Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
571
Saga Stjarnorkunnar
og hvernig menn náðu tökum á henni
ESSI saga er löng. Hún hefst
' þegar hjá Forngrikkjum. Þeir
brutu heilan um margt, og Demo-
krit var að velta því fyrir sér
hvernig fara mundi ef efnið væri
brotið í stöðugt smærri eindir.
Hann hélt að svo mundi fara að
seinast yrði eftir öreind, sem ekki
væri hægt að smækka. Og hann gaf
þessari öreind nafn og nefndi atom,
eða ódeili.
Hugmynd hans lá niðri um
mörg hundruð ára, svo að menn
skeyttu ekki um hana. En undir lok
seinustu aldar komust eðlisfræð-
ingarnir að því, að allt efni mundi
byggt upp af ótal smáum frum-
eindum. Timbur og grjót, vatn og
bik — öll efni mátti brjóta upp í
frumeindir, en þær væri með öllu
ósamsettar. Járn, ildi, blý, brenni-
steinn og rúmlega 80 önnur efni
væri ekki samsett af neinu nema
sínum eigin frumefnum.
Nú virtist náttúran vera furðu-
lega einföld. Allt efni var skapað af
hér um bil 90 frumefnum. Þessi
frumefni voru alls staðar, matur og
drykkur, klæði og líkami — allt var
skapað af frumeindum.
En svo gerðu menn þetta enn
einfaldara. Um 1870 gátu þeir Mey-
er og Mendelejeff skipað frumefn-
unum í flokka. Þeir drógu t. d. sam-
an þau frumefni er líktust kopar,
silfri og gulli og öll þau efni voru
svipaðs eðlis. Það benti til þess að
öll frumefnin mundu vera lík.
Þá réði sú skoðun, að frumeindin
væri ódeilanleg, og þar var komið
ódeili Demokrits. En hvað vissu
menn þá um ódeilið, eða atómið?
Það eru ekki nema svo sem 60 ár
síðan menn fór að gruna, að atómið
væri ekki ódeili. Sú minnsta frum-
eind efnis, sem menn höfðu hugsað
sér, var deilanleg. Atómin hafa
alltaf deilt sér, og meðal annars er
það þess vegna að sólin skín. Og
saga þessara svokölluðu frum-
eindarannsókna, sem aðallega hefst
fyrir rúmum 60 árum, hefir nú
gjörsamlega kollvarpað heims-
skoðun vísindamanna á fyrri öld.
1895
Þetta varð merkisár í sögu nátt-
úruvísindanna. Og upp úr því
verða stórbyltingar í eðlisfræðinni.
Menn höfðu þá um nokkurt skeið
haldið, að rafmagnið leiddist eftir
keðju af svonefndum rafatómum.
Mönnum hafði tekizt að leiða raf-
magn eftir loftlausri glerpípu og
kölluðu það „kaþóðugeisla". Röntg-
en fann upp á því að setja málm-
þynnu í pípuna miðja. Þá skeði
merkur fyrirburður. Af málminum
lagði nýa geisla út í gegn um píp-
una. Þeir voru ósýnilegir, en þeir
komu fram á spjaldi með sinksulfid
-húð. Röntgen setti hendina þar á
milli. Geislarnir fóru þvert í gegn
um höndina, og skuggamynd af
henni kom fram á spjaldinu. Þann-
ig fundust Röntgengeislarnir. Það
kom í ljós að þessir geislar höfðu
þúsund sinnum styttri bylgjulengd
heldur en ið sýnilega ljós. Og þeir
komu frá málmatómunum, sem
urðu fyrir kaþóðugeislum.
189«
Henri Becquerel hafði hjá sér
nokkur úranblönduð efni, geymd í
skúffu, þar sem einnig voru ljós-
myndaplötur. Þegar hann ætlaði að
nota plöturnar, reyndust þær ó-
nýtar. Einhver birta hafði komizt
að þeim og gert þær ónýtar. Þá
komst Becquerel að raun um, að
úranefnið stafaði frá sér geislum,
er gátu farið í gegn um fast efni.
Þessa geislun var ekki hægt að
hindra og ekki heldur hægt að
hleypa henni á stað. Hún var sjálf-
virk. Hér var útgeislanin fundin.
Frá úranatómunum lagði röntgen-
geisla (gamma-geisla), sem nokkuð
líktust kaþóðugeislum (beta-geisl-
um) og í þeim var einnig helium-
gas (alfa-geislar).
1897
J. J. Thomson uppgötvaði að
kaþóðugeislar, rafmagnsatóm og
beta-geislar frá úran, eru eitt og ið
sama. Þetta eru rafeindir, eða frá-
hverfar rafmagns öreindir. Og þeg-
ar þær losna úr úran mynda þær
samfeldan rafmagnsstraum.
1898
Pierre og Marie Curie fóru að
leita að öðrum geislavirkum efn-
um, og þau fundu það efni er fræg-
ast hefir orðið: radíum.
1900
Max Planck kom fram með þessa
kenningu: Úr því að allt efni er
samsett úr öreindum, mun þá ekki
öll orka líka vera samsett á líkan
hátt, að hún sé ekki annað en
milljónir milljóna af smárykkjum?
Með þessu kom upp in svokallaða
„kvanta“-kenning, sem hafði stór-
kostlega þýðingu síðar meir.
:302
Nú höfðu menn kynnst ýmsum
geislavirkum frumefnum og þau
voru sett á sinn stað í keðju frum-
efnanna 92, er þá höfðu fundizt, því
að frumefnunum er skipað niður