Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 137 trjáa. Sprotanna hafði hann aflað niðri í byggð og afgirt ræktunarsvæðið, svo að kindurnar kæmust ekki í það. Og þarna stóðu nú ljómandi fallegir og þroskavænlegir græðlingar. Hann var einnig að hugsa um að planta birki niðri í dölunum, því að hann hélt að þar mundi vera einhver raki í jörðu, skammt undir yfirborði. Daginn eftir kvaddi eg hann. Næsta ár hófst fyrri heimsstyrjöldin og eg var fimm ár í herþjónustu og hafði engan tíma til þess að hugsa um ræktun. Að stríðinu loknu hafði mér safnast nokkurt fé, og mig langaði til þess að létta mér upp og anda að mér háfjalla- lofti. Og svo varð það úr að eg fór aftur á þessar eyðimerkurstöðvar. Eg var að hugsa um hvað mundi nú vera orðið um hirðingjann og trén hans. Og eg hugsaði sem svo, að 10.000 eikartrén mundu nú vera orðin að álit- legum skógi. Elzéard Bouffier var þarna enn og var hinn ernasti. Hann hafði breytt um búskaparlag, lógað kindunum en komið sér upp stóru býflugnabúi. Hann hafði losað sig við kindurnar vegna þess að þær gerðu spjöll á nýgræð- ingnum. Öll stríðsárin hafði hann uimið að því að koma þarna upp skógi, og stríðið hafði ekki truflað hann að neinu leyti. Eikartrén, sem hann hafði sáð til 1910 og voru tíu ára gömul, voru nú rumlega mannhæð. Og það var stór- kostlegt að horfa yfir þennan skóg. Eg varð orðlaus af undrun, og allan daginn gengum við þögulir gegnum þenna skóg hans, sem var 11 km. á lengd og 3 km á breidd, þar sem hann var breiðastur. Og þegar mér varð hugsað um að þessi skógur var til orð- inn fyrir framtak og hugkvæmni eins manns, sem ekki hafði neitt i hönd- unum nema járnstafinn sinn, þá fór mér að skiljast, að maðurinn getur hjálpað guði til að skapa og beitt orku sinni til annars þarflegra en að eyði- leggja. Hann hafði framkvæ 'yrirætlan sína. Bækiskógur, sem n' aér á öxl, þakti nú stórt landflæmi ? var tal- andi vottur um það. Hann sýndi mér nokkra fallega birkirunna, sem hann hafði gróðursett fyrir fimm árum — það er að segja 1915, meðan ég lá í skotgröfum hjá Verdun. Hann hafði gróðursett þetta birki í dölunum, allstaðar þar sem hann hélt að raki væri í jörðu. Og honum hafði ekki skjöplast, þar var raki skammt undir yfirborði. Þessar birkihríslur voru eins og fagrar og spengilegar ungmeyjar. Þegar við gengum i áttina til eyði- þorpsins, sá eg að nú runnu lækir í giljum, sem höfðu verið þur áður eins lengi og menn mundu, Þetta var hið furðulegasta sýnishorn þess, hvernig eitt leiðir annað af sér. Og svo höfðu frækorn borist með vindunum og fest rætur. Þarna voru komnir víðirunnar, grasflatir og blóm. En þetta hafði gerzt smám saman, þetta var hæg- fara sköpun, sem enga undrun vakti. Veiðimenn, sem höfðu verið að eltast við héra eða birni á þessum slóðum, höfðu að vísu tekið eftir því að stór- kostleg breyting var á orðin, en þeir eignuðu það einhverjum kenjum nátt- úrunnar. Og þess vegna var Elzéard Bouffier látinn afskiptalaus. Árið 1933 var skógarvörður sendur á fund hans að tilkynna honum að hann mætti hvergi kveikja eld á víða- vangi, því að það gæti orðið hættu- legt skóginum, sem þarna væri að vaxa upp „af sjálfsdáðum". Og skógarvörð- urinn var svo bamalegur, að hann sagð: við Bouffier, að hann vjssi þess engin dæmi að skógur sprytti upp af sjálfu sér í eyðimörk. Um þessar mundir var Bouffier að planta bækiskóg um 12 km. frá kofa sínum. Honum þótti langt að ganga þetta fram og aftur, því að hann var þá orðinn hálfáttræður, svo að hann ákvað að reisa sér kofa hjá gróðrar- stöðinni. Og það gerði hann árið eftir. Árið 1935 sendi ríkisstjómin nefnd manna til þess að athuga þennan skóg, sem sprottið hafði þarna „af sjálfsdáðum". f þessari nefnd var skógræktarstjóri, þingmaður og vís- indamenn. Þeir spjölluðu mikið um þetta fyrirbæri, og þeim lcom saman um, að eitthvað þyrfti að gera. Til allrar hamingju var ekki neitt annað gert, en að ríkið helgaði sér skóginn og bannaði að gera þar til kola. Og það var í sjálfu sér ágætt. Elzéard Bouffier var stálhraustur maður. Það átti hann eflaust að þakka fjallaloftinu og heilbrigðu líferni, en þó máske fyrst og fremst heilbrigðri sál. Hann hélt áfram að starfa. Hann skeytti ekkert um seinni heimsstyrj- oldina, fremur en hina fyrri. Eg sá hann seinast í júní 1945. Þá var hann 87 ára. Eg hafði enn einu sinni lagt leið mína til fjalllendisins þarna. Þrátt fyr- ir hervirki stríðsins hafði nú orðið sú breyting á, að áætlunarbílar fóru milli Durance-dalsins og fjallanna. Og eg gat ekki betur séð en jð landið væri orðið allt annað. Þetta var ekki líkt þeirri eyðimörk, er hér hafði verið fyrrum. Bíllinn fór til þorpsins Vergon. Þetta var áður eyðiþorp. Árið 1913 höfðu þar verið rústir 10 eða 12 húsa, og þar höfðust þrjár manneskjur við og lifðu hálfgerðu villimannalífi. Nú var allt breytt, jafnvel andrúmsloftið var orð- ið annað. í stað stormanna, er áður geisuðu, var nú þarna hægur blær og bar með sér gróðurangan. Frá fjöll- unum var að heyra eins og hafnið, en það var þytur golunnar í laufi skóg- anna. Og merkilegast af öllu var, að þarfta var nú uppspretta og rennandi lækur. Þorpið sjálft bar þess vitni að þar hafði verið hafist handa í von um betri tíma. Vonin hafði þá haldið inn- reið sína hér! Rústunum hafði verið rutt burtu og fimm ný hús stóðu þar. Þama áttu nú 28 manneskjur heima, þar af tvenn nýgift hjón. Húsin voru nýkölkuð og umhverfis þau voru garð- ar, þar sem grænmeti og blóm óx hvað innan um annað. Þetta var þorp, þar sern mannsæmandi var að búa. Eg fór þaðan fótgangandi. Neðst í hlíðum fjallanna sá eg bygg og rúg- akra. Dalbotnarnir voru orðnir að grænum engjum. Á rústunum sem eg skoðaði 1913 stendur nú snotur bóndabær og ber þess vott að fólki líður þar vel. Niðri á sléttunni eru jarðir dýrar og þess vegna hefir fólk unnvörpum flutt sig hingað, þar sem áður var eyðimörk. Rúmlega 10 þúsundir manna eiga nú Elzéard Bouffier gæfu sína og lífs- afkomu að þakka. Þegar eg hugsa um að einn mað- ur gat afrekað það með líkamlegum og andlegum kröftum sínum, að breyta eyðimörkinni í frjóvsamt land, þá finnst mér mannkynið aðdáanlegt, þrátt fyrir allt. En þegar eg lít á þá óþreytandi elju og göfuga hugarfar sem þurft hefir til þess að koma þessu í verk, þá fyllist eg dýpstu lotningu fyrir hinum fátæka og fáfróða hjarð- manni, sem hafði skynsemi og hjarta- lag til þess að vinna þannig með guði. Elzéard Bouffier fékk rólegt and- lát í sjúkrahúsi í Banon árið 1947. 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.