Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Síða 16
292 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS STÓRT IÐJUVER — Glerverksmiðjan í Reykjavík er stórt fyrirtæki. Þar starfa 65 menn og er unnið nótt og dag. Bygg- ingar eru miklar og vélakostur margrbrotinn og dýr. En verksmiðjan getur líka skilað 12 smál. af rúðugleri á dag. Eru það meiri afköst en þörf er fyrir hér á landi sem stendur, en miklar líkur taldar til þess, að glerið geti orðið útflutn- ingsvara. Hráefnin, sem flytja þarf inn, eru tiltölulega mjög ódýr, en helmingur framleiðslukostnaðar er vinnulaun. — Myndirnar hér að ofan eru úr verksmiðjunni. í kassanum fyrir framan manninn, sem stendur nær, er hráefnið og er flutt þangað með tækjum, er hinn maðurinn stjórnar. tlr kassanum fellur hráefnið niður í bræðsluofninn, en upp úr honum kemur aftur glerþynna, eins og sjá má á seinni myndinni. Svarta strykið, sem sést í glampanum í miðju, er gler- þynnan og sér i röndinni á henni. Þessi þynna rennur upp jafnt og þétt, og á næstu hæð er hún skorin í hæfilegar lengdir. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). FYRSTA VATNSLEIÐSLAN í Lesbók 25. marz var sagt frá vatns- leiðslunni í Hlíð undir Eyafjöllum og talið að þetta mundi fvrsta vatns- leiðsla á sveitarbæ. En svo mun ekki vera. Árið 1888 fluttist Þorsteinn Jóns- son frá Eystri Sólheimum að Drangs- hlíð undir Eyafjöllum. Þar var þá erfitt vatnsból, brunnur uppi í fjalii. Þor- steinn var þjóðhagasmiður bæði á tré og jám og miög hugkvæmur. Kom honu:n nú til hugar að leiða mætti vatniC heim að bæ í járnpípum gerð- um úr þakjámi. Smíðaði hann svo pípurnar og voru þær grafnar í jörð nema efst í brekkunni, þar sem klöpp var undir, þar var hlaðinn garður ofan á þær. Við þetta verk unnu þá tveir unglingar, sem nú eru alþekktir borg- arar í Revkjavík, Daníel Þorsteinsson skipasmiður og Jóhann Árniann Jóns- son úrsmiður. Þetta mun hafa verið haustið 1889 eða vorið 1890, og mun þarna því um elztu vatnsleiðslu í píp- um að ræða. Dugði hún vel og fraus aldrei í henni, þvi að sírennsli var í pípunum. FYRSTI SÍMINN 25. júlí 1837 var rafmagnaður sími notaður í fyrsta skipti. Það var seint um kvöld að náttúrufræðingarnir Whesterstone og Cooke gerðu fyrstu til- raunina. W. var í Eusten, en Cooke í Camden-Town skammt frá London og var vegarlengdin milli þeirra um 2V2 km. — Þá þótti þessi tilraun svo ó- merkileg að járnbrautarsíjórinn, sem hafði léð Cooke herbergi á stöðinni í Camden-Town á meðan á tilrauninni stóð, bað hann eftir fáa daga að hafa sig á brott með sinn nýmóðins hé- góma. FÁTÆKUR BARNAMAÐUR kom eitt sinn að haustlagi til Einars á Kollafjarðamesi og bað hann að ljá sér kú um tíma, þvi að hann hefði enga mjólk fyrir bömin sín. Þá var ekki nema ein kýr borin hjá Einari og var uppóhaldsgripur húsfreyunnar. Einar fór til konu sinnar og sagði henni frá vandræðum mannsins. Taldi hún tor- merki á því í fyrstu að ljá kúna, þar sem þau ætti ekki aðra snemmbæru. Sagði þá Einar að hægara væri fyrir þau að komast af mjólkurlaus en fá- tæklinginn. Samsinnti hún þessu og sagði: „Hvaða gagn hefir hann af að fá kúna, ef hann þarf að skila henni aftur. Þú verður að gefa honum kúna“, og gerði Einar það. — (Vestfirzkar sagnir). 50 ÁR eru nú liðin síðan Góðtemplarar keyptu Hótel ísland, sem áður hafði verið mesti áfengissölustaður í land- inu. Hófu þeir þar gistihúsrekstur og veitingar ón áfengis. — Nú er ekkert Hótel ísland til lengur, heldur er nú bílastæði þar sem það var. BLÖNDUÐU SAGNIRNAB Eiga, mega, knega, unna, kunna, þurfa, muna, munu, vita, vilja, valda og skulu, — ei undan skilja. Gróa, róa, núa, snúa, nefna ég geri; ri-sagnimar svo réttar veri. EINAR BOGASON frá Hringsdal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.