Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 10
134 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Foo Yip Fong og konur hans fjórar. yiÐ hjónin áttum heima í Singa- pore um tveggja ára skeið. Næsti nágranni okkar var kín- verskur kaupmaður um háif- sjötugt. Hann hét Foo Yip Fong og var vel efnaður. Hann átti fjór- ar konur, 17 börn og 6 barnabörn. í Singapore er fjölkvæni algengt meðal Búddatrúarmanna og Múhameðsmanna, og svo er víða um Austurlönd. Og við komumst fljótt að því að menn tóku sér margar konur af hagsýnis ástæð- um. Foo sagði mér frá því að ungur að aldri hefði hann kvænst til fjár. Hann fór í bónorðsferð til auðugs kaupmanns, sem átti þrjár dætur. Honum var sagt að hann mætti velja hverja sem hann vildi. Hann valdi þá, sem hann taldi líklegasta til þess að geta orðið sín önnur hönd. Og hann fékk með henni svo mikinn heimanmund, að hann gat byrjað að versla. Hann hafði verið heppinn í val- inu, og hann tók engar ákvarð- anir í verslunarmálum, nema í samráði við hana. Hún var nú um fimmtugt, en hún var vel ern og hafði mikinn áhuga fyrir kaup- sýslu. Hún var æðsta konan á heimilinu. Hinar konurnar og öll börnin hlýddu henni í einu og öllu. Mér þótti það undarlegt hvernig á því gæti staðið, að svo einbeitt og sköruleg kona skyldi hafa fallist á að bóndi hennar tæki sér fleiri konur. Eg spurði Foo um þetta, og fekk það undarlega svar, að konan hefði sjálf ráðið þessu. Allt hafði gengið vel fyrstu árin. Foo græddist vel fé og þau hjónin áttu þrjú börn. Þá sagði konan að hann skyldi fá sér aðra konu, til þess að hugsa um heimilið og börnin. Og svo valdi hún handa honum þriflega og laglega konu, sem reyndist bezta búkona. Hún sá ágæta vel um heimilið, stjórn- aði þjónustufólkinu og var virt og elskuð af öllum. Hún ól líka manni sínum níu börn. Það var vegna samkeppni og álits að Foo fékk þriðju konuna. Keppinautur hans í verslun hafði fengið sér þriðju konuna, og þá hafði frú Foo nr. 1 krafist þess að hann gerði slíkt ið sama, til þess að halda virðingu sinni óskertri. Það er mönnum sem sé álitsauki í Austurlöndum að eiga margar konur. En hún hafði það líka í huga, að konan væri af góðum ættum, svo að virðing Foo ykist enn við það. Svo fékk hún auga- stað á dóttur kínversks aðals- manns, sem var svo fátækur, að hann vildi feginn gefa ríkum kaup- manni dóttur sína til þess að tryggja framtíð hennar. Frú Foo nr. 3 kunni alla heldri manna siði, var vel upp alin og menntuð, tal- aði til dæmis sex tungumál reip- rennandi. í hvert skifti sem Foo fór í viðhafnar samkvæmi, hafði hann hana með sér. En þau eign- uðust ekki nema eitt barn. Þegar Foo var sextugur kom kona nr. 1 til hans og sagði: — Þú ert góður maður, Foo, þú hefir reynzt framúrskarandi heimilisfaðir og eiginmaður. En nú ertu að verða gamall og þarft að létta þér lífið. Við getum ekki orð- ið þér til þeirrar ánægju er þú þarfnast. Þess vegna skaltu nú fá þér fjórðu konuna, unga og elsku- lega stúlku. Foo sagði að sér hefði brugðið, er hún kom með þessa uppástungu, því að Kínverjar giftist aldrei af girnd, þeir giftist eins mörgum konum og þeir geta séð fyrir, til þess að eignast sem flest börn, er haldi nafni þeirra uppi. Þeir velji sér aðallega konur í þeim tilgangi að auka álit sitt og auðævi. Stund- um komi það þó fyrir að þeir giftist af ást, en aldrei af girnd. Þetta kvaðst hann hafa útskýrt fyrir konu sinni, en þá hafi hún sagt: — Þá gef ég þér leyfi til þess að taka hjákonu inn á heimilið, jafnvel fleiri en eina, ef þú vilt. Það gat eg ekki gert, sagði Foo, því að enda þótt sumir Kínverjar taki sér hjákonur og hreki þær svo frá sér, taldi eg mér það ekki sæmandi, því að það væri ósiðlegt. Það þykir heldur ekki gott til af- spurnar. En svo sagði hann mér frá því hvernig hann hefði náð í fjórðu konuna, og brosti þá er hann minntist þess. — Eg hafði farið á verslunar- ráðstefnu og þar voru skemmtanir á eftir. Meðal annars kom þar fram flokkur dansmeyja frá Hong Kong.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.