm eftirlíking af Dodofugli. Hér sést hve litlir væng- irnir hafa verið í samanburffi við skrokk fuglsins. - fóturinn. En þa var fuglinn aldauða á Mauritius fyrir hálfri öld. Svo gleymdist hann alveg þangað til árið 1865 að út kom bókin „Alice í undralandi“, eftir Lewis Carroll (Charles Dodgson). Þar lætur hann Alice tala við gríðarstóran fugl, sem hann nefnir Dodo. Heldu víst flestir að þetta væri aðeins kynja- fugl, búinn til af höfundinum. En þetta sama ár (1865) var enskur skólakennari, Georg Clark að nafni austur á Mauritius og var í óða önn að grafa upp beinagrindur af stórum fuglum. Með fregninnj af þessum fundi hans barst það svo út um allan heim, að Dodo-fuglinn hefði ekki verið nein kynjaskepna, heldur fugl sem einu sinni átti þarna heima. Og þegar ég var á Mauritius þá gaf Jean Vinson, forstjóri náttúru- gripasafnsins í Port Louis, mér eitt af þeim beinum, sem fundizt hafa þar sem George Clark var að graf'a 1865. Þarna voru fleiri fuglar, sem nú eru aldauða. Vinson sýndi mer beinagrind af „rauðu hænunni“ (aphanapteryx) og tvo hami af „hollenzku dúfurtni" (aleetroenas nitidissima) og eru það einu minj- arnar sem eftir eru um þá fugla. Af rauðu hænunni eru til málaðar myndir og sýna þær að hún hefur haft langt bogið nef og fjaðrir hennar ryðrauðar á litinn. Hjá henni vottaði ekki fyrir vængjum. Á Mauritius hafa aldrei verið gnák- ar, og þess vegna hafa þessir ófleygu fuglar getað lifað þar. En 13 sjómílum norður af Mauri- tius er lítil ey, sem nefnd er Koll- ótta ey, og þótt undarlegt megi virðast eru þar til tvær tegundir af snákum. Latnesku nöfnin á þeim eru „bolyeria multicarinata“ og „casarea dussumieri“. Halda dýra- fræðingar að þessar tegundir sé hvergi til á jörðinni nema hér og muni vera seinustu afkomendur snákaættar, er uppi hafi verið fyrir örófi vetra. Á þessari ey náði Vinson fugli nokkrum fáséðum fyrir nokkrum árum. Það kom upp úr kafinu að þetta var fýlungategund, sem nefn- ist „pterodroma arminjoniana“, og hafði hennar hvergi orðið vart áð- ur nema á eynni Trindade, sem er við Brazilíuströnd, hér um bil á sömu breiddargráðu og Kollótta ey. En hálfur hnötturinn er á milli þessara eya, og einkennilegt að fuglinn skuli vera á þeim báðum, en hvergi annars staðar í heim- inum. Trúði ég á tröllin, tröll í háum fjöllum. Þar í hamra höllum hlýddu kynjasnjöllum stormum, fossaföllum fornu íslandströllin. Sátu um feita sauði, supu merg úr beinum. Gerðu margt i meinum myrkelsk þar í leynum, Mönnum svifaseinum sár var búinn dauði. Trúði ég á tröllin, trúin sú er flúin. Öld i sneggra snúin, snerputíð er búin. Fjöllin risum rúin. Rænd er kletta höllin. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestsbakka. Margar konur höfðu korruð fram í útvarpinu, og að lokum sagði þulurinn í gamni: Hver ykkar vill nú viður- kenna að hún sé elzt? — Það er ekki um að villast að ég er elzt, svaraði ein, þyí að ég er 89 ára. — Og þér sem eruð svo ungleg! hróp- aði þulurinn. Viljið þér ekki segja hlustendum frá því hvernig þér fóruð að þvi að höndla lífsgleðina, sem hefur haldið yður svo unglegri. — Ég var ekki á röndum eftir henni, sagði gamla konan. Eg hef aðeins haft þá venju að velja mer rólegan stað og láta lifsgleðina koma sjálfkrafa til mín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.