Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Page 8
668 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flugdrekar og sporðdrekar Furðudýr í þjóðtrú aSSs's landa Ý FORNIJM fræðum allra þjóða er drekinn mjög áberandi, og trúin á drekana er arfur frá ómuna tíð, á sér rætur aftur í myrkviði aldanna löngu áður en sögur hóf- ust. Getur verið að þar eimi eftir af endurminningum mannkyns- ins um inar risavöxnu fljúgandi eðlur. Má þá segja að sú endur- minning hafi orðið lífseig, því að enn í dag er drekinn bráðlifandi á Austurlöndum, og í norrænum út- skurði og skrauti. Enn í dag sér maður drekatáknin á norsku staf- kirkjunum, og fari menn í íslenzka Þjóðminjasafnið, blasir drekatákn- ið þar við í öllum listgreinum. Forfeður vorir í Noregi kölluðu herskip sín dreka og settu á þau drekamerki, eins og segir í lýsingu Sigurðar Breiðfjörðs á Orminum langa: Hátt frá borðum hausinn lá hafinn og hvoftur geystur, þar var sporður aftan á upp í loftið reistur. Drekahöfðum þessum fylgdi svo mikil ógn og skelfing, að það var eitt ið fyrsta er bannað var í ís- lenzkum lögum „að sigla að landi með gapandi höfðum og gínandi trjónum svo landvættir fældust við“. Og Valgarður á Velli talar um það í vísu, að hrannirnar hafi þvegið ógurleg höfuð hafskipanna. Sést á þessu að drekahöfuð skip- anna áttu meðal annars að.skjóta óvinum skelk í bringu. En á hinn bóginn líktust skipin flugdreka — gínandi höfuð í stafni, skjöldum skarað á bæði borð svo að þar var eins og hreistur flugdrekans, og seglið sem vængir. Og táknrænt var það, að heygja höfðingja í skip- um sínum. Þar lá að baki sama hugsun og hjá Egyptum inum Drekahöfuð af víkingaskipum á Bayeux-riflinum. fornu, er þeir sigldu með Osiris til annars heims á sólfarinu, og hjá Grikkjum, þar sem þeir létu ferja ina dauðu yfir fljótið Styx. Vík- ingahöfðinginn átti að sigla á inum skínandi dreka sínum yfir dauða- hafið Ginnungagap, beint til inna gullnu lunda Valhallar. Sumir halda því fram, að drek- inn tákni hamfarir náttúrunnar, og telja upphaf þess í Armeníu. Þar er þjóðsagan um Azdahak konung, drekakónginn, sem er ímynd storma, hafróts og þrumuveðurs. í dulfræðum Maya-þjóðflokksins í Mexikó, vár einnig vindadreki, sem táknaður var með ófreskju, er líkt- ist bæði flugdreka og sæskjald- böku. En svo vikið sé aftur að Armeníu, þá er þar sögnin um drekamóðurina Anusn, sem var fyrsta drottning Azdahaks. Börn hennar, drekabörnin, voru in fljúg- andi óveðursský, og þess er getið í einni þjóðsögn að syndaflóðið hafi komið af því hvað drekamóðirin átti mörg börn. Blái drekinn í Kína er einnig veðurdreki, og á hann skyldi heita til þess að fá bjart veður og heið- skírt. Þar var einnig Manchu-drek- inn, sem gat farið í allskonar ham. Manchu-dreki með fimm klær á bæxlinu, er góður dreki og gefur gott veður, en sé hann með þrjár klær, þá er hann illviðradreki og veldur vatnavöxtum og flóðum. í Indokína er kynjaveran Naga Min. Þetta var konungsdóttir, og hún var svo stór, að hún gat vafið sig utan um stærstu musterin. Fað- ir hennar var drekakonungurinn. Biðill hennar lét njósna um hana eina nótt og komst þá að því að allt landið, öll vötn og ár var mor- andi af afkvæmum hennar, flug- drekum. Naga hefir því verið samskonar vera og Onush í Litlu r A göflum stafkirknanna í Noregl má sjá drekamerkin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.