Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Page 15
á mér. Ég stóð á öndinni og átti von á
aó fleytarinn mundi pjakka aftur og
fleinninn fara í gegnum mig. Þá heyrði
ég að annar kallaði.
„Vertu ekki að hugsa um fúarafta.
Það kemur okkur ekki við. Við eigum
ekki að gera annað en binda þá saman.
Komdu og hjáipaðu mér.“
Fleytarinn fór og ég heyrði hvernig
hann stiklaði bol af bol. Mér létti í bili.
En nú bar nýan vanda að höndum, sem
hvorugur okkar Jans hafði gert ráð
fyrir. Hingað og þangað meðfram ánni
voru verkamenn, sem höfðu þann starfa
að koma trjábolunum saman í fleka og
stýra þeim að næstu sögunarmylnu.
Hvernig skyldi nú fara þegar flekinn
kæmi að mylnunni? Annaðhvort varð
ég að gefast upp, eða þá fara með
bolnum inn í sögina og láta brytja mig
niður. Eina vonin var að fjekinn kæm-
ist ekki til mylnunnar fyrir kvöldið.
Nú rak mig lengi dags. Hvað eftir
annað heyrði ég fleytara kallast á. Svo
fann ég að trjábolurinn stöðvaðist. Vél-
bálurinn, scm dró flekann ætlaði að
halda kyrru fyrir um nóttina.
Eg beið lengi, og þegar ég heyrði ekki
mannamál lengúr, áræddi ég að gægj-
ast út. En það var ekki hægt. Rörk-
urinn var fastur. Þeir höfðu sýnilega
seft band á bolinn.
Nú vandaðist málið. Ég þreifaði fvrir
mér og rakst á gatið eftir broddstaf
flevtarans. Ég greip þá hnífinn, sem
.Tan hafði léð mér og hamaðist að vikka
gatið þangað til það var orðið svo vitt,
að ég kom höfðinu og öðrum handlegg
ut um það. Ég sá ljós og clda á landi
og vissi að þar höfðu fleytararnir tekiö
sér náttstað. Ég sá lika að trjábolur
minn var aftast í flekanum. Gæti ég
losað hann, var hægt að komast út úr
flekanum. og þá gat ég róið honum
fram hjá flekanum og haldið áfram för
minni. Með skjálfandi liendi þreifaði ég
eftir handinu til þess að vita hvort það
væri vir eða kaðall. Og hjartað i mér
kipptist við af fögnuði þegar ég fann
að það var kaðall. Ég var þá ekki seiim
að skera hann sundur og losa trjábol-
ínn út úr flekanum. Nú gat ég lyft
barkarhurðinni og röið. Ég komst fram
hjá flekanum.
Rétt á eftir varð ég þess var að áin
þrengdist og varð straumharðari og
mér rkilaði þvi vel. Undir morgun var
ég kominn langa leið frá flekanum, En
þegar birti borði ég ekki annað en fela
mig.
Margir fcckr höfð'u icsnað ur fiekan-
LESBÖK MORGXJNBLAÐSINS
291
um um leið og ég skar á kaðalinn, og
þeir urðu mér samferða og ég var alltaf
að rekast á þá. En nú heyrði ég í vél-
báti og varð ekki um sel. Svo heyrði ég
tvo menn tala saman. Annar sagði:
„Sjáðu, hér fljóta peningar. Við skul-
um ná í nokkra fallegustu trjábolina."
Ég komst að því að þetta voru rúss-
neskir landamæraverðir, sem heldu
vörð þarna á ánni við landamæri Pól-
lands. Þeir höfðu sýnilega aukatekjur
af því að stela timbri.
„Við ráðum ekki við fleiri en sex
boli,“ sagði nú önnur rödd. Kétt á eftir
kom hnykkur á trjábolinn minn. Þeir
höfðu valið hann og sett á hann band.
Og svo var haldið áfram niður ána á
fleygiferð, í áttina að landamærum
Póllands. Og nú var ég kominn í klærn-
ar á mönnum, sem hefði getað fengið
laglegan skilding, ef þeir hefði fundið
mig.
Nú staðnæmdist báturinn. Þeir höfðu
fundið felustað fyrir þýfið undir trjám,
sem slúttu fram yfir ána. Þar festu
þeir boiunum og fóru svo sína leið.
Skellirnir í véibátnum fjarlægðust.
Varlcga lyfti ég berkinum og sk.yggnd-
ist um. Svo skar ég á böndin og við
það losnuðu allir trjábolirnir. Og cnn
helt ég ferðinni áfram. Ég vissi nú að
ég var skammt frá landamærum Pói-
lands og þóttist vera úr allri hættu.
Það var nú citthvað annaðl
Ég varð þess var að ferðin á trjá-
bolnum jókst mjög. Og svo heyrði ég
fossnið. Ég glevmdi allri varkárni, lyfti
berkinum af og reyndi í dauðans of-
boði að róa að landi. En það var um
seinan. Ég var kominn að stíflu i ánni
og straumurinn var svo mikill að ég
réði ekki við ncitt. Ég skreið því aftur
i skjólið. Stakk fingrunum i gegnuni
holurnar á berkinum og helt dattða-
haldi i hann.
Svo steyptist trjábolurmu fram af
sliflunni og snarsnerist í hringiðunni
þar fyrir neðan. en ttl allrar haming.iu
snerist hann ekki við.
Eg lyfti berkimun af og settist upp.
í sama bili kom annar bolur fram af
stiflunni, stakkst á endann niður í
hringiðuna og hvarf. En ég barst með
hringiðunni hraðara og hraðara í
þrengri og þrengri hringa.
Þá heyrði ég að einhver kallaði. Ég
leit í áttina og sá iítinn bát utan við
hringiðuna. Svo var kastað til mín
reipi Eg greip það. Og svo kallaði mað-
urinn.
„Get ekki dregið trjábolinn út ui'
hringiðunni. Bittu reipinu um þig!“
Með skjálfandi höndum gerði ég það.
Maðurinn setti vél bátsins á fulla ferð
og stefndi til lands. Ég drógst upp úr
fylgsni mínu og gegnum ískalt vatnið
og gat naumast náð andanum. En út úr
hringiðunni komst ég og svo var ég
dreginn upp í bátinn. Þá missti ég nteð-
vitur.d. —
★
Ég ætia ekki að segja frá því hvernig
ég komst til Varsjá, né hvernig frænd-
ur mínir þar hjáipuðu mér til að kom-
ast úr Jandi. Það gæti spillt fyrir öðr-
um flóttamönnum. En ég komst alla
leið til Kanada, og nú er ég að lokum
frjáls maður.
Ég skal aðeins geta þess, að maður-
inn sem bjargaði mér, sagði að allir
trjábolir soguðust á kaf í hringiðunni
og þeim skyti ekki upp á yfirborðið
fyr en tveimur kílómetrum neðar í
ánni. Þar skaut trjábolnum minum úr
kafi og þar fannst hann — og vakti
skeifingu yfirvaldanna. Mér hefur ver-
ið sagt að þá þegar hafi verið gefin út
fyrirskipun um að nákvæmiega væri
raonsakaðir allir trjábolir áfljótinu,svo
að fieiri gæti ekki komizt undan á
þennan hátt. Ég cr því líkiega eini mað-
urinn, sem leikur þá list að komast
burt úr Rússlandi í trjábol.
» N <—^XSXSXSK^--->
Molar
Árið 1860 ritaði franski blaða-
maðurinn Alfrida Robida bók sem
hét „Tuttugasta öldin“. Þar talar
hann um útvarp, sjónvarp, sýkla-
hernað, kopta, himinkljúfá og kaf-
báta. Ut af þessu var hann talinn
geggjaður. En hvernig fórV
-
— Hann Jón er sú mesta hófleysa,
sem ég þckki, sagði gamla frænka
við uágrannakonu sína. Hann er
alltaf að kaupa eitthvað, sem liarin
hefir ekkert gagn ai. Sjaðu nú
þetta.
Og hún dró fram gljáandi og eld-
raut slökkvitæl-u.
— Urjú hundruð krónur kostaði
það — þriu hundruð kronur. og
hann heíir aldrei þurf t að nota það.